20.12.2013

Framkvæmda- og hafnarráð - 160

 
 Framkvæmda- og hafnarráð Vestmannaeyja - 160. fundur

 

haldinn í fundarherbergi Umhverfis- og framkvæmdasviðs,

20. desember 2013 og hófst hann kl. 12.00

 

 

Fundinn sátu:

Arnar Sigurmundsson formaður, Stefán Óskar Jónasson, Jón Árni Ólafsson, Bergvin Oddsson, Íris Róbertsdóttir, Sveinn Rúnar Valgeirsson, Guðmundur Þ B Ólafsson, Ólafur Þór Snorrason, Andrés Þorsteinn Sigurðsson og Valmundur Valmundsson.

 

Fundargerð ritaði:  Ólafur Þór Snorrason, framkvæmdastjóri umhverfis- og framkvæmdasviðs

 

 

 

Dagskrá:

 

1.

201312057 - Gjaldskrá vegna meðhöndlunar úrgangs 2014

 

Fyrir lágu drög að gjaldskrá um meðhöndlun úrgangs fyrir fyrirtæki og lögaðila árið 2014. Hækkun á gjaldskrá er 4,8% millil ára sem er vísitöluhækkun sem byggir að hálfu á breytingu á neyslu- og launavísitölu á sama tímabili.

 

Ráðið samþykkir ofangreindar breytingar á fastagjaldi á einingaverðum í gjaldskrá í samræmi við gildandi samning við rekstraraðila.

 

   

2.

201312058 - Skipulagsmál Vestmannaeyjahafnar

 

Rætt um skipulagsmál Vestmannaeyjahafnar og framtíðarskipulag hafnarsvæðisins. Ljóst er að stór höfn þarf að vera í sífelldri þróun og aðlögun að þörfum þeirra sem eiga viðskipti við höfnina og nýta aðstöðu á hafnarsvæðinu.

 

Ráðið felur framkvæmdastjóra að vinna áfram að málinu.

 

   

 

 

 

 

 

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 13.30

 

 

Vestmannaeyjabær | Ráðhúsinu | Bárustíg 15 | 900 Vestmannaeyjum | Sími: 488 2000 | postur@vestmannaeyjar.is | Kt.: 690269-0159