21.01.2014

Fræðslu- og menningarráð - 263

 
 Fræðslu- og menningarráð - 263. fundur

 

haldinn í fundarsal Ráðhúss,

21. janúar 2014 og hófst hann kl. 16.30

 

 

Fundinn sátu:

Trausti Hjaltason, Hildur Sólveig Sigurðardóttir, Björgvin Eyjólfsson, Elsa Valgeirsdóttir, Jón Pétursson, Erna Jóhannesdóttir, Sigurlás Þorleifsson, Helga Björk Ólafsdóttir og Helga Tryggvadóttir.

 

Fundargerð ritaði:  Erna Jóhannesdóttir, fræðslufulltrúi

 

Stefán Jónasson varafulltrúi sat fundinn í stað Sigurlaugar Böðvarsdóttur. Hildur Jóhannsdóttir, Íris Pásdóttir og Emma Sigurgeirsdóttir sátu fundinn sem áheyrnarfulltrúar í málefnum skólanna. Halla Júlía Andersen var gestur fundarins.

 

Dagskrá:

 

1.

201104071 - Leikskólamál.

 

Fjöldi barna í árgöngum.

 

Framkvæmdastjóri fjölskyldu- og fræðslusviðs kynnti tölur yfir fjölda barna í árgöngum með lögheimili í Vestmannaeyjum 31. desember s.l.
Börn fædd árið 2011 eru 50 talsins, 36 börn fæddust árið 2012 og 65 börn fæddust á árinu 2013. Ánægjulegt er að sjá svo mikla fjölgun barna á milli áranna 2012 og 2013. Vonandi er hún vísbending um það sem koma skal. Í ljósi þess að miklar sveiflur eru milli árganga á fjölda barna, felur ráðið starfsfólki fræðslusviðs að útbúa viðbragðsáætlun um það hvernig hægt sé að tryggja að sem flest börn fái leikskólapláss. Í slíkri viðbragðsáætlun þarf að líta til húsnæðismála, kostnaðar og starfsmannahalds. Eðlilegt er að miða við þann fjölda barna sem kom fram í kynningu ásamt því að gera ráð fyrir einhverjum frávikum. Stefnt skal að því að kynna helstu niðurstöður viðbragsáætlunarinnar fyrir ráðinu eigi síðar en 1. mars n.k.

 

   

2.

201312021 - Kynning frá Grunnskóla Vestmannaeyja.

 

Halla Júlía Andersen grunnskólakennari kynnti verkefnið "Leið til læsis" sem unnið er á yngstu stigum grunnskólans.

 

Halla svaraði spurningum nefndarmanna og fræddi þá um verkefnið. Ráðið þakkar Höllu fyrir skemmtilegt og fræðandi erindi sem er liður í að kynna hið fjölbreytta og öfluga starf sem unnið er innan veggja grunnskólans. Formaður ráðsins lagði til að ráðið fari í vettvangsferð í GRV á næstu vikum. Ráðsmenn tóku vel í það og er fræðslufulltrúa falið að finna hentugan tíma í samráði við stjórnendur og boða ráðsmenn.

 

   

3.

200706209 - Samræmd próf.

 

Niðurstöður samræmdra prófa haustið 2013.

 

Farið var yfir fyrstu niðurstöður samræmdra prófa á síðasta fundi ráðsins. Nú hafa normaldreifðar tölur verið birtar. Fræðslufulltrúi kynnti stöðu nemenda GRV í 4,7 og 10. bekk. GRV er undir landsmeðaltali í öllum tilfellum. Nú þegar hafa stjórnendur GRV fundað með starfsfólki fræðslusviðs og rýnt í niðurstöðurnar með það í huga að leita leiða til að snúa þróuninni til betri vegar. Ráðið mun áfram fylgjast með framgangi mála.

 

   

4.

201303042 - Frístundaver. Skýrsla starfsársins.

 

Skýrsla starfsársins 2013-2014 lögð fram til kynningar.

 

Ráðið þakkar kynninguna.

 

   

 

 

 

 

 

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18.05

Vestmannaeyjabær | Ráðhúsinu | Bárustíg 15 | 900 Vestmannaeyjum | Sími: 488 2000 | postur@vestmannaeyjar.is | Kt.: 690269-0159