03.10.2013

Framkvæmda- og hafnarráð - 156

 
Framkvæmda- og hafnarráð Vestmannaeyja - 156. fundur 
haldinn í fundarherbergi Umhverfis- og framkvæmdasviðs,
3. október 2013 og hófst hann kl. 16:00
 
 
Fundinn sátu:
Arnar Sigurmundsson formaður, Stefán Óskar Jónasson, Jón Árni Ólafsson, Íris Róbertsdóttir, Sigurjón Ingvarsson, Ólafur Þór Snorrason.
 
Fundargerð ritaði: Ólafur Þór Snorrason, framkvæmdastjóri umhverfis- og framkvæmdasviðs
 
  
Dagskrá:
 
1. 201310012 - Strandvegur 14A. Umsókn um framkvæmdaleyfi fyrir geymsluporti.
Fyrir lá erindi frá Ísfélagi Vestmannaeyja hf. um leyfi til að girða af geymslusvæði við fiskimjölsversmiðju Ísfélagsins skv. innsendum gögnum. Erindið er sent ráðinu til kynningar
Ráðið samþykkir erindið fyrir sitt leyti.
 
2. 201306054 - Úttekt á skipuriti og vinnutilhögun Vestmannaeyjahafnar
Ólafur Snorrason, hafnarstjóri og frkvstj. UF sviðs fór yfir stöðu mála varðandi breytingu á skipuriti Vestmannaeyjahafnar ásamt breyttri vinnutilhögun sem tekur gildi 1. janúar 2014. Ólafur Snorrason og Rut Haraldsdóttir, frkvstj. fjármála- og stjórnsýslusviðs hafa unnið að málinu. Einnig greindi Ólafur frá kostnaðaráætlun vegna breytinga á húsnæði Hafnarsjóðs Vm. á Básaskersbryggju og mun stjórnstöð, skrifstofur Vestmannaeyjahafnar og Umhverfis- og framkvæmdasviðs Vm.bæjar verða undir sama þaki frá 1. Janúar 2014. Hafnarsjóður Vm. mun kosta breytingar á húsnæðinu og leigja síðan Umhverfis- og framkvæmdasviði hluta húsnæðisins.
Ráðið samþykkir fyrirhugaðar breytingar á skipuriti Vestmannaeyjahafnar sem taka gildi 1.janúar 2014.
Þá samþykkir ráðið að óska eftir 16 milljón króna viðauka við fjárhagsáætlun Hafnarsjóðs 2013 vegna breytinga á húsnæði hafnarinnar, sem verður að loknum breytingum, sameiginleg stjórnstöð og skrifstofa Umhverfis- og framkvæmdasviðs og Vestmannaeyjahafnar frá 1.janúar 2014.
 
3. 201310003 - Aukning á stöðugildi á tæknideild
Ólafur Þór Snorrason gerði grein fyrir ákvörðun bæjarráðs vegna tilfærslu stöðugildis inn á tæknideild Vestmannaeyjabæjar. Gerð grein fyrir helstu viðfangsefnum væntanlegs verkefnastjóra.
 
 
4. 201310013 - Ósk áhugamanna um að fá að gera upp TUXHAM vélina úr grafskipinu og koma henni sýningarhæft ástand.
Formaður og varaformaður greindu frá ósk frá áhugamönnum undir forystu Tryggva Sigurðssonar vélstjóra um að fá afhenta gömlu Tuxham vélina úr grafskipinu og gera hana upp og koma henni í gangfært ástand. Grafskipið, sem var útelt árið 2005 þjónaði Vestmannaeyjahöfn í 70 ár. Vélin var í grafskipinu frá 1935 til 1976 en hefur verið í geymslu síðan. Fyrir liggur jákvæð umsögn forstöðumanns Safnahúss og Sagnheima.
Ráðið samþykkir að afhenda áhugahópnum Tuxham vélina til eignar í núverandi ástandi. Á árinu 2015 verða liðin 80 ár frá því að grafskipið kom til Vestmannaeyja.
 
 
5. 201212069 - Dælustöð fráveitu á Eiði
Fyrir lá verkfundagerð nr.7 vegna dælustöðvar fráveitu Eiði dags. 25.09.2013.
Ráðið samþykkir fyrirliggjandi verkfundagerð
 
 
6. 201309078 - Vigtarreglugerð vegna útflutnings á óunnum fiski.
Ólafur Snorrason hafnarstjóri fór reynsluna frá 1. september sl. þega ný ákvæði í reglugerð um vigtun sjávarafla tók gildi. Þessar nýju vigtarreglur kalla á fjárfestingu Vestmannaeyjahafnar m.a. í færanlegum vigtarbúnaði og hefur verið óskað eftir tilboðum í búnað. Unnið er að útfærslu á verklagi.
 
 
 
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18.00
 
 
 
 
Vestmannaeyjabær | Ráðhúsinu | Bárustíg 15 | 900 Vestmannaeyjum | Sími: 488 2000 | postur@vestmannaeyjar.is | Kt.: 690269-0159