12.02.2014

Framkvæmda- og hafnarráð - 163

 
Framkvæmda- og hafnarráð Vestmannaeyja - 163. fundur
 
haldinn í fundarherbergi Umhverfis- og framkvæmdasviðs í Hafnarhúsinu við Skildingaveg 5
11. febrúar 2014 og hófst hann kl. 16:00
 
 
Fundinn sátu:
Arnar Sigurmundsson formaður, Stefán Óskar Jónasson, Jón Árni Ólafsson, Bergvin Oddsson, Íris Róbertsdóttir, Elliði Vignisson, Ólafur Þór Snorrason, Andrés Þorsteinn Sigurðsson, Sveinn Rúnar Valgeirsson, Sigurður Smári Benónýsson.
 
Fundargerð ritaði: Ólafur Þór Snorrason, framkvæmdastjóri umhverfis- og framkvæmdasviðs
 
Elliði Vignisson, Sigurður Smári Benónýsson og Andrés Þ Sigurðsson sátu fundinn undir 1.máli.
Sveinn Rúnar Valgeirsson sat fundinn undir 1. og 2.máli
 
Dagskrá:
 
1. 201311048 - Aðalskipulagsbreyting, hafnarsvæði H-1.
Á fundinn komu Elliði Vignisson bæjarstjóri og Sigurður Smári Benónýsson skipulags- og byggingarfulltrúi og kynntu samkomulag Vestmannaeyjabæjar, Vinnslustöðvarinnar og Ísfélags Vestmannaeyja dags. 6.febrúar 2014 þar sem fjallað er um framtíðarskipulag á hafnarsvæðinu H-1 sem nær frá Skanssvæðinu inn í botn Friðarhafnar, og réttarsátt milli ÍV og VSV.
Ráðið þakkar kynninguna en málið, var til umræðu á fundi ráðsins 20.desember sl.
Ráðið gerir ekki athugasemd við samkomulagið í heild sinni en það mun, fara í hefðbundin skipulagsferil og koma til umræðu á fundum ráðsins á seinni stigum.
 
2. 201402021 - Frumvarp til laga um breytingar á hafnalögum, nr. 61/2003
Farið var yfir stjórnarfrumvarp um breytingar á hafnalögum nr. 61/2003 sem nú er til umfjöllunar á Alþingi.
Ráðið gerir ekki sérstakar athugasemdir við þær breytingar sem boðaðar eru í frumvarpinu.
 
 
 
3. 201207015 - Eldheimar sýningarskáli, bygging og eftirlit
Fyrir lá verkfundagerð nr. 23 vegna Eldheima dags. 4.febrúar sl.
Ráðið samþykkir fyrirliggjandi verkfundagerð.
 
 
 
 
 
 
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17.30
 
 
 
Vestmannaeyjabær | Ráðhúsinu | Bárustíg 15 | 900 Vestmannaeyjum | Sími: 488 2000 | postur@vestmannaeyjar.is | Kt.: 690269-0159