10.12.2013

Fræðslu- og menningarráð - 262

 
 Fræðslu- og menningarráð - 262. fundur

 

haldinn í fundarsal Ráðhúss,

10. desember 2013 og hófst hann kl. 16.30

 

 

Fundinn sátu:

Trausti Hjaltason, Sigurlaug Björk Böðvarsdóttir, Hildur Sólveig Sigurðardóttir, Elsa Valgeirsdóttir, Björgvin Eyjólfsson, Jón Pétursson, Erna Jóhannesdóttir, Sigurlás Þorleifsson og Helga Tryggvadóttir.

 

Fundargerð ritaði:  Erna Jóhannesdóttir, fræðslufulltrúi

 

Hildur Jóhannsdóttir,sat fundinn sem áheyrarfulltrúi grunnskólans. Dóra Guðrún Þórarinsdóttir og Ingibjörg Jónsdóttir voru gestir fundarins. Áheyrnarfulltrúar yfirgáfu fundinn eftir 4.mál.

 

Dagskrá:

 

1.

201312020 - Pisa niðurstöður

 

Framkvæmdastjóri fjölskyldu- og fræðslusviðs greindi frá niðurstöðum PISA rannsóknarinnar frá 2012.

 

Ráðið þakkar kynninguna. Einungis var fjallað almennt um niðurstöður PISA rannsóknarinnar, en ekki einstök sveitarfélög eða grunnskóla. Þau gögn liggja ekki fyrir að svo stöddu, en verða til umfjöllunar þegar þau verða birt.

 

   

2.

200706209 - Samræmd próf.

 

Farið var yfir fyrstu niðurstöður samræmdra könnunarprófa 2013.

 

Fræðslufulltrúi fjallaði um niðurstöður samræmdra könnunarprófa 2013. Þar sem normaldreifðar tölur hafa ekki birst ennþá, er ekki möguleiki að bera saman árangur ólíkra árganga eða sveitarfélaga. Niðurstöðurnar sem nú voru kynntar sýndu stöðu nemenda í GRV í 4.,7., og 10. bekk. Áhyggjur vekur að svo virðist sem árangri nemenda fari aftur eftir því sem ofar dregur í aldursstigum. Ráðið mun halda áfram fylgjast vel með framgangi mála. Ráðið leggur til að stjórnendur og kennarar grunnskólans, í samráði við skólaskrifstofu, rýni í niðurstöður með það í huga að leita allra leiða til að snúa þróuninni til betri vegar.

 

   

3.

201312021 - Kynning frá Grunnskóla Vestmannaeyja.

 

Dóra Guðrún Þórarinsdóttir kynnti verkefni sitt um jákvæða sálfræði.

 

Ákveðið hefur verið að fá aðila frá Grunnskóla Vestmannaeyja til að koma á fundi fræðsluráðs í því skyni að kynna hið fjölbreytta og öfluga starf sem unnið er innan veggja skólans. Slíkar kynningar eru mikilvægar til að tengja ráðið við það sem er að gerast í skólanum og auðveldar því jafnframt að leita leiða til að efla enn frekar starf GRV. Skólastarfið er lifandi og í stöðugri þróun og því er mikilvægt að fá starfsmenn skólans til að segja frá og veita upplýsingar um sem flesta þætti fræðslumála. Dóra Guðrún Þórarinsdóttir reið á vaðið og kynnti verkefni sem hún hefur unnið að og svaraði spurningum nefndarmanna. Ráðið þakkar Dóru Guðrúnu fyrir skemmtilega og greinargóða kynningu.

 

   

4.

201312019 - Áherslur í umræðu um skólamál

 

Fræðslufulltrú greindi frá helstu áherslum um skólamál sem fram komu á umræðufundi Grunns, samtaka skóla- og fræðsluskrifstofa.

 

Ráðið þakkar kynninguna.

 

   

5.

201311030 - Fyrirhugaðar breytingar á fræðslu og menningarráði

 

Bæjarstjóri kom og kynnti fyrirhugaðar breytingar fyrir ráðinu á síðasta fundi þess. Breytingarnar fela það í sér að menningarmálin flytjist yfir til bæjarráðs. Ráðið telur fullgild rök vera fyrir þessum breytingum m.a. eru málefni ferðaþjónustunar færð undir bæjarráð nýverið og telur ráðið heppilegt að menningarmálin séu rædd í sama ráði og ferðaþjónustan. Telja má að ákveðin tækifæri séu framundan í menningartengdri ferðaþjónustu með tilkomu Sagnheima og Eldheima. Einnig hefur ferða- og menningarmálafulltrúi Vestmannaeyjabæjar bæði málefnin á sinni könnu og fellur því breytingin vel að því starfi. Ráðið er því sammála fyrirhugaðri breytingu á fræðslu- og menningarráði.

 

   

 

 

 

 

 

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18.30

Vestmannaeyjabær | Ráðhúsinu | Bárustíg 15 | 900 Vestmannaeyjum | Sími: 488 2000 | postur@vestmannaeyjar.is | Kt.: 690269-0159