16.01.2014

Bæjarstjórn - 1482

 
 Bæjarstjórn Vestmannaeyja - 1482. fundur

 

haldinn í Einarsstofu Safnahúsi,

16. janúar 2014 og hófst hann kl. 18.00

 

 

Fundinn sátu:

Gunnlaugur Grettisson, Elliði Vignisson, Páley Borgþórsdóttir, Páll Marvin Jónsson, Jórunn Einarsdóttir, Sigurlaug Björk Böðvarsdóttir og Kristín Jóhannsdóttir.

 

Fundargerð ritaði:  Rut Haraldsdóttir, framkvæmdarstjóri

 

 

 

Dagskrá:

 

1.

201401039 - Breyting á stjórn og fundarsköpum Vestmannaeyjabæjar

 

-FYRRI UMRÆÐA-
Breyting á stjórn og fundarsköpum Vestmannaeyjabæjar í samræmi við breytingu á nefndum og ráðum.

 

Jórunn Einarsdóttir ítrekar afstöðu sína vegna tilfærslu menningarmála yfir í bæjarráð og vísar til bókunar þess efnis um valddreifingu.
Jórunn Einarsdóttir.
Samþykkt var með sjö samhljóða atkvæðum að vísa nýjum samþykktum um stjórn og fundarsköp Vestmannaeyjabæjar til síðari umræðu í bæjarstjórn.

 

   

2.

201310071 - Kosning nefndarmanna í fræðslu- og menningarráð

 

Borist hefur erindi frá Díönu Þyrí Einarsdóttur þar sem hún segir formlega af sér setu í fræðslu- og menningarráði vegna flutninga.

 

Tillaga um aðalmann í hennar stað, Björgvin Eyjólfsson. Var það samþykkt með sjö samhljóða atkvæðum.
Bæjarstjórn þakkar Díönu þyrí fyrir vel unnin störf á liðnum árum.

 

   

3.

201401001F - Bæjarráð Vestmannaeyja nr. 2971 frá 8. janúar s.l.

 

Liðir 1-3 liggja fyrir til staðfestingar.

 

Liðir 1-3 voru samþykktir með sjö samhljóða atkvæðum.

 

   

4.

201312012F - Framkvæmda- og hafnarráð Vestmannaeyja nr. 160 frá 20. desember s.l.

 

Liðir 1-2 liggja fyrir til staðfestingar.

 

Liðir 1-2 voru samþykktir með sjö samhljóða atkvæðum.

 

   

5.

201401002F - Framkvæmda- og hafnarráð Vestmannaeyja nr. 161 frá 10. janúar s.l.

 

Liðir 1-5 liggja fyrir til staðfestingar.

 

Liðir 1-5 voru samþykktir með sjö samhljóða atkvæðum.

 

   

 

 

 

 

 

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18.13

 

 

 

Vestmannaeyjabær | Ráðhúsinu | Bárustíg 15 | 900 Vestmannaeyjum | Sími: 488 2000 | postur@vestmannaeyjar.is | Kt.: 690269-0159