25.03.2014

Framkvæmda- og hafnarráð - 165

 
 Framkvæmda- og hafnarráð Vestmannaeyja - 165. fundur
 
haldinn í fundarherbergi Umhverfis- og framkvæmdasviðs,
24. mars 2014 og hófst hann kl. 16:00
 
 
Fundinn sátu:
Arnar Sigurmundsson Formaður, Stefán Óskar Jónasson Varaformaður, Bergvin Oddsson Aðalmaður, Íris Róbertsdóttir Aðalmaður, Þorbjörn Víglundsson varamaður, Sveinn Rúnar Valgeirsson Embættismaður og Ólafur Þór Snorrason Framkvstj. sviðs.
 
Fundargerð ritaði: Ólafur Þór Snorrason, framkvæmdastjóri umhverfis- og framkvæmdasviðs
 
Sveinn R Valgeirsson sat fundinn undir 1. og 2. máli.
 
Dagskrá:
 
1. 201112078 - Endurbætur á Binnabryggju 2012-2014
Fyrir liggur að bjóða út frágang á þekju Binnabryggju. Fyrir lágu teikningar frá siglingasviði Vegagerðarinnar.
Ráðið samþykkir að heimila Vegagerðinni að bjóða út framkvæmdir við steypu og vinnu við undirlag malbiks á þekju Binnabryggju.
 
2. 200703124 - Blátindur VE 21
Rætt um færslu M/B Blátinds á Skanssvæði. Fram kom að til stendur að ganga frá undirstöðum undir bátinn vestan við suður-hafnargarðinn (Hringskersgarðinn)
Ráðið felur framkvæmdastjóra framgang málsins.
 
3. 201211075 - Vestmannabraut - gatnaframkvæmdir
Áætlað er að malbikframkvæmdir á Vestmannabraut frá Vestmannabraut 42 til 60 hefjist fyrri hluta apríl. Í framhaldi verði mabikað á væntanlegum almennum bílastæðum á lóðunum nr. 27-31 við Vestmannabraut.
 
4. 201212069 - Dælustöð fráveitu á Eiði
Fyrir lá verkfundargerð nr. 14 frá 20.mars 2014
Ráðið samþykkir fyrirliggjandi verkfundargerð. Á næsta fundi ráðsins verður farið yfir stöðu verksins í heild og framhaldið.
 
 
 
5. 201207015 - Eldheimar sýningarskáli, bygging og eftirlit
Fyrir lá verkfundargerð nr.25 frá 4.mars 2014.
Ráðið samþykkir fyrirliggjandi verkfundagerð.
 
6. 201207015 - Eldheimar sýningarskáli, bygging og eftirlit
Ólafur Þór Snorrason, framkvæmdastjóri fór yfir lykiltölur vegna Eldheima sýningarskála , upphaflega kostnaðaráætlun, breytingar á framkvæmdatíma , stækkun hússins, uppfærslu sýningar og viðamiklar framkvæmdir á útisvæði.
Fram kom á fundi ráðsins 5. mars sl. að heildarkostnaður við Eldheima í verklok stefndi í 902 milljónir. Í máli Ólafs kom fram að frá þeirri tölu dragist síðan virðisaukaskattur um 55 milljónir og nettókostnaður verði því um 847 milljónir og stefnir því að heildarverkið verði rétt undir kostnaðaráætlun. Þá á eftir að draga frá hlut ríkisins vegna byggingarinnar að fjárhæð kr. 280 milljónir að viðbættum verðbótum frá 2003, en Eldheimar falla undir samning Vestmannaeyjabæjar og ríkisins frá 2003 um byggingu Menningarhúss í Vestmannaeyjum.
 
Í máli Ólafs kom fram að upphaflega hafi verið rætt að kostnaður við 1600 m2 sýningaskála gæti orðið 565 milljónir án alls annars kostnaðar svo sem við sýningu, lóð, tæknrými, frágang innanhúss og fl. Fljótlega var tekin ákvörðun um að stefna að 2000 m2 byggingu og kostnaður við húsið yrði 706 milljónir og þar við myndi síðan bætast fyrrgreindur kostnaður. Samanlagður heildarkostnaðráætlun fyrir útboð var áætlaður 890 milljónir kr. en sem fyrr segir stefnir í að kostnaður verði lægri eða 847 milljónir.
 
 
 
 
 
 
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18.30
 
Vestmannaeyjabær | Ráðhúsinu | Bárustíg 15 | 900 Vestmannaeyjum | Sími: 488 2000 | postur@vestmannaeyjar.is | Kt.: 690269-0159