05.03.2014

Framkvæmda- og hafnarráð - 164

 
 Framkvæmda- og hafnarráð Vestmannaeyja - 164. fundur
 
haldinn í fundarherbergi Umhverfis- og framkvæmdasviðs,
5. mars 2014 og hófst hann kl. 16:00
 
 
Fundinn sátu:
Arnar Sigurmundsson Formaður, Stefán Óskar Jónasson Varaformaður, Jón Árni Ólafsson Aðalmaður, Íris Róbertsdóttir Aðalmaður, Ragnar Óskarsson 1. varamaður, Guðmundur Þ B Ólafsson Embættismaður, Ólafur Þór Snorrason Framkvstj. sviðs og Andrés Þorsteinn Sigurðsson Embættismaður.
 
Fundargerð ritaði: Ólafur Þór Snorrason, framkvæmdastjóri umhverfis- og framkvæmdasviðs
 
 
 
Dagskrá:
 
1. 201403011 - Yfirlit yfir vörugjöld og vöruflutninga um Vestmannaeyjahöfn 2013
Andrés Þ Sigurðsson fór yfir lykiltölur í flutningum og vörugjöldum Vestmannaeyjahafnar
Ráðið þakkar Andrési fyrir upplýsingarnar og skýra framsetningu.
 
 
2. 201011004 - Rekstur upptökumannvirkja Vestmannaeyjahafnar
Farið yfir lykiltölur í rekstri upptökumannvirkja Vestmannaeyjahafnar á síðasta ári.
 
 
3. 201306102 - Starfsemi Þjónustumiðstöðvar 2013
Guðmundur ÞB Ólafsson fór yfir lykiltölur í rekstri Þjónustumiðstöðvar Vestmannaeyjabæjar viðhald fasteigna á árinu 2013.
Ráðið þakkar Guðmundi fyrir upplýsingarnar og skýra framsetningu.
 
 
4. 201403012 - Sorpmál 2014
Ólafur Þ Snorrason fór yfir magntölur heimilissorps í Vestmannaeyjum árið 2013
 
5. 201207015 - Eldheimar sýningarskáli, bygging og eftirlit
Fyrir lá verkfundagerð nr.24 frá 18.febrúar 2014 vegna Eldheima.
Ráðið samþykkir fyrirliggjandi verkfundagerð. Undir þessum lið lagði Ragnar Óskarsson fram skriflega fyrirspurn.
Hver var upphafleg kostnaðaráætlun vegna Eldheima?
Hvað er áætlað að kostnaður vegna Eldheima verði þegar verkinu er lokið?
Fram kom hjá framkvæmdastjóra að áætlaður heildarkostnaður með viðbótarverkum stefnir í 902 milljónir króna.
Framkvæmdastjóri mun á næsta fundi leggja fram upphaflega sundurliðaða kostnaðaráætlun.
 
 
 
 
 
 
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18.05
 
Vestmannaeyjabær | Ráðhúsinu | Bárustíg 15 | 900 Vestmannaeyjum | Sími: 488 2000 | postur@vestmannaeyjar.is | Kt.: 690269-0159