03.12.2013

Framkvæmda- og hafnarráð - 159

 
 Framkvæmda- og hafnarráð Vestmannaeyja - 159. fundur
 
haldinn í fundarherbergi Umhverfis- og framkvæmdasviðs,
3. desember 2013 og hófst hann kl. 15:30
 
 
Fundinn sátu:
Arnar Sigurmundsson formaður, Stefán Óskar Jónasson, Jón Árni Ólafsson, Bergvin Oddsson, Íris Róbertsdóttir, Sveinn Rúnar Valgeirsson, Ólafur Þór Snorrason, Andrés Þorsteinn Sigurðsson.
 
Fundargerð ritaði: Ólafur Þór Snorrason, framkvæmdastjóri umhverfis- og framkvæmdasviðs
 
 
 
Dagskrá:
 
1. 201312007 - Gjaldskrá Vestmannaeyjahafnar 2014
Fyrir lá tillaga að gjaldskrá Vestmannaeyjahafnar fyrir árið 2014.
Ráðið samþykkir fyrirliggjandi gjaldskrá fyrir 2014 en hún gerir ráð fyrir óbreyttu 1,28% aflagjaldi en 3,9% hækkun á aðra liði gjaldskrár Vestmannaeyjahafnar sem eru verðlagsbreytingar á yfirstandi ári.
 
2. 201207015 - Eldheimar sýningarskáli, bygging og eftirlit
Fyrir lá verkfundargerð Eldheima nr. 20 frá 29.nóv 2013 en í henni kemur m.a. fram að samið hafið verið við Steina og Olla ehf. um innanhússfrágang.
Ráðið samþykkir fyrirliggjandi verkfundagerð.
 
3. 201205078 - Flotbryggja fyrir farþegabáta af skemmtiferðaskipum norðan Eiðis
Ráðið samþykkir að fela Andrési Þ Sigurðssyni að fram fari sjónmælingar á hugsanlegri aðstöðu fyrir flotbryggju norðan Eiðis sumarið 2014 með það í huga að hafa betri upplýsingar fyrir endanlega ákvörðun.
 
 
 
 
 
 
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17.10
 
Vestmannaeyjabær | Ráðhúsinu | Bárustíg 15 | 900 Vestmannaeyjum | Sími: 488 2000 | postur@vestmannaeyjar.is | Kt.: 690269-0159