20.09.2013

Bæjarstjórn - 1478

 
 

Bæjarstjórn Vestmannaeyja - 1478. fundur

 

haldinn í fundarsal Ráðhúss,

20. september 2013 og hófst hann kl. 12:00

 

 

Fundinn sátu:

Gunnlaugur Grettisson, Elliði Vignisson, Páley Borgþórsdóttir, Páll Marvin Jónsson, Stefán Óskar Jónasson, Jórunn Einarsdóttir, Kristín Jóhannsdóttir.

 

Fundargerð ritaði:  Rut Haraldsdóttir, framkvæmdastjóri Stjórnsýslu- og fjármálasviðs.

 

Dagskrá:

 

1.

201212068 - Umræða um samgöngumál

 

Bæjarstjórn lýsir yfir miklum áhyggjum af samgöngum á sjó á komandi vetri. Enn eitt árið stendur til að sigla í sömu höfnina á sama skipinu yfir sama veður- og hafsvæðið. Niðurstaðan verður því væntanlega sú sama og verið hefur. Jafnvel þótt nú líti út fyrir að byrjunarörðugleikar vegna hafnarinnar sjálfrar -og þá sérstaklega það sem snýr að sandburði- verði minni en áður, hafa litlar breytingar verið gerðar að öðru leyti. Bæjarstjórn óttast að frátafir vegna ölduhæðar og strauma verði verulegar og minnir á að á meðan siglt er á núverandi Herjólfi með ölduviðmið 2,5 m. verða frátafir vegna ölduhæðar allt að 30 til 40% á tímabilinu nóvember til mars. Væri siglt á skipi sem réði við 3,5 metra ölduhæð færu heildarfrátafir niður í 15% til 20% og tiltölulega fáir heilir dagar myndu falla út.

Bæjarstjórn Vestmannaeyja hefur illu heilli ekki lausnir á vandanum. Annað færara fólk verður að koma með lausnirnar. Ástæða er einnig til að halda því til haga að jafnvel þótt bæjarstjórn hefði lausnirnar þá fer hún ekki með forræði málsins. Slíkt er hjá ríkinu. Bæjarstjórn gerir hinsvegar þá kröfu að samgöngum við Vestmannaeyjar verði svo fljótt sem verða má komið í þann farveg sem samfélagið þarf á að halda. Núverandi ástand er ill þolanlegt.

Ályktun:
Bæjarstjórn felur bæjarstjóra að fá fram upplýsingar um stöðu mála hvað ástand hafnarinnar varðar og hverju rannsóknir seinustu mánaða hafa skilað. Sérstaklega óskar bæjarstjórn upplýsinga um niðurstöður rannsókna á áhrifum lengingar hafnagarða. Þá er einnig óskað eftir upplýsingum um stöðu mála hvað nýsmíði varðar.
Gunnlaugur Grettisson
Elliði Vignisson
Páley Borgþórsdóttir
Páll Marvin Jónsson
Jórunn Einarsdóttir
Kristín Jóhannsdóttir
Stefán Óskar Jónasson

Ályktunin var samþykkt með sjö samhljóða atkvæðum.

 

   

2.

201307006F - Fjölskyldu- og tómstundaráð nr. 131 frá 24. júlí s.l.

 

Liðir 1-8 liggja fyrir til staðfestingar.

 

Liðir 1-8 voru samþykktir með sjö samhljóða atkvæðum.

 

   

3.

201307011F - Bæjarráð Vestmannaeyja nr. 2961 frá 30.júlí s.l.

 

Liðir 2,3 og 5-12 liggja fyrir til staðfestingar.
Liðir 1 og 4 liggja fyrir til kynningar.

 

Liðir 2,3 og 5-12 voru samþykktir með sjö samhljóða atkvæðum.

 

   

4.

201308002F - Fjölskyldu- og tómstundaráð nr. 132 frá 1. ágúst s.l.

 

Liður 1 liggur fyrir til staðfestingar.

 

Liður 1 var samþykktur með sjö samhljóða atkvæðum.

 

   

5.

201308003F - Bæjarráð Vestmannaeyja nr.2962 frá 20. ágúst s.l.

 

Liður 2 liggur fyrir til umræðu og staðfestingar.
Liðir 1 og 3 liggja fyrir til staðfestingar.

 

Liður 2 var samþykktur með sjö samhljóða atkvæðum.
Liðir 1 og 3 voru samþykktir með sjö samhljóða atkvæðum.

 

   

6.

201308005F - Framkvæmda- og hafnarráð Vestmannaeyja nr. 153 frá 26. ágúst s.l.

 

Liðir 1 og 2 liggja fyrir til staðfestingar.

 

Liðir 1 og 2 voru samþykktir með sjö samhljóða atkvæðum.

 

   

7.

201308004F - Umhverfis- og skipulagsráð Vestmannaeyja nr. 190 frá 27.ágúst s.l.

 

Liður 1 liggur fyrir till umræðu og staðfestingar.
Liðir 2-10 liggja fyrir til staðfestingar.

 

Liður 1 var samþykktur með sjö samhljóða atkvæðum.
liðir 2-10 voru samþykktir með sjö samhljóða atkvæðum.

 

   

8.

201308008F - Bæjarráð Vestmannaeyja nr. 2963 frá 28. ágúst s.l.

 

Liður 1 liggur fyrir til staðfestingar.

 

Liður 1 var samþykktur með sjö samhljóða atkvæðum.

 

   

9.

201308006F - Fjölskyldu- og tómstundaráð nr. 133 frá 28. ágúst s.l.

 

Liðir 1-2 liggja fyrir til staðfestingar.

 

Liðir 1-2 voru samþykktir með sjö samhljóða atkvæðum.

 

   

10.

201309001F - Framkvæmda- og hafnarráð Vestmannaeyja nr. 154 frá 3. september s.l.

 

Liður 5 liggur fyrir til umræðu og staðfestingar.
Liðir 2-5 liggja fyrir til staðfestingar.

 

Liður 5 var samþykktur með sjö samhljóða atkvæðum.
Liðir 1-4 voru samþykktir með sjö samhljóða atkvæðum.

 

   

11.

201309002F - Umhverfis- og skipulagsráð Vestmannaeyja nr. 191 frá 10. september s.l.

 

Liðir 1-3 liggja fyrir til umræðu og staðfestingar.
Liðir 4 og 5 liggja fyrir til staðfestingar.

 

Liður 1 var samþykktur með sjö samhljóða atkvæðum.
Liður 2 var samþykktur með sjö samhljóða atkvæðum.
Liður 3 var samþykktur með sex atkvæðum, Páley Borgþórsdóttir vék af fundi við umræðu og afgreiðslu málsins.
Liðir 4-5 voru samþykktir með sjö samhljóða atkvæðum.

 

   

12.

201309004F - Bæjarráð Vestmannaeyja nr. 2964 frá 11. september s.l.

 

Liður 2 liggur fyrir til umræðu og staðfestingar.
Liðir 1-4 liggja fyrir til staðfestingar.

 

Liður 2 var samþykktur með sjö samhljóða atkvæðum.
Liðir 1, 3 og 4 voru samþykktir með sjö samhljóða atkvæðum.

 

   

13.

201309003F - Fjölskyldu- og tómstundaráð nr. 134 frá 11. september s.l.

 

Liðir 1-4 liggja fyrir til staðfestingar.

 

Liðir 1-4 voru samþykktir með sjö samhljóða atkvæðum.

 

   

14.

201309009F - Framkvæmda- og hafnarráð Vestmannaeyja nr. 155 frá 17. september s.l.

 

Liðir 1-4 liggja fyrir til staðfestingar.
Liður 5 liggur fyrir til kynningar.

 

Liðir 1-4 voru samþykktir með sjö samhljóða atkvæðum.

 

   

15.

201309007F - Fræðslu- og menningarráð nr. 259 frá 17. september s.l.

 

Liðir 1-8 liggja fyrir til staðfestingar.

 

Liðir 1-8 voru samþykktir með sjö samhljóða atkvæðum.

 

   

 

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 13:51

Vestmannaeyjabær | Ráðhúsinu | Bárustíg 15 | 900 Vestmannaeyjum | Sími: 488 2000 | postur@vestmannaeyjar.is | Kt.: 690269-0159