21.11.2013

Bæjarstjórn - 1480

 
 Bæjarstjórn Vestmannaeyja - 1479. fundur

 

haldinn í fundarsal Ráðhúss,

21. nóvember 2013 og hófst  kl. 18.00

 

 

Fundinn sátu:

Gunnlaugur Grettisson, Elliði Vignisson, Páley Borgþórsdóttir, Páll Marvin Jónsson, Jórunn Einarsdóttir, Sigurlaug Björk Böðvarsdóttir og Kristín Jóhannsdóttir.

 

Fundargerð ritaði:  Sigurbergur Ármannsson, fjármálastjóri.

 

         Dagskrá:

1.                       201307002  - Fjárhagsáætlun Vestmannaeyjabæjar 2014

– SÍÐARI UMRÆÐA –

 

Elliði Vignisson bæjarstjóri gerði grein fyrir fyrirhuguðum framkvæmdum og sérsamþykktum sem bæst hafa við á milli umræðna. Gengið var til atkvæða um fjárhagsáætlun árisn 2014 og niðurstöður hennar.

 

Fjárhagsáætlun Sveitarsjóðs Vestmannaeyja 2014:

Tekjur alls kr.                                                            3.209.677.000

Gjöld alls fyrir fjármagnsliði kr:                                 3.208.161.000

Rekstrarniðurstaða, jákvæð kr.                                   129.506.000

Veltufé frá rekstri kr:                                                   436.722.000

Afborganir langtímalána kr:                                            25.294.000

Handbært fé í árslok kr:                                            2.138.060.000

 

 

 

Fjárhagsáætlun B-hluta bæjarsjóðs Vestmannaeyja 2014:

Rekstrarniðurstaða Hafnarsjóðs, hagnaður kr:             55.331.000

Rekstrarniðurstaða Fráveitu kr.                                                     0

Rekstrarniðurstaða Félagslegra íbúða, tap kr.:             -77.466.000

Rekstrarniðurstaða Náttúrustofu Suðurlands:                               0

Rekstrarniðurstaða Hraunbúða, tap kr.:                       -25.044.000

Rekstrarniðurstaða Kertaverksmiðju kr.:                                       0

Veltufé frá rekstri, kr.:                                                                 81.490.000

Afborganir langtímalána, kr.:                                          27.383.000

 

Fjárhagsáætlun samstæðu Vestmannaeyja 2014:

Tekjur alls kr.:                                                           4.092.201.000

Gjöld alls kr.:                                                             4.050.013.000

Rekstrarniðurstaða, hagnaður kr.:                                 82.327.000

Veltufé frá rekstri kr.:                                                   518.212.000

Afborganir langtímalána kr.:                                         52.677.000

Handbært fé í árslok kr.:                                           2.138.060.000

 

Tveir fulltrúar V-listans lögðu eftirfarandi bókun fram:

Vegna útsvarslækkunar er vert að nefna að við teljum að eðlilegra hefði verið að efla þjónustu. Hægt væri að auka og styrkja æskulýðs- og forvarnarstarf. Auka niðurgreiðslur vegna dagforeldra, lækka matarkostnað í leik- og grunnskólum og byggja upp trausta þjónustu aldraðra og fatlaðra svo eitthvað sé nefnt.

 

Jórunn Einarsdóttir (sign)

Sigurlaug Böðvarsdóttir (sign)

 

Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokks lögðu fram eftirfarandi bókun.

Bæjarfulltrúar meirihluta Sjálfstæðismanna telja bæjarbúa best til þess fallna að velja sjálfir hvernig þeir fara með tekjur sínar.  Þess vegna vilja þeir ætíð leita leiða til að sinna rekstri sveitarfélagsins með það í huga að sem minnst þurfi að seilast í vasa bæjarbúa.  Meirihluti Sjálfstæðismanna fagnar því sérstaklega að núna eftir 8 ára stjórn Sjálfstæðismanna skuli Vestmannaeyjabær geta tekið lægra hlutfall af tekjum bæjarbúa.

Ástæða er til að minna á að fyrsta verk núverandi meirihluta þegar hann tók við rekstri bæjarins fyrir um 8 árum var að taka lán til að greiða laun.  Þá var sveitarfélagið eitt hið skuldsettasta á landinu.  Þjónusta var þá mun lakari en nú, íbúum fækkaði ár eftir ár, svigrúm til framkvæmda var lítið og vart hægt að sinna viðhaldi á eignum.  Núna í lok kjörtímabils er Vestmannaeyjabær ekki bara nánast skuldlaus heldur mælast íbúar í Vestmannaeyjum meðal þeirrra ánægðustu á landinu öllu þegar spurt er út í þjónustu sveitarfélagsins.  Þjónustan er því góð og íbúum fjölgar ár eftir ár.  Það er því sérstök ánægja að rekstur Vestmannaeyjabæjar sé nú orðinn það góður að hægt er að taka lægra hlutfall af sértekjum bæjarbúa án þess að það bitni á þjónustu eða rekstri.

 

Elliði Vignisson (sign)

Gunnlaugur Grettisson (sign)

Páley Borgþórsdóttir (sign)

Páll Marvin Jónsson (sign)

 

 

Fjárhagsáætlun Vestmannaeyjabæjar og stofnana fyrir árið 2014 var samþykkt með sjö samhljóða atkvæðum.

 

 

 

2.            201310072 – Þriggja ára áætlun Vestmannaeyjabæjar 2015-2017

– SÍÐARI UMRÆÐA

 

Þriggja ára áætlun Vestmannaeyjabæjar og stofnana fyrir árin 2015 – 2017 var samþykkt með sjö samhljóða atkvæðum.

 

 

3.    201311001F – Umhverfis- og skipulagsráð Vestmannaeyja nr. 194 frá 5. nóvemer s.l.

Liður 1 liggur fyrir til umræðu og staðfestingar.

Liðir 2 - 5 liggja fyrir til staðfestingar

Liður 1 var samþykktur með sex atkvæðum, Páley Borgþórsdóttir sat hjá við atkvæðagreiðslu.

Liðir 2 - 5 voru samþykktir með sjö samhljóða atkvæðum.

 

4.    201311002F – Fjölskyldu og tómstundarráð nr. 137 frá 6. nóvember s.l.

Liðir 1 – 4 liggja fyrir til staðfestingar.

Liðir 1 – 4 voru samþykktir með sjö samhljóða atkvæðum.

 

5.    201311006F – Bæjarráð Vestmannaeyja nr. 2968 frá 13. nóvember s.l.

Liðir 1 – 5 liggja fyrir til staðfestingar.

Liðir 1 – 5 voru samþykktir með sjö samhljóða atkvæðum.

 

 

6.    201311009F – Framkvæmda- og hafnarráð Vestmannaeyja nr. 158 frá 13. nóvember s.l.

Liðir 1 – 4 liggja fyrir til staðfestingar.

Liðir 1 – 4 voru samþykktir með sjö samhljóða atkvæðum.

 

 

7.    20131...F – Fræðslu- og menningarráð nr. 261  frá 14. nóvember s.l.

Liðir 1 – 3 liggja fyrir til staðfestingar.

Liðir 1 – 3 voru samþykktir með sjö samhljóða atkvæðum.

 

 

Fleira ekki gert, fundi slitið kl:            19:17

 

 

 
 

 

Vestmannaeyjabær | Ráðhúsinu | Bárustíg 15 | 900 Vestmannaeyjum | Sími: 488 2000 | postur@vestmannaeyjar.is | Kt.: 690269-0159