08.01.2013

Bæjarráð - 2945

 
 Bæjarráð Vestmannaeyja - 2945. fundur

 

haldinn í fundarsal Ráðhúss,

8. janúar 2013 og hófst hann kl. 12:00

 

 

Fundinn sátu:

Páley Borgþórsdóttir, Páll Scheving Ingvarsson, Páll Marvin Jónsson, Elliði Vignisson.

 

Fundargerð ritaði:  Rut Haraldsdóttir, framkvæmdastjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs

 

 

 

Dagskrá:

 

1.

201301017 - Nýsmíði ferju í Landeyjahöfn.

 

Minnisblað fulltrúa Vestmannaeyjabæjar í stýrihópi um nýsmíði ferju í Landeyjahöfn.

 


Í minnisblaðinu kemur ma. fram að höfundar þess telji að stór þáttur í að vinna Landeyjahöfn út úr byrjunarörðugleikum sé að fá til siglinga heppilegra skip en nú er notað. Áhyggjuefni er að núverandi Herjólfur skuli hafa komið lang lakast úr úr prófum í siglingaherminum.

Í minnisblaðinu kemur einnig fram að heppilegast þeirra skipa sem prófuð voru hafi verið ferja 2 sem er 60 metra löng útbúin með tveimur 1300Kwh vélum og 1,75m azimut skrúfum. Burðargeta svipar til þess sem er hjá Herjólfi í dag en hægt er að ná mikið meiri flutningsgetu með því að stytta afgreiðslutíma skipsins við komu og brottför. Höfundar taka fram að stærð þess skips sem mælt er með takmarki af sjálfsögðu flutningsgetuna en mat þeirra sé að við því sé hægt að bregðast án þess að fórna því öryggi sem fylgir þeirri stærð. Allt kapp beri því að leggja á að fá nýtt skip smíðað og í gagnið sem allra fyrst.

Bæjarráð þakkar minnisblaðið og tekur undir afstöðu heimamanna í smíðanefnd um mikilvægi nýrrar ferju í Landeyjahöfn og hvetur yfirvöld til að tryggja að ný ferja verði farin að þjónusta eigi síðar en árið 2015.

 

   

2.

201107068 - Fjárhagsleg endurskipulagning á Eignarhaldsfélaginu Fasteign hf.

 

Tekið var fyrir minnisblað fjármálastjóra Vestmannaeyjabæjar um fjárhagslega endurskipulagningu á Eignarhaldsfélaginu Fasteign hf.

Fram kemur að í fyrirliggjandi drögum að endurskipulagningu á félaginu sé nú ekki lengur gert ráð fyrir því að
endurgerðir lánasamningar verði að stærstum hluta í EUR heldur í verðtrygðum ÍSK. Þessi breyting skýrist af því að innan gjaldeyrishafta væri ekki heimild til uppgreiðslu lána í erlendri mynt.
Þar af leiðandi var tekin ákvörðun um að stefna að fyrrgreindum breytingum sem hafa það í för með sér að tekin er inn verðbólguáhætta í stað gengisáhættu.

Bæjarráð telur þessa breytingu ekki þess eðlis að hún breyti fyrirætlan um að greiða sem fyrst upp skuldbindingar vegna EFF.

 

   

3.

201301019 - Samkomulag um ráðstöfun Háskóla Íslands á söluandvirði eignar HÍ í SHIVE- samstarfsnefnd HÍ og Vestmannaeyjabæjar

 

Fyrir lá tilgreint samkomulag og afsal því tengt.

Í samkomulaginu kemur fram að Háskóli Íslands fallist á að selja og afsala sér eignarhlut sínum írekstri og fasteign Samstarfsnefndar Háskóla Íslands og Vestmannaeyjabæjar (SHIVE) að Strandvegi 50 Vestmannaeyjum til Vestmannaeyjabæjar.

Með þessum kaupum eignast Vestmannaeyjabær og Viska fræðslu- og símenntunar-miðstöð Vestmannaeyja 51,7% hlut Háskóla Íslands í rekstri og eigin fé Samstarfsnefnar HÍ og Vm.bæjar og sama eignarhlutfall í 2. og 3. hæð fasteignarinnar Strandvegur 50, Vestmannaeyjum.
Vestmannaeyjabær á fyrir 48,3% hlut í SHIVE. Eftir kaupinn á Vestmannaeyjabær 70% og Viska 30%

Bæjarráð samþykkir ráðstöfunina og fyrirliggjandi kaupsamning.

 

   

4.

201212082 - Beiðni um samþykki vegna niðurfellingar á seinni ferð Herjólfs þann 23. janúar n.k.

 

Erindi frá goslokanefnd Vestmannaeyjabæjar vegna minningarathafnar á 40 ára afmæli upphafs Heimaeyjargossins þann 23. janúar 2013.

 

Fyrir lá erindi frá goslokanefnd Vestmannaeyjabæjar vegna minningarathafnar á
40 ára afmæli upphafs Heimaeyjargossins þann 23. janúar 2013. Goslokanefnd óskar þar eftir því að seinniferð Herjólfs þann 23. jan. n.k. verði felld niður og skipið nýtt vegna minningarathafnar.

Fyrir fundi lágu einnig upplýsingar um að Eimskip hefur þegar fallist á beiðni goslokanefndar og boðist til að greiða kostnað af hljóðkerfi, veitingum og öðru sem atburðinum tengjast.

Bæjarráð samþykkir fyrirkomulagið fyrir sína parta

 

   

5.

201301015 - Fasteignagjöld 2013

 

Niðurfelling fasteignagjalda á íbúðarhúsnæði hjá ellilífeyrisþegum 70 ára og eldri.

 

Bæjarráð samþykkir að árið 2013 verði sami háttur hafður á og árið 2012 hvað varðar fasteignagjöld á eignir eldriborgara. Þar með verða ekki lögð fasteignagjöld á það íbúðarhúsnæði sem er í eigu ellilífeyrisþega, 70 ára og eldri, og nýtt af þeim til eigin búsetu.

 

   

6.

201301018 - Hönnunarsamkeppni vegna nýrrar sýningar í Eldheimum.

 

Forsendur hönnunarsamkeppni vegna nýrrar sýningar í Eldheimum.

 

Fyrir bæjarráði lágu forsendur hönnungarsamkeppni vegna nýrrar sýningar í Eldheimum.

Í forsendum kemur fram að farið verður í lokaða samkeppni um hönnun á sýningu. Faghópur verður myndaður um val á hugmyndum sem síðan skila niðurstöðum til bæjarráðs.

Bæjarráð samþykkir fyrirkomulagið eins og því er lýst í erindinu.

 

   

7.

201212083 - Skráning friðaðs hafsvæðis Surtseyjar í net verndarsvæða OSPAR

 

Erindi frá Umhverfis-og auðlindaráðuneytinu dags. 18. desember s.l.

 

Bæjarráð þakkar kynninguna.

 

   

8.

200707340 - Fundargerðir nefnda lagðar fyrir bæjarráð

 

Fundargerð framkvæmda- og hafnarráðs nr. 138 frá 20. desember s.l.

 

   

9.

200708078 - Samningamál lögð fyrir bæjarráð

 

Afgreiðsla samningamáls er færð í sérstaka samningamálafundargerð.

 

   

 

 

 

 

 

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 15:05

 

 

 

Vestmannaeyjabær | Ráðhúsinu | Bárustíg 15 | 900 Vestmannaeyjum | Sími: 488 2000 | postur@vestmannaeyjar.is | Kt.: 690269-0159