14.11.2013

Framkvæmda- og hafnarráð - 158

 
 
Framkvæmda- og hafnarráð Vestmannaeyja - 158. fundur
 
haldinn í fundarherbergi Umhverfis- og framkvæmdasviðs,
13. nóvember 2013 og hófst hann kl. 16:00
 
 
Fundinn sátu:
Arnar Sigurmundsson formaður, Stefán Óskar Jónasson, Jón Árni Ólafsson, Íris Róbertsdóttir, Sveinn Rúnar Valgeirsson, Guðmundur Þ B Ólafsson, Ragnar Þór Baldvinsson, Ólafur Þór Snorrason.
 
Fundargerð ritaði: Ólafur Þór Snorrason, framkvæmdastjóri umhverfis- og framkvæmdasviðs
 
 
 
Dagskrá:
 
1. 201307002 - Fjárhagsáætlun Vestmannaeyjabæjar 2014
Farið var yfir tölur í rekstri brunamála og almannavarna, Þjónustumiðstöðvar og viðhalds fasteigna og horfur þeirra málaflokka fyrir árið 2014.
 
2. 201310068 - Fjárhagsáætlun Vestmannaeyjahafnar 2014
Fyrir lá fjárhagsáætlun Hafnarsjóðs Vestmannaeyja 2014 eins og hún var afgreidd við fyrri umræðu í bæjarstjórn.
Breytingar sem ráðið samþykkti á tekjum og útgjöldum á milli umræðna. Útgjöldin varða einkum viðhald á hafnarmannvirkjum, slipptöku Lóðsins o.fl. Niðurstaðan hefur ekki áhrif á heildarniðurstöðu rekstrar Vestmannaeyjahafnar fyrir árið 2014. Þá samþykkti ráðið að 52,5 milljónir við að ljúka framkvæmdum við Binnabryggju og til kaupa á slökkvibúnaði fyrir Lóðsinn.
Ráðið samþykkir að vísa fjárhagsáætlun Hafnarsjóðs Vestmannaeyja 2014 til seinni umræðu í bæjarstjórn Vestmannaeyja.
 
3. 201207015 - Eldheimar sýningarskáli, bygging og eftirlit
Fyrir lá verkfundargerð vegna Eldheima nr. 19 frá 6. nóvember 2013.
Ráðið samþykkir fyrirliggjandi fundargerð.
 
 
 
4. 201311039 - Tilboð í innanhússframkvæmdir Eldheimum
Fimmtudaginn 31.okt 2013 voru opnuð tilboð í innanhússfrágang í Eldheimum.
Eitt tilboð barst í verkið og var það frá Steina og Olla ehf. Kr. 269.548.019
Kostnaðaráætlun var kr. 249.317.477
Ráðið hafnar tilboðinu og felur framkvæmdastjóra að ganga til viðræðna við verktaka um framgang verksins.
 
 
 
 
 
 
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18.50
 
Vestmannaeyjabær | Ráðhúsinu | Bárustíg 15 | 900 Vestmannaeyjum | Sími: 488 2000 | postur@vestmannaeyjar.is | Kt.: 690269-0159