23.04.2013

Fræðslu- og menningarráð - 256

 
 
 
Fræðslu- og menningarráð - 256. fundur
 
haldinn í fundarsal Ráðhúss,
23. apríl 2013 og hófst hann kl. 12:00
 
 
Fundinn sátu:
Hildur Sólveig Sigurðardóttir, Jórunn Einarsdóttir, Elsa Valgeirsdóttir, Díanna Þyri Einarsdóttir, Trausti Hjaltason, Jón Pétursson, Erna Jóhannesdóttir, Kristín Jóhannsdóttir, Alda Gunnarsdóttir, Helga Tryggvadóttir.
 
Fundargerð ritaði: Erna Jóhannesdóttir, fræðslufulltrúi
 
Sigurlás Þorleifsson sat fundinn fyrir hönd stjórnenda GRV. Áheyrnarfulltrúar grunnskólans yfirgáfu fundinn eftir 2. mál. Jón Pétursson yfirgaf fundinn efti 3. mál. Kristín Jóhannsdóttir kom inn á fundinn í fjórða máli.
 
Dagskrá:
 
1. 201304078 - Skólastjóri GRV
Tilkynning um uppsögn skólastjóra GRV.
Fanney Ásgeirsdóttir hefur sagt upp stöðu sinni sem skólastjóri GRV. Fræðslu- og menningarráð þakkar Fanneyju gott samstarf og óskar henni velfarnaðar á nýjum starfsvettvangi.
 
 
2. 201304072 - Staða leikskólamála
Staða leikskólamála kynnt.
Framkvæmdastjóri fjölskyldu- og fræðslusviðs og fræðslufulltrúi gerðu grein fyrir stöðu leikskólamála. Í haust munu 49 börn útskrifast af 5 ára deildinni, Víkinni og 54 flytjast í haust af Kirkjugerði og Sóla yfir á Víkina. Lagt er upp með að öllum börnum sem náð hafa 18 mánaða aldri þann 1. september nk. verði boðin leikskólavist að hausti.
 
 
3. 201105032 - Daggæsla, dagvistun í heimahúsum
Kynning á niðurstöðum könnunar meðal forráðamanna barna í dagvistun.
Fræðslufulltrúi kynnti niðurstöðu könnunar sem gerð var á meðal forráðamanna barna í dagvistun. Mikið gleðiefni er hversu ánægðir forráðamenn eru með þjónustu dagforeldra í Vestmannaeyjabæ. Ráðið þakkar kynninguna.
 
 
4. 200703016 - Bæjarlistamaður Vestmannaeyja.
Ráðið hefur tekið ákvörðun um bæjarlistamann Vestmannaeyja 2013. Ákvörðun verður kynnt á sumardaginn fyrsta í Listskóla Vestmannaeyja.
 
 
5. 201304079 - Stofnskrá Sæheima 2013
Stofnskrár Sagn- og Sæheima kynntar og undirritaðar af ráðinu.
 
 
 
 
 
 
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 12.35
 
 
 
 
Vestmannaeyjabær | Ráðhúsinu | Bárustíg 15 | 900 Vestmannaeyjum | Sími: 488 2000 | postur@vestmannaeyjar.is | Kt.: 690269-0159