11.02.2013

Fræðslu- og menningarráð - 254

 
 Fræðslu- og menningarráð - 254. fundur

 

haldinn í fundarsal Ráðhúss,

7. febrúar 2013 og hófst hann kl. 16.30

 

 

Fundinn sátu:

Hildur Sólveig Sigurðardóttir, Páll Scheving Ingvarsson, Elsa Valgeirsdóttir, Díanna Þyri Einarsdóttir, Trausti Hjaltason, Erna Jóhannesdóttir, Fanney Ásgeirsdóttir, Alda Gunnarsdóttir, Helga Tryggvadóttir og Hafdís Snorradóttir.

 

Fundargerð ritaði:  Erna Jóhannesdóttir, fræðslufulltrúi

 

Helga Björk Ólafsdóttir og Herdís Rós Njálsdóttir sátu fundinn sem áheyrnarfulltrúar leikskóla. Áheyrnarfulltrúar leikskóla yfirgáfu fundinn eftir annað mál.

 

Dagskrá:

 

1.

201302011 - Leikskóla- og daggæslumál. Samantekt um leikskóla- og daggæslumál í Vestmannaeyjum .

 

Samantekt lögð fram til kynningar.

 

Fræðslufulltrúi gerði grein fyrir stöðu í leikskóla- og daggæslumálum. 20 börn sem eru 18 mánaða eða eldri eru á biðlista eftir leikskólaplássi. Fimm aðilar eru með daggæsluþjónustu þar sem 29 börn eru í vistun. Ráðið þakkar kynninguna.

 

   

2.

201211067 - Stofnun samstarfshóps um heilsueflingu og gæðamál í leik- og grunnskólunum.

 

Fræðslufulltrúi lagði fram hugmynd að stofnun samstarfshóps um heilsueflingu og gæðamál í leik- og grunnskólum. Markmið hópsins er að fylgja eftir manneldismarkmiðum Landlæknisembættisins, yfirfara og kanna stöðu fæðis- og hollustumála og skila skýrslu um stöðu mála fyrir vorlok. Fræðslu- og menningarráð tekur undir þessa hugmynd og leggur til að stofnaður verði hópur skipaður fulltrúum foreldra grunn- og leikskólabarna, fulltrúum skólanna og tveimur fulltrúum fræðsluráðs, þeim Trausta Hjaltasyni og Díönnu Þ. Einarsdóttur og fulltrúa skólaskrifstofu sem mun leiða starfið. Samstarfshópurinn skili inn tillögum eigi síðar en 10. maí n.k.

 

   

3.

201302012 - Haustskýrsla GRV 2012.

 

Skólastjóri GRV greinir frá starfi haustannar.

 

Skólastjóri GRV greindi frá skólastarfi haustannar. Sagt var frá innleiðingaráætlun GRV vegna nýrrar aðalnámskrá o.fl. Ráðið þakkar kynninguna.

 

   

4.

201301080 - Dagur íslensks táknmáls - ósk um styrk frá Vestmannaeyjabæ

 

Félag heyrnarlausra óskar eftir styrk frá Vestmannaeyjabæ til að halda upp á dag íslensk táknmáls með dagskrá í sjónvarpi.

 

Ráðið getur því miður ekki orðið við erindinu.

 

   

5.

201301065 - ART verkefnastjórnun.

 

Fræðslufulltrúi greinir frá samantekt um verkefnið.

 

Ráðið þakkar samantektina.

 

   

6.

200708045 - Námsvist utan lögheimilissveitarfélags

 

Nýjar viðmiðunarreglur, ásamt gjaldskrá, vegna grunnskólanáms utan lögheimilissveitarfélags lagðar fram til kynningar.

 

   

7.

200706213 - Trúnaðarmál.

 

Fundargerð túnaðarmála færð í sérstaka trúnaðarmálabók.

 

   

 

 

 

 

 

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18.00

 

 

 

Vestmannaeyjabær | Ráðhúsinu | Bárustíg 15 | 900 Vestmannaeyjum | Sími: 488 2000 | postur@vestmannaeyjar.is | Kt.: 690269-0159