16.07.2013

Fræðslu- og menningarráð - 258

 
 Fræðslu- og menningarráð - 258. fundur

 

haldinn í fundarsal Ráðhúss,

16. júlí 2013 og hófst hann kl. 16.30

 

 

Fundinn sátu:

Hildur Sólveig Sigurðardóttir, Jórunn Einarsdóttir, Elsa Valgeirsdóttir, Díanna Þyri Einarsdóttir, Trausti Hjaltason, Jón Pétursson, Sigurlás Þorleifsson, Emma Hinrika Sigurgeirsdóttir og Helga Tryggvadóttir.

 

Fundargerð ritaði:  Jón Pétursson, framkvæmdastjóri

 

 

 

Dagskrá:

 

1.

200805104 - Grunnskóli. Úthlutun kennslustunda v skólastarfs í GRV

 

Úthlutun kennslustunda til skólastarfs í GRV skólaárið 2013-2014

 

Framkvæmdastjóri fjölskyldu- og fræðslusviðs lagði fram tillögu að úthlutun kennslustunda til skólastarfs í Grunnskóla Vestmannaeyja fyrir skólaárið 2013-2014. Fjöldi nemenda verður um u.þ.b. 542 á næsta skólaári en er núna rúmlega 570. Gert er ráð fyrir úthlutun sem gefur möguleika á þremur bekkjardeildum í hverjum árgangi. Lagt er til að heildarfjöldi kennslustunda verði 1222,5 stundir á viku og auk þess 2,5 kennslustundir á viku vegna sértækra verkefna. Samtals 1225 kennslustundir.
Til viðbótar er úthlutun til bókasafnsstarfa samtals 55,4 dagvinnustund á viku og 26 yfirvinnustundir vegna gæslu í frímínútum og hádegishléi.
Fræðslu- og menningarráð samþykkir ofangreinda tillögu.

 

   

2.

200703065 - Gæsluvöllurinn Strönd við Miðstræti

 

Kynning á starfsemi Gæsluvallarins sumarið 2013.

 

Gæsluvöllurinn Strönd opnaði starfsemi sína mánudaginn 15. júlí og verður starfandi til 14. ágúst. Daglegur starfstími er frá kl. 13 - 16 og daggjaldið óbreytt frá því í fyrra. Umsjónarmaður gæsluvallarins er Sigurleif Kristmannsdóttir. Ráðið þakkar kynninguna.

 

   

3.

201208006 - Samningur um skólamáltíðir.

 

Ósk hefur komið frá foreldrum um aukna þjónustu vegna skólamáltíða í leik- og grunnskólum auk þess sem þjónustuaðili skólamáltíða óskar eftir hækkun á samningi.

 

Í skýrslu samstarfshóps um heilsueflingu og gæðamál í leik- og grunnskóla sem lögð var fram á síðasta fundi ráðsins komu fram tillögur um breytingar á skólamáltíðum sem byggðu á óskum foreldra. Voru þetta m.a. óskir um heitan mat í GRV fimm daga í viku í stað fjóra, aukna hollustu máltíða og endurskoðun á skammtastærðum. Á sama tíma er Einsi Kaldi, sem sér um skólamáltíðirnar, að kalla eftir endurskoðun á samningi þar sem hráefnisverð og annar kostnaður hefur aukist nokkuð hjá honum m.a. vegna verðlagsþróunar og endurskoðunar á hollustu máltíða. Fræðslu- og menningarráð samþykkir fyrir sitt leiti umræddar óskir foreldra og fyrirliggjandi hækkun svo framarlega sem hún leiðir ekki til kostnaðaraukningu fyrir Vestmannaeyjabæ. Ráðið felur framkvæmdastjóra fjölskyldu- og fræðslusviðs framgang málsins. Jórunn Einarsdóttir sat hjá við afgreiðslu málsins.

 

   

4.

201304072 - Staða leikskólamála

 

Greint frá stöðu biðlista vegna inntöku í leikskóla haustið 2013

 

Búið er að úthluta öllum lausum plássum í leikskólunum og aðlögun barna er þegar hafin. Öll börn sem verða orðin 18 mánaða 1. september n.k. hafa fengið úthlutun auk þau börn sem voru á biðlista og verða 18 mánaða eftir 1. september. Í haust verða 54 fimm ára börn í Víkinni í Hamarsskóla í þremur deildum. Í Kirkjugerði verða 79 börn í fjórum deildum og í Sóla verða 93 börn í 5 kjörnum . Samtals munu því verða 226 börn í leikskólum Vestmannaeyjabæjar þegar aðlögun nýnema er lokið. Ráðið þakkar kynninguna.

 

   

 

 

 

 

 

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17.30

 

 

 

Vestmannaeyjabær | Ráðhúsinu | Bárustíg 15 | 900 Vestmannaeyjum | Sími: 488 2000 | postur@vestmannaeyjar.is | Kt.: 690269-0159