30.05.2013

Fræðslu- og menningarráð - 257

 
 Fræðslu- og menningarráð - 257. fundur

 

haldinn í fundarsal Ráðhúss,

30. maí 2013 og hófst hann kl. 16.30

 

 

Fundinn sátu:

Hildur Sólveig Sigurðardóttir, Jórunn Einarsdóttir, Díanna Þyri Einarsdóttir, Trausti Hjaltason, Hlynur Ólafsson, Erna Jóhannesdóttir, Fanney Ásgeirsdóttir og Helga Tryggvadóttir.

 

Fundargerð ritaði:  Erna Jóhannesdóttir, fræðslufulltrúi

 

Einnig sat Emma Sigurgeirsdóttir áheyrnarfulltrúi leikskóla fundinn í tveimur málum.

 

Dagskrá:

 

1.

201304035 - Skóladagatal 2013-2014. Samræmd dagatöl skóla og frístundavers.

 

Tillaga að skóladagatali GRV ásamt samræmdu dagatali skólastofnana og frístundavers lögð fram til kynningar.

 

Ráðið samþykkir tillögurnar og heimilar 4 skipulagsdaga á leikskólanum Kirkjugerði og Sóla ásamt því að Kirkjugerði er heimilt að loka þrjá föstudaga kl. 14.30 á skólaárinu vegna starfsmannafunda. Ráðið lýsir yfir ánægju yfir því hversu vel hefur tekist til við samræmingu dagatala skólastofnana og koma þannig til móts við kröfur foreldra.

 

   

2.

201304078 - Skólastjóri GRV

 

Umsóknir um stöðu skólastjóra GRV.

 

Tólf umsækjendur voru um stöðu skólastjóra Grunnskólans í Vestmannaeyjum. Umsækjendur eru eftirtaldir:
Auður Bára Ólafsdóttir, Hólmfríður Sigrún Gylfadóttir, Íris Anna Steinarrsdóttir, Íris Róbertsdóttir, Lind Völundardóttir, Óskar Jósúason, Rósa Hrönn Ögmundsdóttir, Sigurlás Þorleifsson, Svanhvít Friðþjófsdóttir, Sverrir Marinó Jónsson, Valgerður Guðjónsdóttir og Þóranna Halldórsdóttir.
Ráðgjafafyrirtækið Capacent Gallup hefur verið fengið til aðstoðar við úrvinnslu umsókna og ráðgjafar í tengslum við ráðninguna. Áætlað er að niðurstaða liggi fyrir um miðjan júnímánuð.

 

   

3.

200905038 - GRV. Úthlutun v stuðningsfulltrúa og þroskaþjálfunar í GRV

 

Áætlun v stuðnings í GRV 2013-2014

 

Ráðið samþykkir fyrirlagða ósk um úthlutun vegna stuðningsfulltrúa og þroskaþjálfa enda rúmast hún innan innan núverandi fjárhagsáætlunar.

 

   

4.

201111056 - Íþróttaakademía við GRV.

 

Lokaskýrsla verkefnisins "Bætt samstarf GRV og íþróttahreyfingarinnar 2012-2013" lögð fram til kynningar.

 

Ráðið þakkar kynninguna og lýsir yfir mikilli ánægju með það góða starf sem unnið hefur verið í kringum þetta verkefni. Allir aðilar sem komið hafa að verkefninu eiga hrós skilið fyrir einbeittan vilja til að ná árangri í bættum samskiptum milli íþróttahreyfingar og grunnskóla auka metnað nemenda í námi og ástundun íþrótta og stuðla að áhrifaríkum forvörnum. Árangur verkefnisins má teljast ótvíræður og er það fyrst og fremst mikilli samstöðu hlutaðeigandi aðila að þakka.

 

   

5.

201211067 - Samstarfshópur um heilsueflingu og gæðamál í leik- og grunnskólunum.

 

Skýrsla samstarfshóps um heilsueflingu og gæðamál í leik- og grunnskólum lögð fram til kynningar.

 

Ráðið þakkar starfshópnum góð störf og felur fræðsluskrifstofu að vinna úr niðurstöðum hópsins í samstarfi við foreldra, skólastofnanir og Einar Björn og halda fræðsluráði vel upplýstu um þróun og gang þeirra mála.

 

   

6.

200706213 - Trúnaðarmál.

 

Fundargerð trúnaðarmála lögð fyrir fræðslu og menningarráð.

 

Eitt mál tekið fyrir

 

   

 

 

 

 

 

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17.24

 

 

 

Vestmannaeyjabær | Ráðhúsinu | Bárustíg 15 | 900 Vestmannaeyjum | Sími: 488 2000 | postur@vestmannaeyjar.is | Kt.: 690269-0159