31.01.2014

Framkvæmda- og hafnarráð - 162

 
Framkvæmda- og hafnarráð Vestmannaeyja - 162. fundur
 
haldinn í fundarherbergi Umhverfis- og framkvæmdasviðs,
31. janúar 2014 og hófst hann kl. 15:00
 
 
Fundinn sátu:
Arnar Sigurmundsson formaður , Stefán Óskar Jónasson, Jón Árni Ólafsson, Bergvin Oddsson, Íris Róbertsdóttir, Ólafur Þór Snorrason, Andrés Þ Sigurðsson.
 
Fundargerð ritaði: Ólafur Þór Snorrason, framkvæmdastjóri umhverfis- og framkvæmdasviðs
 
 Dagskrá:
 
1. 201401101 - Skipakomur í Vestmannaeyjahöfn
Andrés Þ Sigurðsson fór yfir skipakomur í Vestmannaeyjahöfn árið 2013 og samanburð frá 2009.
Ráðið þakkar kynninguna og mun fljótlega fara yfir magn vöruflutninga um Vestmannaeyjahöfn yfir sama tímabil.
 
 
2. 200703124 - Blátindur VE 21
Farið yfir stöðu Blátind og framtíðarstaðsetningu á Skansinum. Fram kom að stefnt er að færslu Blátinds fyrir sumarið
.
 
3. 201401058 - Erindi frá Eimskip Ísland vegna vöru- hafnar- og þjónustugjalda Vestmannaeyjahafnar.
Fyrir lá erindi frá Eimskip dags. 16.janúar 2014 varðandi breytingar á vöru- hafnar og þjónustugjöldum Vestmannaeyjahafnar.
Ráðið getur ekki orðið við erindinu.
 
 
4. 201207015 - Eldheimar sýningarskáli, bygging og eftirlit
Fyrir lá verkfundagerð vegna Eldheima nr. 22,dags. 21.janúar 2014.
Ráðið samþykkir fyrirliggjandi fundargerð.
 
 
 
5. 201212069 - Dælustöð fráveitu á Eiði
Fyrir liggur fundargerð vegna Dælustöðvar á Eiði dags. 22.janúar sl.
Ráðið samþykkir fyrirliggjandi verkfundagerð.
 
 
  
Eftir fundinn fór ráðið í vettvangsskoðun í dælustöð á Eiðinu, Félagsheimilið við Heiðarveg, Eldheima og útisvæði við sorpeyðingarstöð.
 
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 16:20
 
Vestmannaeyjabær | Ráðhúsinu | Bárustíg 15 | 900 Vestmannaeyjum | Sími: 488 2000 | postur@vestmannaeyjar.is | Kt.: 690269-0159