31.10.2013

Bæjarstjórn - 1479

 
 Bæjarstjórn Vestmannaeyja - 1479. fundur

 

haldinn í fundarsal Ráðhúss,

31. október 2013 og hófst  kl. 12.30

 

 

Fundinn sátu:

Gunnlaugur Grettisson, Elliði Vignisson, Páley Borgþórsdóttir, Páll Marvin Jónsson, Jórunn Einarsdóttir, Sigurlaug Björk Böðvarsdóttir og Stefán Óskar Jónasson.

 

Fundargerð ritaði:  Rut Haraldsdóttir, framkvæmdastjóri Stjórnsýslu- og fjármálasviðs.

 

Leitast var eftir því að taka inn með afbrigðum fundargerð bæjarráðs nr. 2967 frá 30. október s.l.

Var það samþykkt með sjö samhljóða atkvæðum.

 

Dagskrá:

 

1.

201307002 - Fjárhagsáætlun Vestmannaeyjabæjar 2014

 

- FYRRI UMRÆÐA -

 

Elliði Vignisson bæjarstjóri hafði framsögu um fjárhagsáætlun Vestmannaeyjabæjar og stofnana hans fyrir árið 2014 og gerði grein fyrir henni í ítarlegri greinargerð sem lögð var fram.
Helstu tölur í fjárhagsáætlun 2014
Sveitarsjóður:
Tekjur alls kr. 3.189.679.000
Gjöld alls fyrir fjármagnsliði kr. 3.188.005.000
Rekstrarniðurstaða,jákvæð kr. 129.664.000
Veltufé frá rekstri kr. 428.317.000
Afborganir langtímalána kr. 25.294.000
Handbært fé í árslok kr. 2.154.856.000


Fjárhagsáætlun B-hluta bæjarsjóðs Vestmannaeyjabæjar 2014:

Rekstrarniðurstaða Hafnarsjóðs, hagnaður kr. 38.632.000
Rekstrarniðurstaða Fráveitu, kr. 0
Rekstrarniðurstaða Félagslegra íbúða, tap kr. -78.806.000
Náttúrustofa Suðurlands kr. 0
Hraunbúðir, hjúkrunarheimili, tap kr. -19.934.000
Heimaey - kertaverksmiðja, kr. 0


Fjárhagsáætlun samstæðu Vestmannaeyja 2014:

Tekjur alls kr. 4.036.639.000
Gjöld alls kr. 4.007.222.000
Rekstrarniðurstaða, jákvæð kr. 69.556.000
Veltufé frá rekstri kr. 497.008.000
Afborganir langtímalána kr. 52.677.000
Handbært fé í árslok kr. 2.154.856.000

Samþykkt var með sjö samhljóða atkvæðum að vísa fjárhagsáætlun ársins 2014 til síðari umræðu í bæjarstjórn.

 

   

2.

201310072 - Þriggja ára áætlun Vestmannaeyjabæjar 2015-2017

 

-FYRRI UMRÆÐA-

 

Elliði Vignisson bæjarstjóri hafði stutta framsögu um þriggja ára áætlun Vestmannaeyjabæjar og stofnana hans fyrir árin 2015-2017
Samþykkt var með sjö samhljóða atkvæðum að vísa þriggja ára áætlun 2015-2017 til síðari umræðu í bæjarstjórn.

 

   

3.

201310071 - Kosning nefndarmanna í fræðslu- og menningarráð

 

Kosning nefndarmanna í fræðslu- og menningarráði.

 

Trausti Hjaltason tekur við formennsku í fræðslu-og menningarráði í stað Hildar Sólveigar Sigurðardóttir, mun hún taka sæti Trausta í nefndinni.
Var það samþykkt með sjö samhljóða atkvæðum.
Jórunn Einarsdóttir víkur úr nefndinni sem varaformaður í hennar stað kemur Sigurlaug Böðvarsdóttir.
Var það samþykkt með sjö samhljóða atkvæðum.

 

   

4.

201310011F - Bæjarráð Vestmannaeyja nr 2967 frá 30. október s.l.

 

Fundargerðin var til umræðu og staðfestingar.

 

Liður 1 var samþykktur með sjö samhljóða atkvæðum.
Liður 2 var samþykktur með sjö samhljóða atkvæðum.
Liður 3 var samþykktur með sjö samhljóða atkvæðum.
Liður 4 var samþykktur með sjö samhljóða atkvæðum

Jórunn Einarsdóttir sat hjá við afgreiðslu málsins í bæjarráði og lagði fram eftirfarandi bókun vegna þess:
Undirrituð situr hjá við afgreiðslu málsins. Ég tel mikilvægt að verkefni sveitarfélagsins séu ekki færð á of fáar hendur. Ég tel að slíkt geti leitt til aukinnar miðstýringar og komið í veg fyrir valddreifingu sem ég tel vera lykilinn að góðri stjórnsýslu.
Jórunn Einarsdóttir.
Fulltrúar D-listans lögðu fram eftirfarandi bókun vegna 4. máls í fundargerðinni:
Meirihluti bæjarstjórnar ítrekar þau rök sem færð eru í meðferð málsins og telur bæjarráð heppilegast til að fara með forræði menningarmála.
Þá furðar merihluti bæjarstjórnar sig á þeim rökum að það dragi úr lýðræði að fela kjörnum fulltrúum forræði mikilvægra mála.
Að lokum bendir meirihluti oddvita minnihlutans á að kostnaður við að stofna sérstakt ráð eins og oddviti minnihlutans leggur til er sennilega um 7-10 milljónir á ári. Það er auðvelt að leggja til útgjöld en erfiðara að sinna ábyrgum rekstri. Því óskar meirihlutinn eftir því að oddviti V listans leggi fram hugmyndir um hvar skal skera niður í rekstri málaflokksins til að mæta þessum útgjöldum.
Elliði Vignisson
Páll Marvin Jónsson
Páley Borgþórsdóttir
Gunnlaugur Grettisson

Liður 5 var samþykktur með sjö samhljóða atkvæðum
Liður 6 var samþykktur með sjö samhljóða atkvæðum

 

   

5.

201309010F - Fjölskyldu- og tómstundaráð nr. 135 frá 25. september s.l.

 

Liðir 3 og 4 liggja fyrir til umræðu og staðfestingar.
Liðir 1 og 2 liggja fyrir til staðfestingar.

 

Liður 3 var samþykktur með sjö samhljóða atkvæðum.
Liður 4 var samþykktur með sjö samhljóða atkvæðum.
Liðir 1 og 2 voru samþykktir með sjö samhljóða atkvæðum.

 

   

6.

201309013F - Umhverfis- og skipulagsráð Vestmannaeyja nr. 192 frá 30. september s.l.

 

Liður 1 liggur fyrir til umræðu og staðfestingar.
Liðir 2-8 liggja fyrir til staðfestingar.

 

Liður 1 var samþykktur með sjö samhljóða atkvæðum.
Liðir 2-8 voru samþykktir með sjö samhljóða atkvæðum.

 

   

7.

201309014F - Bæjarráð Vestmannaeyja nr. 2965 frá 1. október s.l.

 

Liður 7 liggur fyrir til umræðu og staðfestingar.
Liðir 1-6, 8 og 9 liggja fyrir til staðfestingar.

 

Liður 7 var samþykktur með sjö samhljóða atkvæðum.
Liðir 1-6, 8 og 9 voru samþykktir með sjö samhljóða atkvæðum.

 

   

8.

201310001F - Framkvæmda- og hafnarráð Vestmannaeyja nr. 156 frá 3. október s.l.

 

Liðir 1-6 liggja fyrir til staðfestingar.

 

Liðir 1-6 voru samþykktir með sjö samhljóða atkvæðum.

 

   

9.

201310002F - Fjölskyldu- og tómstundaráð nr. 136 frá 9. október s.l.

 

Liður 5 liggur fyrir til umræðu og staðfestingar.
Liðir 1-3 liggja fyrir til staðfestingar.
Liður 4 liggur fyrir til kynningar.

 

Liður 5 var hann samþykktur með sjö samhljóða atkvæðum.
Liðir 1-3 voru samþykktir með sjö samhljóða atkvæðum.

 

   

10.

201310005F - Umhverfis- og skipulagsráð Vestmannaeyja nr. 193 frá 14. október s.l.

 

Liðir 1 og 6 liggja fyrir til umræðu og staðfestingar.
Liðir 2-7 og 8 liggja fyrir til staðfestingar.

 

Liðir 1 og 6 voru samþykktir með sjö samhljóða atkvæðum.
Liður 4 var samþykktur með sex atkvæðum en Páley Borgþórsdóttir vék af fundi við afgreiðslu málsins.
2,3,5,7 og 8 voru samþykktir með sjö samhljóða atkvæðum.

 

   

11.

201310006F - Bæjarráð Vestmannaeyja nr. 2966 frá 18. október s.l.

 

Liður 1 liggur fyrir til umræðu og staðfestingar.
liðir 2-7 liggja fyrir til staðfestingar.

 

Liður 1 var samþykktur með sjö samhljóða atkvæðum.
Liðir 2-7 voru samþykktir með sjö samhljóða atkvæðum.

 

   

12.

201310009F - Framkvæmda- og hafnarráð Vestmannaeyja nr. 157 frá 23. október s.l.

 

Liðir 1-5 liggja fyrir til staðfestingar.

 

Liður 1-5 voru samþykktir með sjö samhljóða atkvæðum.

 

   

13.

201310008F - Fræðslu- og menningarráð nr. 260 frá 24. október s.l.

 

Liðir 1-7 liggja fyrir til staðfestingar.

 

Liðir 1-7 voru samþykktir með sjö samhljóða atkvæðum.

 

   

 

 

 

 

 

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 14.55

 

 

 

Vestmannaeyjabær | Ráðhúsinu | Bárustíg 15 | 900 Vestmannaeyjum | Sími: 488 2000 | postur@vestmannaeyjar.is | Kt.: 690269-0159