17.09.2013

Framkvæmda- og hafnarráð - 155

 
Framkvæmda- og hafnarráð Vestmannaeyja - 155. fundur
 
 
haldinn í fundarherbergi Umhverfis- og framkvæmdasviðs,
17. september 2013 og hófst hann kl. 16:00
 
Fundinn sátu:
Arnar Sigurmundsson formaður, Stefán Óskar Jónasson, Jón Árni Ólafsson, Íris Róbertsdóttir, Sigurjón Ingvarsson, Sveinn Rúnar Valgeirsson, Ólafur Þór Snorrason.
 
Fundargerð ritaði: Ólafur Þór Snorrason, framkvæmdastjóri umhverfis- og framkvæmdasviðs
 
 
Dagskrá:
 
1. 201306054 - Úttekt á skipuriti og vinnutilhögun Vestmannaeyjahafnar
Rut Haraldsdóttir og Ólafur Þór Snorrason fóru yfir fyrirhugaðar breytingar á skipuriti og aðgreiningu starfa við Vestmannaeyjahöfn en nýtt skipurit tekur gildi 1.janúar 2014.
 
 
2. 201212069 - Dælustöð fráveitu á Eiði
Fyrir lá verkfundargerð vegna dælustöðvar Eiði nr.6 frá 3.september 2013
Ráðið samþykkir fyrirliggjandi verkfundargerð.
 
 
3. 201207015 - Eldheimar sýningarskáli, bygging og eftirlit
Fyrir lá verkfundargerð vegna Eldheima nr. 18 frá 10.sept. 2013
Ráðið samþykkir fyrirliggjandi verkfundagerð
 
 
4. 201309078 - Vigtarreglugerð vegna útflutnings á óunnum fiski.
Þann 1.september sl. tók í gildi ný reglugerð um vigtun og skráningu sjávarafla.
Ráðið samþykkir að fela hafnarstjóra að taka saman þann kostnaðarauka sem ný reglugerð felur í sér fyrir Vestmannaeyjahöfn og kynna fyrir ráðinu á næsta fundi.
 
5. 201309077 - Vettvangsferð á framkvæmdasvæðum Vestmannaeyjabæjar og Hafnarsjóðs
Farið í vettvangsferð á nokkur framkvæmdasvæði Vestmannaeyjabæjar og Hafnarsjóðs, Fráveitu á Eiði, Binnabryggju, Vestmannabraut og Eldheima.
 
 
 
 
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:30
 
 
 
Vestmannaeyjabær | Ráðhúsinu | Bárustíg 15 | 900 Vestmannaeyjum | Sími: 488 2000 | postur@vestmannaeyjar.is | Kt.: 690269-0159