27.06.2013

Bæjarstjórn - 1476

 
 

Bæjarstjórn Vestmannaeyja - 1476. fundur

 

haldinn í fundarsal Ráðhúss,

27. júní 2013 og hófst hann kl. 12.00

 

 

Fundinn sátu:

Gunnlaugur Grettisson, Elliði Vignisson, Páley Borgþórsdóttir, Páll Marvin Jónsson, Jórunn Einarsdóttir, Sigurlaug Björk Böðvarsdóttir og Kristín Jóhannsdóttir.

 

Fundargerð ritaði:  Rut Haraldsdóttir, framkvæmdastjóri stjórnsýslu -og fjármálasviðs. 

 

Leitað var afbrigða með að taka inn fundargerð bæjarráðs nr. 2959 frá 26. júní s.l.

Var það samþykkt með sjö samhljóða atkvæðum.

 

Gunnlaugur Grettisson vék af fundi við afgreiðslu á fundargerð bæjarráðs nr. 2954 frá 6. maí s.l. og fundargerð bæjarráðs nr. 2955 frá 21. maí s.l.

Elliði Vignisson tók við fundarstjórn á meðan.

 

Dagskrá:

 

1.

201305013 - Íbúakosning vegna umsóknar um lóð fyrir hótel í Hásteinsgryfju.

 

Með vísan til 6. máls á 1475. fundar bæjarstjórnar fjallaði bæjarstjórn um niðurstöðu íbúakosningar um hótelbyggingu við Hástein sem fram fór í maí sl.

 

Bæjarstjórn þakkar þeim fjölmörgu sem tóku þátt í íbúakönnun um hótel við Hástein. Alls voru greidd 1041 atkvæði og var þátttakan því um 33%.

Spurningin á atkvæðaseðlinum var eftirfarandi: "Vilt þú að Vestmannaeyjabær veiti byggingaleyfi fyrir hóteli það sem kynnt hefur verið á lóðinni í Hásteinsgryfjunni?" og voru svarmöguleikarnir "Já" og "Nei".
Niðurstaða könnunarinnar var með þeim hætti að 44% sögðu já, og 56% sögðu nei.
Íbúakönnunin var ráðgefandi fyrir bæjarstjórn og bindur á engan hátt hendur bæjarfulltrúa í atkvæðagreiðslu um málið.

Tillaga er svohljóðandi:
Bæjarstjórn hafnar hér með umsókn H-Eyjar um lóð í Hásteinsgryfju undir 120 herbergja hótel. Þess í stað samþykkir bæjarstjórn að láta vinna faglega skipulagsúttekt í Vestmannaeyjum með það að leiðarljósi að greina 3 til 4 heppilega staði undir hótel. Þegar slíkt liggur fyrir verður niðurstaða kynnt í Safnahúsi og bæjarbúum gefinn kostur á að koma á framfæri athugasemdum.
Elliði Vignisson (sign)
Páley Borgþórsdóttir (sign)
Gunnlaugur Grettisson (sign)
Páll Marvin Jónsson (sign)
Kristín Jóhannsdóttir (sign)
Jórunn Einarsdóttir (sign)
Sigurlaug B. Böðvarsdóttir (sign)

Tillagan var samþykkt með sjö samhljóða atkvæðum.

 

   

2.

201006074 - Kosning í ráð, nefndir og stjórnir skv. 44. gr. bæjarmálasamþykktar Vestmannaeyjabæjar.

 

Kosning forseta bæjarstjórnar og varaforseta.
Kosning ritara í bæjarstjórn fyrir V-lista.
kosning fulltrúa í bæjarráð.

 

Gunnlaugur Grettisson var kosinn forseti bæjarstjórnar með sjö samhljóða atkvæðum.
Elliði Vignisson var kosinn varaforseti bæjarstjórnar með sjö samhljóða atkvæðum.

Skrifarar bæjarstjórnar voru kosnir Jórunn Einarsdóttir og Páley Borgþórsdóttir og til vara Sigurlaug B. Böðvarsdóttir og Páll Marvin Jónsson.

Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

Kosnir fulltrúar í bæjarráð voru:
Aðalmenn:
Páley Borgþórsdóttir formaður
Jórunn Einarsdóttir varaformaður
Páll Marvin Jónsson

Varamenn:
Gunnlaugur Grettisson
Elliði Vignisson
Sigurlaug B. Böðvarsdóttir

Samþykkt með sjö samhljóða atkvæðum.

 

   

3.

201306011F - Bæjarráð Vestmannaeyja - 2959

 

Liðir 1 - 7 liggja fyrir til umræðu og staðfestingar.

 

Tillaga að afgreiðslu í 1. máli á dagskrá: Bæjarstjórn fresti fullnaðarafgreiðslu á 1. liði í fundargerðinni þar til fyrir liggur afstaða umhverfis- og skipulagsráðs.
Var það samþykkt með sjö samhljóða atkvæðum.

Liður 2 var samþykktur með fimm atkvæðum, Jórunn Einarsdóttir og Kristín Jóhannsdóttir sátu hjá við afgreiðslu málsins og lögðu fram svohljóðandi bókun:

Við erum sammála því að útgerðir geti borið sérstakt veiðileyfagjald þó vissulega megi endurskoða það hlutfall sem lagt hefur verið til, bæði af núverandi og fyrrverandi ríkisstjórn. Þá er einnig ljóst að þjóðin mun aldrei sætta sig við neitt annað en sanngjarna hlutdeild í sameiginlegri auðlind okkar og því gríðarlega mikilvægt að lausn finnist á þessu máli svo allir Íslendingar geti vel við unað.
Jórunn Einarsdóttir (sign)
Kristín Jóhannsdóttir (sign)Liður 3 var samþykktur með sjö samhljóða atkvæðum.
Liður 4 var samþykktur með sjö samhljóða atkvæðum.
Liður 5 var samþykktur með sjö samhljóða atkvæðum.
Liður 6 var samþykktur með sjö samhljóða atkvæðum.
Liður 7 var samþykktur með sjö samhljóða atkvæðum.

 

   

4.

201305002F - Bæjarráð Vestmannaeyja nr.2954 frá 6.maí s.l.

 

Liðir 1 og 2 liggja fyrir til staðfestingar.

 

Liðir 1 og 2 voru samþykktir með sex atkvæðum en
Gunnlaugur Grettisson vék af fundi við afgreiðslu fundargerðarinnar.

 

   

5.

201304010F - Fjölskyldu- og tómstundaráð nr.128 frá 8. maí s.l.

 

Liðir 2 - 4 liggja fyrir til staðfestingar.
Liður 1 liggur fyrir til kynningar.

 

Liðir 2 - 4 voru samþykktir með sjö samhljóða atkvæðum.

 

   

6.

201305009F - Framkvæmda- og hafnarráð Vestmannaeyja nr. 147 frá 21. maí s.l.

 

Liðir 1 - 3 ligggja fyrir til staðfestingar.

 

Liðir 1 - 3 voru samþykktir með sjö samhljóða atkvæðum.

 

   

7.

201305007F - Bæjarráð Vestmannaeyja nr. 2955 frá 21. maí s.l.

 

Liðir 1 - 7 liggja fyrir til staðfestingar.
Liður 8 liggur fyrir til kynningar.

 

Liðir 1 - 7 voru samþykktir með sjö samhljóða atkvæðum.
Gunnlaugur Grettisson vék af fundi við afgreiðslu fundargerðarinnar.

 

   

8.

201305011F - Umhverfis- og skipulagsráð Vestmannaeyja nr.184 frá 23. maí s.l.

 

Liðir 1 - 12 liggja fyrir til staðfestingar.

 

Liðir 1 - 12 voru samþykktir með sjö samhljóða atkvæðum.

 

   

9.

201305012F - Umhverfis- og skipulagsráð Vestmannaeyja nr. 185 frá 27. maí s.l.

 

Liðir 1 - 7 liggja fyrir til staðfestingar.

 

Liðir 1 - 7 voru samþykktir með sjö samhljóða atkvæðum.

 

   

10.

201305010F - Fræðslu- og menningarráð nr. 257 frá 30. maí s.l.

 

Liðir 1 - 6 liggja fyrir til staðfestingar.

 

Liðir 1 - 6 voru samþykktir með sjö samhljóða atkvæðum.

 

   

11.

201305014F - Bæjarráð Vestmannaeyja nr.2956 frá 30. maí s.l.

 

Liðir 1 liggur fyrir til staðfestingar.

 

Liðir 1 var samþykktur með sjö samhljóða atkvæðum.

 

   

12.

201306001F - Framkvæmda- og hafnarráð Vestmannaeyja nr. 148 frá 3. júní s.l.

 

Liðir 1- 7 liggja fyrir til staðfestingar.

 

Liðir 1- 7 voru samþykktir með sjö samhljóða atkvæðum.

 

   

13.

201305015F - Bæjarráð Vestmannaeyja nr. 2957 frá 4. júní s.l.

 

Liðir 1 - 9 og 11 liggja fyrir til staðfestingar.
Liður 10 liggur fyrir til kynningar.

 

Liðir 1 - 9 og 11 voru samþykktir með sjö samhljóða atkvæðum.

 

   

14.

201305013F - Fjölskyldu- og tómstundaráð nr. 129 frá 5. júní s.l.

 

Liðir 1 - 5 liggja fyrir til staðfestingar.

 

Liðir 1 - 5 voru samþykktir með sjö samhljóða atkvæðum.

 

   

15.

201306004F - Bæjarráð Vestmannaeyja nr. 2958 frá 12. júní s.l.

 

Liðir 1 - 3 liggja fyrir til staðfestingar.

 

Liðir 1 - 3 voru samþykktir með sjö samhljóða atkvæðum.

 

   

16.

201306005F - Umhverfis- og skipulagsráð Vestmannaeyja nr.186 frá 13. júní s.l.

 

Liðir 1 - 10 liggja fyrir til staðfestingar.

 

Liðir 1 - 10 voru samþykktir með sjö samhljóða atkvæðum.

 

   

17.

201306006F - Umhverfis- og skipulagsráð Vestmannaeyja nr. 187 frá 19. júní s.l.

 

Liðir 1 - 6 liggja fyrir til staðfestingar.

 

Liðir 1 - 6 voru samþykktir með sjö samhljóða atkvæðum.

 

   

18.

201306009F - Framkvæmda- og hafnarráð Vestmannaeyja nr. 149 frá 19. júní s.l.

 

Liðir 1 - 10 liggja fyrir til staðfestingar.

 

Liðir 1 - 10 voru samþykktir með sjö samhljóða atkvæðum.

 

   

19.

201306010F - Umhverfis- og skipulagsráð Vestmannaeyja nr.188 frá 26. júní s.l.

 

Liðir 1-5 liggja fyrir til umræðu og staðfestingar.
Liðir 6-10 liggj fyrir til staðfestingar.

 

Liður 1 var samþykktur með sjö samhljóða atkvæðum.
Liður 2 var samþykktur með sjö samhljóða atkvæðum.
Liður 3 var samþykktur með sjö samhljóða atkvæðum.
Liður 4 var samþykktur með sjö samhljóða atkvæðum.
Liður 5 var samþykktur með sjö samhljóða atkvæðum.
Liðir 6-10 voru samþykktir með sjö samhljóða atkvæðum.

 

   

 

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 13.24

 

 

Vestmannaeyjabær | Ráðhúsinu | Bárustíg 15 | 900 Vestmannaeyjum | Sími: 488 2000 | postur@vestmannaeyjar.is | Kt.: 690269-0159