17.09.2013

Fræðslu- og menningarráð - 259

 
 Fræðslu- og menningarráð - 259. fundur
 

haldinn í fundarsal Ráðhúss,

17. september 2013 og hófst hann kl. 16:30

 

 

Fundinn sátu:

Hildur Sólveig Sigurðardóttir, Elsa Valgeirsdóttir, Díanna Þyri Einarsdóttir, Trausti Hjaltason, Sigurlaug Björk Böðvarsdóttir, Jón Pétursson, Erna Jóhannesdóttir, Kristín Jóhannsdóttir, Helga Björk Ólafsdóttir.

 

Fundargerð ritaði:  Erna Jóhannesdóttir, fræðslufulltrúi

 

Kristín Ellertsdóttir aðstoðarleikskólastjóri Kirkjugerðis/Víkurinnar og Herdís Rós Njálsdóttir áheyrnarfulltrúi starfsmanna leikskóla sátu fundinn í málefnum leikskólans. Þær yfirgáfu fundinn eftir þriðja mál ásamt Jóni Péturssyni og Emmu Sigurgeirsdóttur. Kristín Jóhannsdóttir kom inn á fundinn í fjórða máli.

 

Dagskrá:

 

1.

200706207 - Frístundaverið.

 

Kynning á málefnum frístundavers.

 

Fræðslu- og menningarráð býður Bryndísi Jóhannesdóttur nýjan forstöðumann frístundaversins velkomna til starfa. Börn sem nýta vistunarúrræði frístundaversins eru nú 58 talsins og hefur þeim fjölgað töluvert frá síðasta skólaári. Ráðið þakkar kynninguna.

 

   

2.

201309062 - Innleiðing aðalnámskrár í Kirkjugerði og Víkinni.

 

Skólastjórnendur kynna stöðuna.

 

Ráðið þakkar greinargóða kynningu og augljóst er að gott og markvisst starf hefur verið unnið við innleiðingu nýrrar aðalnámskrár.

 

   

3.

201309071 - Niðurgreiðslur til forráðamanna vegna barna í daggæslu, leikskólum og frístundaveri.

 

Kynning á stöðu mála.

 

Heildarfjöldi barna í leikskólum er 228. Foreldrar 25% leikskólabarnanna njóta afslátta af vistgjöldum. Foreldrar 40% barna í frístundaveri fá systkinaafslátt af vistgjöldum, en slíkur afsláttur gildir milli barna í daggæslu, leikskóla og frístundavers. Niðurgreiðslur til foreldra vegna daggæslu í heimahúsum hefjast nú við 15 mánaða aldur í stað 18 mánaða aldurs áður. Niðurgreiðsla Vestmannaeyjabæjar er um 48% af vistunarkostnaði hjá daggæsluforeldrum. Ekki er veittur afsláttur af fæðisgjöldum.

 

   

4.

201307052 - Bæjarhátíðarmerki - ósk um styrk

 

Fræðslu- og menningarráð samþykkir að festa kaup á fyrirmynd frímerkisins bæjarhátíðir, Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum, sem framleitt var árið 2013 á 50.000 krónur og mun andvirðið renna óskipt til styrktarsjóðs krabbameinssjúkra barna. Ráðið þakkar listkonunni framlag hennar til menningar- og góðgerðarmála.

 

   

5.

201305021 - Saga kvenna í Vestmannaeyjum - umsókn um styrk

 

Ráðið fagnar framtakinu og því frumkvæði sem höfundur tekur í að skoða nýjar hliðar af menningararfi og sögu Vestmannaeyja með því að einblína á hlut kvenna. Ráðið samþykkir að styrkja verkefnið og felur menningarfulltrúa nánari úrvinnslu.

 

   

6.

201309073 - Styrkbeiðni - Stella Hauksdóttir

 

Ráðið fagnar framtakinu og felur menningarfulltrúa frekari úrvinnslu málsins.

 

   

7.

201309076 - Útilistaverk Vestmannaeyjabæjar.

 

Staða, ástand og viðhald útilistaverka Vestmannaeyjabæjar. Greinargerð frá Helgu Hallbergsdóttur.

 

Helga Hallbergsdóttir vekur athygli á því að ástandi og viðhaldi útilistaverka Vestmannaeyjabæjar sé ábótavant. Ráðið felur menningarfulltrúa í samstarfi við bréfritara og tæknideild Vestmannaeyjabæjar að meta ástand umræddra listaverka og þörf á hugsanlegum úrbótum.

 

   

8.

201203094 - Goslokahátíð 2013

 

Goslokahátíð 2013. Umræður um framkvæmd hátíðarinnar.

 

Fræðslu- og menningarráð ræddi umgjörð og skipulag goslokahátíðar sem haldin var í byrjun júlí þessa árs. Ráðið þakkar bæjarbúum og þeim fjölmörgu gestum sem sóttu hátíðina heim ánægjulega og vel heppnaða goslokahelgi. Einstaklingar, fyrirtæki og götur lögðu sig mikið fram við að skreyta í kringum sig sem var ánægjulegt. Kvöldskemmtun laugardagsins fór fram á nýju svæði, Skipasandi, sem gafst virkilega vel fyrir allan þann fjölda sem kom þar saman til að gleðjast. Fjölbreytt dagskrá var fyrir alla aldurshópa og góð þátttaka á alla viðburði og fór hátíðin einstaklega vel fram. Fræðslu- og menningarráð vill þakka kærlega öllum þeim fyrirtækjum, króareigendum, félagasamtökum, listamönnum og einstaklingum sem lögðu hönd á plóginn við skipulagningu hátíðarinnar, goslokanefndinni og síðast en ekki síst þeim fjölmörgu sem tóku þátt í að gleðjast og minnast þessara merku tímamóta í sögu Vestmannaeyja.

 

   

 

 

 

 

 

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:10

 

 

 

Vestmannaeyjabær | Ráðhúsinu | Bárustíg 15 | 900 Vestmannaeyjum | Sími: 488 2000 | postur@vestmannaeyjar.is | Kt.: 690269-0159