14.11.2012

Fræðslu- og menningarráð - 252

 
 
Fræðslu- og menningarráð - 252. fundur
 
haldinn í fundarsal Ráðhúss,
14. nóvember 2012 og hófst hann kl. 16:30
 
 
Fundinn sátu:
Hildur Sólveig Sigurðardóttir, Elsa Valgeirsdóttir, Díanna Þyri Einarsdóttir, Trausti Hjaltason, Björgvin Eyjólfsson, Jón Pétursson, Rut Haraldsdóttir, Erna Jóhannesdóttir, Kristín Jóhannsdóttir, Helga Tryggvadóttir.
 
Fundargerð ritaði:  Erna Jóhannesdóttir, fræðslufulltrúi
 
Sigurlás Þorleifsson sat fundinn sem áheyrnarfulltrúi stjórnenda GRV, Emma H. Sigurgeirsdóttir skólastjóri Kirkjugerðis og Herdís Njálsdóttir sátu fundinn sem áheyrnarfulltrúar Kirkjugerðis og Víkurinnar. Kristín Jóhannsdóttir og Rut Haraldsóttir yfirgáfu fundinn eftir 4 mál. Áheyrnarfulltrúar leik og grunnskólans, Jón Pétursson og Erna Jóhannesdóttir komu inn í 4. mál.
 
Dagskrá:
 
1.
201210066 - BTHevent - ósk um styrk
Beiðni um styrk
Ráðið frestar afgreiðslu málsins og felur menningarfulltrúa að ræða við bréfritara.
 
2.
201210015 - Ritun ævisögu Helga Tómassonar, balletdansara - styrkbeiðni
Ritun ævisögu Helga Tómassonar, balletdansara - styrkbeiðni

Ráðið getur ekki orðið við erindinu en samþykkir að koma að frekari samvinnu að útgáfu lokinni.
 
3.
201211011 - Umsókn um styrk vegna fyrirhugaðrar vinnu á heimildamynd um Heimaeyjargosið 1973
Umsókn um styrk vegna fyrirhugaðrar vinnu á heimildamynd um Heimaeyjargosið 1973
Ráðið getur ekki orðið við erindinu en bendir umsækjanda á sjóði s.s. Menningarráð Suðurlands, Kvikmyndasjóð Íslands og sjónvarpsstöðvarnar.
 
4.
201211018 - Fjárhagsáætlun 2013
Fjárhagsáætlun 2013. Kynning til fagráða.
Framkvæmdastjórar fræðslu- og menningarmála lögðu fram drög að fjárhagsáætlun ársins 2013. Farið var yfir lykilstærðir og horfur í málaflokknum.

Fræðslu- og menningarráð þakkar kynninguna.
 
5.
201210085 - Beiðni um styrk v/ fyrirhugaðrar fræðslu um tölvufíkn í janúar 2013
Fræðslu- og menningarráð fagnar frumkvæði foreldrafélags GRV sem birtist í styrkumsókninni. Fræðslu- og menningarráð samþykkir að styrkja verkefnið um 100.000 kr.
 
6.
201211019 - Starfshópur um endurskoðun daggæslumála.
Fjárhagsáætlun ársins 2012 gerir ráð fyrir að rekstur leikskóla Vestmannaeyjabæjar verði um 232 milljón krónur. Ljóst er að kostnaðurinn mun verða meiri sem skýrist m.a. af umframkostnaði vegna veikindalauna, meiri sérstuðningsþarfar á leikskólanum og hækkandi matarkostnaðar. Í fjárhagsáætlun ársins 2013 er gert ráð fyrir að útgjöld til leikskóla verði 17,6% hærri en í áætlun ársins 2012. Vaxandi eftirspurn eftir daggæsluúrræðum á síðustu árum og aukin útgjöld því samfara kalla á endurskoðun á málaflokknum.

Minnisblað starfshóps um daggæslumál lagt fram.
Starfshópurinn leggur til eftirfarandi breytingar:
a. Almennur dvalartími, grunngjald lækkar úr 3.042 kr í 2.953 kr.
b. Fæðisgjald hækkar úr 6.647 kr á mánuði fyrir fullt fæði í 7.588 kr.
Fæðiskostnaður foreldra vegna leikskólabarna hefur lítið breyst síðustu ár en á sama tíma hefur kostnaður vegna matarinnkaupa aukist verulega.

Kostnaður foreldra leikskólabarna fyrir átta tíma vistun og fullt fæði verði því samtals kr. 31.210 á mánuði í stað 31.008 krónur.
c. Álag verði sett á vistun umfram 8 klst. þannig að fyrir hverja klst. umfram 8 greiðast 5.906 kr eða 1.477 kr fyrir hverjar 15 mínútur.
d. Viðbótargjald verði innheimt ef foreldrar sækja börn sín of seint. Gjaldið verður 400 kr á hverja 15 mínútur en lækkar um helming fyrsta korterið ef foreldrar hafa samband.

Einnig leggur starfshópurinn til að niðurgreiðslur vegna barna hjá dagforeldrum hefjist við 15 mánaða aldur í stað 18 mánaða aldurs. Einstæðir og sambýlisfólki sem bæði eru í ólánshæfu námi fá niðurgreiðslur áfram frá upphafi vistunar.

Fræðslu- og menningarráð samþykkir fyrirlagðar tillögur og vill við það tækifæri árétta að hlutfall foreldra í heildarkostnaði barna á leikskóla er að meðaltali 23% á móti 77% hlut Vestmannaeyjabæjar.

Vestmannaeyjabær hefur á undanförnum árum lagt mikla áherslu á að bæta þjónustu við foreldra leikskólabarna. Leikskólagjöld hafa farið úr því að vera með þeim hæstu á landinu í það að vera undir landsmeðaltali. Fjöldi leikskólaplássa hefur aukist um 50 á 3-4 árum og kostnaður við málaflokkinn aukist um 63% á sama tíma eða allt að 70 milljónir.

Hlutfall menntaðra leikskólakennara við leikskóla bæjarins hefur hækkað til muna og því stuðlað að enn faglegri þróun starfsins. Lokunum leikskóla vegna skipulags- og starfsdaga hefur fækkað og tilhögun þeirra breytt þannig að sem minnst röskun verði fyrir atvinnuþátttöku foreldra.

Komið hefur fram að ríkið stefnir að því að fæðingarorlof foreldra verði lengt í áföngum í 12 mánuði. Á sama hátt stefnir Vestmannaeyjabær að því að færa niðurgreiðslur til barna hjá dagforeldrum í skrefum niður í 12 mánaða aldur barns og mæta ríkinu þar. Með því að færa niðurgreiðslur vegna barna hjá dagforeldrum niður í 15 mánaða aldur í stað 18 mánaða er stigið fyrsta skrefið í þá átt.

Ráðið felur framkvæmdastjóra að leggja fyrir ráðið til samþykktar nýjar reglur vegna leikskólagjalda og niðurgreiðslna vegna vistunar barna hjá dagforeldrum fyrir 15. desember og munu þær reglur taka gildi frá og með 1. janúar 2013.

Ráðið þakkar stýrihópnum vel unnin störf.
 
7.
200706213 - Fundargerð trúnaðarmála lögð fyrir fræðslu- og menningarráð
Fundargerð trúnaðarmála færð í sérstaka trúnaðarmálabók.
 
 
 
 
 
 
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl.
 
 
Vestmannaeyjabær | Ráðhúsinu | Bárustíg 15 | 900 Vestmannaeyjum | Sími: 488 2000 | postur@vestmannaeyjar.is | Kt.: 690269-0159