23.10.2013

Framkvæmda- og hafnarráð - 157

 
Framkvæmda- og hafnarráð Vestmannaeyja - 157. fundur
 
haldinn í fundarherbergi Umhverfis- og framkvæmdasviðs,
23. október 2013 og hófst hann kl. 16.00
 
Fundinn sátu:
Arnar Sigurmundsson formaður, Stefán Óskar Jónasson, Íris Róbertsdóttir, Sigurjón Ingvarsson, Þorbjörn Víglundsson, Ólafur Þór Snorrason, Andrés Þorsteinn Sigurðsson.
 
Fundargerð ritaði: Ólafur Þór Snorrason, framkvæmdastjóri umhverfis- og framkvæmdasviðs
 
Andrés Þ Sigurðsson sat fundinn undir máli 1-4.
 
Dagskrá:
 
1. 201310068 - Fjárhagsáætlun Vestmannaeyjahafnar 2014
Farið yfir drög að fjárhagsáætlun Hafnarsjóðs/Vestmannaeyjahafnar fyrir árið 2014
Ráðið samþykkir að vísa fjárhagsáætlun Hafnarsjóðs/Vestmannaeyjahafnar fyrir árið 2014 til fyrri umræðu í bæjarstjórn Vestmannaeyja.
 
 
2. 201310069 - Komur skemmtiferðaskipa til Vestmannaeyja
Andrés Þ Sigurðsson hafnsögumaður fór yfir komur skemmtiferðaskipa til Vestmannaeyja sumarið 2013 og áætlaðar horfur fyrir árið 2014. Fram kom að 15 skip komu til Vestmannaeyja árið 2013 og áætlaðar komur árið 2014 eru 23 skip.
Ráðið þakkar Andrési fyrir kynninguna.
 
 
3. 201205078 - Flotbryggja fyrir farþegabáta af skemmtiferðaskipum norðan Eiðis
Andrés Þ Sigurðsson greindi frá niðurstöðum sjómælinga á sjólagi við Eiði sem framkvæmt var í sumar með það í huga að koma fyrir aðstöðu fyrir farþegabáta af skemmtiferðaskipum. Fram kom í máli Andrésar að þrátt fyrir erfitt veðurfar í sumar var leiði gott í 68% tilfella og í lagi í 21% tilfella. Að mati Andrésar er hægt atytta siglingu fyrir farþegabáta verulega með því að koma upp aðstöðu norðan Eiðis. Slíkt myndi auka líkur á að skemmtiferðaskip kæmu á legu og farþegar færu í land.
Ráðið þakkar Andrési fyrir greinargóða kynningu og mun málið verða til frekari umræðu á næsta fundi ráðsins.
 
 
4. 201112078 - Endurbætur á Binnabryggju 2012-2013
Fyrir lá lokaúttekt dags. 18.sept. vegna framkvæmda við Binnabryggju á þessu ári. Fram kom að verkþættinum er lokið og heildarkostnaður er kr. 77.134.000. Áætlanir gerðu ráð fyrir 77.399.000.kr.
Ráðið samþykkir fyrirliggjandi lokaúttekt og þakkar þeim sem komu að verkinu.
 
 
5. 201306054 - Úttekt á skipuriti og vinnutilhögun Vestmannaeyjahafnar
Ólafur Þ Snorrason hafnarstjóri greindi frá breytingum á starfsemi Umhverfis- og framkvæmdasviðs og Vestmannaeyjahafnar í kjölfar flutninga á starfsemi sviðsins í Hafnarskrifstofurnar að Skildingavegi.
Ráðið ítrekar samþykkt sína á fyrirhuguðum breytingum á skipuriti.
 
 
  
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17.55
 
 
Vestmannaeyjabær | Ráðhúsinu | Bárustíg 15 | 900 Vestmannaeyjum | Sími: 488 2000 | postur@vestmannaeyjar.is | Kt.: 690269-0159