19.12.2013

Bæjarstjórn - 1481

 
 Bæjarstjórn Vestmannaeyja - 1481. fundur

 

haldinn í Einarsstofu Safnahúsi,

19. desember 2013 og hófst hann kl. 18.00

 

 

Fundinn sátu:

Gunnlaugur Grettisson, Elliði Vignisson, Páley Borgþórsdóttir, Páll Marvin Jónsson, Jórunn Einarsdóttir, Sigurlaug Björk Böðvarsdóttir og Kristín Jóhannsdóttir.

 

Fundargerð ritaði:  Rut Haraldsdóttir , framkvæmdastjóri stjórnsýslu og fjármálasviðs

 

Leitað var afbrigða með að taka inn fundargerð umhverfis- og skipulagsráðs nr. 197 frá 18. desember s.l. og var það samþykkt með sjö samhljóða atkvæðum.

 

Dagskrá:

 

1.

201312008 - Álagning útsvars fyrir árið 2014

 

Bæjarstjórn samþykkir að útsvarsprósenta árið 2014 verði 13,98% og lækki úr hámarki sem annars væri 14,52%

Greinagerð:
Í nýsamþykktri fjárhagsætlun Vestmannaeyjabæjar fyrir árið 2014 var gert ráð fyrir að útsvarsprósenta lækki úr hámarki (14,48%) niður í 13,98%. Síðan þá hefur ríkið tekið ákvörðun um að hækka leyfilegt hámark í 14,52%.

Á seinustu árum hefur allt kapp verið lagt á að treysta rekstur sveitarfélagsins til framtíðar. Nú í lok árs 2013 er staðan sú að lán hafa verið greidd niður fyrir 3,4 milljarða frá árinu 2006 og miðað við fasta greiðsluáætlun verður Vestmannaeyjabær skuldlaus innan 4 ára. Í viðbót við niðurgreiðslu skulda hefur verið hagrætt í öllum rekstri og þjónustueiningar gerðar hagkvæmari. Þannig hefur tekist að auka þjónustu en skapa um leið svigrúm til lækkunar útsvars.

Það er skoðun stjórnenda Vestmannaeyjabæjar að nú þegar rekstur Vestmannaeyjabæjar þolir að lægra hlutfall sé tekið af launum bæjarbúa eigi þeir að njóta þess með auknum ráðstöfunartekjum frekar en að rekstur sveitarfélagsins sé þaninn út. Fólk er enda sjálft best til þess fallið að meta hvernig það ver sínum eigin fjármunum.

Sign.
Elliði Vignisson
Páley Borgþórsdóttir
Páll Marvin Jónsson
Gunnlaugur Grettisson

Tillagan var samþykkt með fjórum atkvæðum.
Jórunn Einarsdóttir og Sigurlaug B. Böðvarsdóttir greiddu atkvæði á móti tillögunni. Jórunn vísaði í bókun sína sem lögð var fram á síðasta bæjarstjórnarfundi þann 21. nóvember s.l.
Kristín Jóhannsdóttir sat hjá við afgreiðslu málsins.

 

   

2.

201312036 - Álagning tekjustofna og gjaldskrá ársins 2014.

 

Álagning gjalda fyrir árið 2014:


Álagning fasteignaskatts, holræsagjalda, sorpeyðingar- og sorphreinsunargjalda árið 2014:


1. Fasteignaskattur af húsnæði verði eftirfarandi hlutfall af fasteignamati þeirra samkvæmt II. kafla laga um tekjustofna sveitarfélaga nr. 4/1995, með síðari breytingum, og reglugerð um fasteignaskatt nr. 1160/2005.
a). Íbúðir og íbúðarhús, útihús og mannvirki á bújörðum, sem tengd eru landbúnaði og sumarbústaðir: 0,42 %.
b). Allar aðrar fasteignir: 1,55 %.
2. Holræsagjald af fasteignamati húsa og lóða skv. reglugerð.
a) Íbúðir og íbúðahús, útihús og mannvirki á bújörðum sem tengd eru landbúnaði og sumarbústaðir: 0,20%.
b) Allar aðrar fasteignir: 0,30%.
3. Bæjarstjórn samþykkir að lagt verði sorpeyðingargjald á hverja íbúð, kr. 34.337. - og að a)sorphirðu- og tunnuleigugjald verði kr. 14.060- á hverja íbúð.
b) Sorpbrennslu og sorpeyðingargjöld fyrirtækja samkvæmt samþykktri gjaldskrá um meðhöndlun úrgangs sem tekur gildi þann 1. janúar 2014.
4. Gjalddagar fasteignagjalda skulu vera tíu þ.e. 15. feb., 15. mars, 15. apríl, 15. maí, 15. júní, 15. júlí, 15. ágúst, 15. sept., 15. okt., 15. nóv.
5. Dráttarvextir reiknast af gjaldföllnum fasteignagjöldum 30 dögum eftir gjalddaga.
6. Bæjarstjórn samþykkir að veittur verði 5% staðgreiðsluafsláttur af fasteignasköttum, holræsagjöldum skv. liðum 1 og 2 hér að ofan, séu þau að fullu greidd eigi síðar en 7. febrúar 2014.
7. Bæjarstjórn samþykkir að fella niður fasteignagjöld ellilífeyrisþega og öryrkja skv. neðangreindum reglum:Reglur um afslátt af fasteignaskatti hjá tekjulágum elli- og örorkulífeyrisþegum hjá Vestmannaeyjabæ.

1. gr.
Elli- og örorkulífeyrisþegum sem eiga lögheimili í Vestmannaeyjum og eru þinglýstir eigendur viðkomandi húsnæðis er veittur afsláttur af fasteignaskatti, holræsagjöldum og sorpgjöldum samkvæmt ákvörðun bæjarstjórnar Vestmannaeyja ár hvert og reglum þessum, sbr. heimild í 4. mgr. 5. gr. laga nr. 4/1995 um tekjustofna sveitarfélaga. Afslátturinn er tekjutengdur.

2. gr.
Rétt til afsláttar eiga íbúðareigendur:
a) Sem eru 67 ára á árinu eða eldri
b) Hafa verið úrskurðaðir 75% öryrkjar fyrir 1. janúar álagningarárið.
c) Afslátturinn nær einungis til þeirrar íbúðar sem viðkomandi býr í.

3. gr.
Þegar um hjón eða sambúðaraðila er að ræða nægir að annað hjóna eða sambúðaraðila fullnægi því skilyrði að vera elli- og eða örorkulífeyrisþegi.
Falli annar aðilinn, frá, þá á sá eftirlifandi rétt á því að njóta afsláttar hjóna, eða sambúðaraðila, út árið sem fráfallið átti sér stað á, óski hann þess.
4. gr.
Afsláttur er hlutfallslegur af heildartekjum þ.e. tekjum sem mynda álagningarstofn tekjuskatts-útsvars og fjármagnstekjuskatts, eins og þesssar tekjur voru á næsta ári á undan álagningarári. Miðað er við sameiginlegar tekjur hjóna og samskattaðs sambýlisfólks. Viðmiðunarfjárhæðirnar skulu framreiknaðar árlega með tilliti til breytinga á launavísitölu frá upphafi til loka þess tekjuárs sem miðað er við hverju sinni.

5. gr.
Framkvæmd útreiknings afsláttar fer þannig fram að gögn eru sótt til RSK um það hverjir eigi rétt á afslætti og hverjar tekjur þeirra voru á næsta ári á undan álagningarárinu. Þegar nýtt skattframtal liggur fyrir á álagningarári er heimilt að endurreikna afslátt þeirra er þess óska og leiðrétta í samræmi við nýjar forsendur.

6. gr.
Tekjumörk eru sem hér segir:
1. Fyrir einstakling:
a. Brúttótekjur 2012 allt að 3.220 þús. kr. 100% niðurf.
b. Brúttótekjur 2012 allt að 3.811 þús. kr. 70% niðurf.
c. Brúttótekjur 2012 allt að 4.327 þús. kr. 30% niðurf.

2. Fyrir hjón, sem bæði eru ellilífeyrisþegar:
a. Brúttótekjur 2012 allt að 3.874 þús. kr. 100% niðurf.
b. Brúttótekjur 2012 allt að 4.681 þús. kr. 70% niðurf.
c. Brúttótekjur 2012 allt að 5.307 þús. kr. 30% niðurf.

Við mat á niðurfellingu fasteignaskatts af eigin íbúð 75% öryrkja, sem þeir búa í, skal hafa hliðsjón af fyrrgreindum reglum.

3. Sorphirðu-/sorpeyðingargjald, holræsagjald og lóðarleiga verði fellt niður eða lækkað í samræmi við ofangreindar reglur hvað varðar eigin íbúð ellilífeyrisþega og 75% öryrkja, sem þeir svo sannarlega búa í.

Meirihlutinn lagði fram svohljóðandi bókun:
Bæjarstjórn lýsir yfir þungum áhyggjum af þeirri miklu kostnaðaraukningu sem orðið hefur í meðferð sorpmála í sveitarfélaginu.
Lokun sorpbrennslustöðva í sveitarfélaginu sem eingöngu má rekja til ákvörðunar fyrrverandi umhverfisráðherra hafa nú leitt til 77% hækkunar sorpeyðingargjalda.
Bæjarstjórn lýsir ábyrgðinni á kostnaðaraukningu því alfarið á það fólk sem neitaði að skilja sérstöðu Vestmannaeyja og annarra sambærilegra staða þótt á það hefði verið bent á aðdraganda ákvörðun um herferð gegn sorpbrennslustöðvum.
Elliði Vignisson (sign)
Páley Borgþórsdóttir (sign)
Páll Marvin Jónsson (sign)

Gjaldskráin var samþykkt með sjö samhljóða atkvæðum.

 

   

3.

201312006F - Umhverfis- og skipulagsráð Vestmannaeyja nr. 197 frá 18. desember s.l.

 

Liður 1 liggur fyrir til umræðu og staðfestingar.
Liðir 2-5 liggja fyrir til staðfestingar.

 

Liður 1 var samþykktur með sjö samhljóða atkvæðum. Páley Borgþórsdóttir gerði grein fyrir atkvæði sínu.
liðir 2-5 voru samþykktir með sjö samhljóða atkvæðum.

 

   

4.

201312004F - Framkvæmda- og hafnarráð Vestmannaeyja nr. 159 frá 3. des. s.l.

 

Liðir 1-3 liggja fyrir til staðfestingar.

 

Lliðir 1-3 voru samþykktir með sjö samhljóða atkvæðum.

 

   

5.

201312001F - Bæjarráð Vestmannaeyja nr. 2969 frá 5. desember s.l.

 

Liðir 1-3 liggja fyrir til staðfestingar.
Liður 4 liggur fyrir til kynningar.

 

Liðir 1-3 voru samþykktir með sjö samhljóða atkvæðum.

 

   

6.

201311012F - Umhverfis- og skipulagsráð Vestmannaeyja nr. 196 frá 6. desember s.l.

 

Liðir 1-9 liggja fyrir til staðfestingar.

 

Liðir 1-9 voru samþykktir með sjö samhljóða atkvæðum.

 

   

7.

201312005F - Fræðslu- og menningarráð nr. 262 frá 10. desember s.l.

 

Liðir 1-5 liggja fyrir til staðfestingar.

 

Liðir 1-5 voru samþykktir með sjö samhljóða atkvæðum.

 

   

8.

201312002F - Fjölskyldu- og tómstundaráð nr. 139 frá 11. desember s.l.

 

Liðir 1-3 liggja fyrir til staðfestingar.

 

Liðir 1-3 voru samþykktir með sjö samhljóða atkvæðum.

 

   

 

 

 

 

 

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 19.08

 

 

Vestmannaeyjabær | Ráðhúsinu | Bárustíg 15 | 900 Vestmannaeyjum | Sími: 488 2000 | postur@vestmannaeyjar.is | Kt.: 690269-0159