27.02.2014

Fræðslu- og menningarráð - 264

 
 Fræðslu- og menningarráð - 264. fundur

 

haldinn í fundarsal Ráðhúss,

27. febrúar 2014 og hófst hann kl. 16.30

 

 

Fundinn sátu:

Trausti Hjaltason, Sigurlaug Björk Böðvarsdóttir, Hildur Sólveig Sigurðardóttir, Björgvin Eyjólfsson, Elís Jónsson, Jón Pétursson, Erna Jóhannesdóttir, Sigurlás Þorleifsson og Helga Tryggvadóttir.

 

Fundargerð ritaði:  Erna Jóhannesdóttir, fræðslufulltrúi

 

Einnig sátu fundinn áheyrnarfulltrúarnir Emma H. Sigurgeirsdóttir, Guðfinna Björk Ágústsdóttir, Hildur Jónsdóttir og Íris Pálsdóttir. Gestur fundarins var Kolbrún Matthíasdóttir grunnskólakennari.

 

Dagskrá:

 

1.

201104071 - Leikskólamál.

 

Viðbragðsáætlun í leikskólamálum. Framhald af 1. erindi 263. fundar

Framkvæmdastjóri fjölskyldu- og fræðslusviðs kynnti viðbragðsáætlun sem starfsmenn fræðslusviðs hafa unnið vegna fjölda barna í árgöngum. Í máli hans kom fram að eins og undanfarin ár, verði allra leiða leitað til að standa undir því markmiði að tryggja að börnum 18 mánaða og eldri standi til boða leikskólanám eigi síðar en við upphaf haustannar. Einnig kom fram að slíkt ætti að reynast mögulegt enda verði sveiflur í stærð árganga milli ára minni en fyrst var gert ráð fyrir, þannig að áfram ætti að vera hægt að veita sem flestum börnum leikskólapláss. Ráðið þakkaði kynninguna og telur mikilvægt að fylgjast áfram vel með gangi mála í þeirri viðleitni að bæta þjónustu og draga úr kostnaði fyrir notendur þjónustunnar.

 

   

2.

201402105 - Skólaheimsóknir fræðsluráðs.

 

Greint frá heimsóknum fræðsluráðs í skólana.

Leikskólarnir Sóli, Kirkjugerði, Víkin 5 ára deild og Grunnskóli Vestmannaeyja voru heimsóttir. Stjórnendur tóku vel á móti ráðinu og var húsnæði skólanna skoðað og sagt frá starfseminni. Heimsóknirnar eru liður í því að efla tengslin á milli fræðsluráðs og skólanna. Ráðsmenn voru sammála um að þeir hafi haft gagn og gaman af heimsóknunum.

 

   

3.

200706209 - Samræmd próf.

 

Viðbrögð vegna niðurstaðna samræmdra prófa.

Haldnir hafa verið samstarfsfundir með fulltrúum fræðsluskrifstofu og sjórnendum GRV, þar sem farið var yfir niðurstöður samræmdra prófa. Tillögur settar fram um aðgerðaráætlun. Haldinn var starfsmannafundur í GRV til að ræða niðurstöðurnar og leita leiða til að bæta stöðuna.

Einnig hafa verið haldnir samstarfsfundir með stjórnendum leikskólanna. Farið yfir stöðuna og hvað megi gera í leikskólunum til að börnin komi betur undirbúin inn í grunnskólann. Rætt um samræmingu skipulagðra vinnubragða í leikskólunum til að styrkja undirstöður s.s. markvissa málörvun og hugtakavinnu meðal barnanna.

Fundur skólastjórnenda og forstöðumanns bókasafnsins um samvinnu milli stofnananna með það að markmiði að auka lestur og bæta læsi nemenda.
Einnig rætt um leiðir til að auka samstarf milli heimilis og skóla og samtal milli fræðsluskrifstofu og áhugasamra foreldra um málið.
Unnið er að lestrar- og stærðfræðieflingarstefnu fyrir Vestmannaeyjabæ. Fræðslufulltrúi vinnur að því að safna gögnum og móta drög. Markmið allra sem að þessum málum koma er að virkja betur nærsamfélagið til að styðja við og efla skólastarfið.

 

   

4.

201312021 - Kynning frá Grunnskóla Vestmannaeyja.

 

Kolbrún Matthíasdóttir grunnskólakennari kynnti "Pals" vinnubrögð, lestraraðferð, sem byggir á aðferðum samvinnunáms.

Fram kom í fyrirlestrinum að "Pals" vinnubrögð hafa verið notuð til lestrarkennslu í skólanum í 2. - 6. bekk undanfarna mánuði.

Kolbrún svaraði spurningum nefndarmanna og fræddi þá um vinnubrögðin. Ráðið þakkaði Kolbrúnu fyrir áhugaverðan og fræðandi fyrirlestur.

 

   

5.

201401063 - Ósk um framlag í formi hvatningar og styrks

 

Fræðsluráð getur ekki orðið við erindinu.

 

   

6.

200706213 - Trúnaðarmál.

 

Fundargerð trúnaðarmála færð í sérstaka trúnaðarmálabók.

 

   

 

 

 

 

 

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18.05

Vestmannaeyjabær | Ráðhúsinu | Bárustíg 15 | 900 Vestmannaeyjum | Sími: 488 2000 | postur@vestmannaeyjar.is | Kt.: 690269-0159