24.10.2013

Fræðslu- og menningarráð - 260

 
 Fræðslu- og menningarráð - 260. fundur

 

haldinn í fundarsal Ráðhúss,

24. október 2013 og hófst hann kl. 16.30

 

 

Fundinn sátu:

Hildur Sólveig Sigurðardóttir, Elsa Valgeirsdóttir, Trausti Hjaltason, Björgvin Eyjólfsson, Sigurlaug Björk Böðvarsdóttir, Jón Pétursson, Erna Jóhannesdóttir, Sigurlás Þorleifsson, Helga Björk Ólafsdóttir og Helga Tryggvadóttir.

 

Fundargerð ritaði:  Erna Jóhannesdóttir, fræðslufulltrúi

 

Trausti Hjaltason tilkynnti að hann væri að taka við sem formaður ráðsins. Engin andmæli bárust við því.

Hildur Jóhannsdóttir sat fundinn sem áheyrnarfulltrúi foreldra grunnskólabarna og Herdís Rós Njálsdóttir sat fundinn sem áheyrnarfulltrúi starfsmanna leikskóla. Áheyrnarfulltrúar grunnskólans yfirgáfu fundinn eftir annað mál. Helga Björk Ólafsdóttir skólastjóri Sóla sat fundinn í þriðja máli.

 

Dagskrá:

 

1.

201302012 - Haustskýrsla GRV

 

Skólastjóri GRV greinir frá starfi haustannar 2013

 

Ráðið þakkar kynninguna. Ráðið hrósar jafnframt starfsfólki og nemendum allra skólastiga sérstaklega fyrir "græna vinadaginn", sem var hluti af Olweusardeginum, en af því tilefni var farin 700 manna skrúðganga gegn einelti þann 16. október s.l.

 

   

2.

201310060 - Starfsáætlun Grunnskóla Vestmannaeyja

 

Starfsáætlun GRV skólaárið 2013-2014 lögð fram.

 

Ráðið þakkar kynninguna.

 

   

3.

201212028 - Starfsáætlanir leikskóla

 

Starfsáætlanir leikskólanna lagðar fram til kynningar.

 

Ráðið þakkar kynninguna.

 

   

4.

201310057 - Stofnskrá Sagnheima

 

Stofnskrá Sagnheima lögð fram til kynningar.

 

Stofnskrá Sagnheima kynnt og undirrituð af ráðinu.

 

   

5.

201310056 - Stofnskrá Sæheima

 

Stofnskrá Sæheima lögð fram til kynningar.

 

Stofnskrá Sæheima kynnt og undirrituð af ráðinu.

 

   

6.

201310059 - Stýrihópur um 100 ára fæðingarafmæli Ása í Bæ.

 

27. febrúar á næsta ári er 100 ára fæðingarafmæli Ása í Bæ. Ráðið leggur til að stofnaður verði stýrihópur til að fara fyrir aðkomu Vestmannaeyjabæjar. Ráðið beinir því til stýrihópsins að setja saman dagskrá af þessu tilefni, sem nær hámarki í kringum Sjómannadaginn. Ráðið leggur til að stýrihópinn skipi: Kári Bjarnason, Kristín Jóhannsdóttir, Ásmundur Friðriksson, Gunnlaugur Ástgeirsson og Helga Hallbergsdóttir.

 

   

7.

200706213 - Trúnaðarmál.

 

Fundargerð trúnaðarmála færð í sérstaka trúnaðarmálabók.

 

Eitt mál tekið fyrir.

 

   

 

 

 

 

 

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18.00

 

Vestmannaeyjabær | Ráðhúsinu | Bárustíg 15 | 900 Vestmannaeyjum | Sími: 488 2000 | postur@vestmannaeyjar.is | Kt.: 690269-0159