06.05.2013

Bæjarstjórn - 1475

 
  

Bæjarstjórn Vestmannaeyja - 1475. fundur

 

haldinn í fundarsal Ráðhúss,

6. maí 2013 og hófst hann kl. 16.00

 

 

Fundinn sátu:

Páley Borgþórsdóttir, Páll Marvin Jónsson, Gunnlaugur Grettisson, Elliði Vignisson, Jórunn Einarsdóttir, Kristín Jóhannsdóttir og Sigurlaug Björk Böðvarsdóttir.

 

Fundargerð ritaði:  Elliði Vignisson, bæjarstjóri

 

Leitað var afbrigða með að taka inn fundargerð umhverfis- og skipulagsráðs nr. 183 frá hádeginu í dag. Var það samþykkt með sjö samhljóða atkvæðum.

 

Dagskrá:

 

1.

201212084 - Ársreikningur Vestmannaeyjabæjar fyrir árið 2012

 

-SÍÐARI UMRÆÐA-

 

Forseti bæjarstjórnar Gunnlaugur Grettisson las upp niðurstöðutölur úr ársreikningi Vestmannaeyjabæjar og stofnana hans.

a) Ársreikningur sjóða í A-hluta 2012:


Afkoma fyrir fjármagsliði kr. 331.390.000
Rekstrarafkoma ársins kr. 456.354.000
Niðurstaða efnahagsreikn. kr. 9.958.093.000
Eigið fé kr. 5.027.613.000

b) Ársreikningur Hafnarsjóðs Vestmannaeyja 2012:

Afkoma fyrir fjármagnsliði kr. 155.075.286
Rekstrarafkoma ársins kr. 142.192.174
Niðurstaða efnahagsreikn.kr. 1.309.976.621
Eigið fé kr. 1.027.468.208


c) Ársreikningur Félagslegra íbúða 2012:

Afkoma fyrir fjármagnsliði kr. 21.740.860
Rekstrarafkoma ársins kr.(neikvæð) -39.494.246
Niðurstaða efnahagsreiknings kr. 205.733.502
Eigið fé ( - neikvætt) kr. -1.198.614.397


d) Ársreikningur Fráveitu Vestmannaeyja 2012:

Afkoma fyrir fjármagnsliði kr. 18.221.514
Rekstrarafkoma ársins kr. 15.814.304
Niðurstaða efnahagsreiknings kr. 459.784.632
Eigið fé kr. 206.121.994e) Ársreikningur Dvalarheimilisins Hraunbúða 2012:

Afkoma fyrir fjármagnsliði(neikvæð kr. -26.290.933
Rekstrarafkoma ársins (neikvæð) kr. -36.057.430
Niðurstaða efnahagsreiknings kr. 110.857.001
Eigið fé ( - neikvætt) kr. -137.151.339


f) Ársreikningur Sorpeyðingarstöðvar Vestmannaeyja 2012:

Afkoma fyrir fjármagnsliði kr. 376.853
Rekstrarafkoma ársins kr. 626.971
Niðurstaða efnahagsreiknings kr. 64.204.244
Eigið fé kr. 60.971.129


g) Ársreikningur Náttúrustofu Suðurlands 2012:

Afkoma fyrir fjármagnsliði (neikvæð) kr. -2.149.491
Rekstrarafkoma ársins (neikvæð) kr. -2.261.022
Niðurstaða efnahagsreiknings kr. 200.000
Eigið fé kr. 200.000


h) Ársreikningur Vatnsveitu 2012:

Heildartekjur kr. 16.000.000
Heildargjöld kr. -16.000.000
Rekstrarniðurstaða kr. 0
Niðurstaða efnahagsreiknings kr. 496.000.000
Eigið fé kr. 480.000.000


i) Ársreikningur Heimaey kertaverksmiðju 2012:

Afkoma fyrir fjármagnsliði kr.(neikvæð) -4.658.600
Rekstrarafkoma ársins (neikvæð) kr. -6.882.934
Niðurstaða efnahagsreiknings kr. 23.834.311
Eigið fé (neikvætt) kr. -31.640.821j) Ársreikningur Lífeyrissjóðs starfsmanna Vestmannaeyja-
bæjar 2012:

Heildartekjur kr. 113.033,564
Heildargjöld kr. -131.574.615
Rekstrarniðurstaða (lækkun á sjóði) kr. -18.632.673
Hrein eign í árslok til greiðslu lífeyr kr. 75.548.400

Ársreikningur Vestmannaeyjabæjar og stofnana hans var samþykktur með sjö samhljóða atkvæðum.

 

   

2.

201212011 - Samþykkt um stjórn og fundarsköp Vestmannaeyjabæjar

 

-SÍÐARI UMRÆÐA-

 

Lagt er til að bætt verði við 6. málsgrein 10. gr. í samþykktinni og hún hljóði þannig:
Bæjarfulltrúi sem óskar að fá mál tekið á dagskrá bæjarstjórnarfundar skal tilkynna það bæjarstjóra skriflega a.m.k. 30 klukkustundum fyrir fund og í síðasta lagi fyrir kl. 16:00 föstudag vegna funda sem halda á mánudag þar á eftir.

Stjórn og fundarsköp Vestmannaeyjabæjar voru samþykkt með sjö samhljóða atkvæðum sem og að vísa þeim til staðfestingar Innanríkisráðuneytisins.

 

   

3.

201304007F - Framkvæmda- og hafnarráð Vestmannaeyja nr. 145 frá 15. apríl s.l.

 

Liðir 1 - 3 liggja fyrir til staðfestingar.

 

Liðir 1-3 voru samþykktir með sjö samhljóða atkvæðum.

 

   

4.

201304009F - Fræðslu- og menningarráð nr. 256 frá 23. apríl s.l.

 

Liður 1 er til umræðu og staðfestingar.
Liðir 2 - 5 liggja fyrir til staðfestingar.

 

Liður 1 var samþykktur með sjö samhljóða atkvæðum.
Liðir 2 - 5 voru samþykktir með sjö samhljóða atkvæðum.

 

   

5.

201304008F - Umhverfis- og skipulagsráð Vestmannaeyja nr. 182 frá 24. apríl s.l.

 

Liður 1 liggur fyrir til umræðu og staðfestingar.
Liðir 2 - 9 liggja fyrir til staðfestingar.

 

Liður 1 var samþykktur með sjö samhljóða atkvæðum.
Liðir 2 - 9 voru samþykktir með sjö samhljóða atkvæðum.

 

   

6.

201305004F - Umhverfis- og skipulagsráð Vestmannaeyja nr. 183 frá 6. maí s.l.

 

Liður 1 liggur fyrir til umræðu og staðfestingar.

 

Bæjarstjórn tekur undir þá afstöðu Umhverfis- og skipulagsráðs að inngrip í svæðið séu með þeim hætti að eðlilegt sé að bæjarbúar sjálfir hafi aðkomu að ákvörðun um það hvernig það líti út í framtíðinni. Því samþykkir bæjarstjórn að haldin verði rafræn skoðanakönnun um þetta mál. Þeim bæjarbúum sem ekki vilja eða geta nýtt tölvur til að greiða atkvæði skal eftir sem áður gert kleift að kjósa á hefðbundinn hátt.
Bæjarstjórn telur eðlilegt að þegar bæjarbúar leggja mat á það hvort að úthluta skuli lóð fyrir hótel á tilgreindu svæði liggi fyrir endanlegt útlit hússins og hvernig það fellur inn í umhverfið. Þá er einnig rétt að fyrir liggi aðrar upplýsingar svo sem um það hvernig staðið var að skipulagi, sjónrænáhrif af byggingunni, hversu mörg ársstörf verði til eftir að rekstur hótels er kominn í fullan rekstur, þýðinguna fyrir ferðaþjónustu í Vestmannaeyjum og ýmislegt annað sem máli skiptir.
Bæjarstjórn samþykkir að hin rafræna skoðunarkönnun fari fram dagana 20. maí til 22. maí og niðurstaða verði kynnt 24. maí. Tíminn þar til verði notaður til að kynna málið fyrir bæjarbúum og hvetja til þátttöku.
Gunnlaugur Grettisson
Páll Marvin Jónsson
Elliði Vignisson
Páley Borgþórsdóttir
Jórunn Einarsdóttir
Kristín Jóhannsdóttir
Sigurlaug B. Böðvarsdóttir
Tillagan var samþykkt með sjö samhljóða atkvæðum.

 

   

 

 

 

 

 

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 16.41

Vestmannaeyjabær | Ráðhúsinu | Bárustíg 15 | 900 Vestmannaeyjum | Sími: 488 2000 | postur@vestmannaeyjar.is | Kt.: 690269-0159