08.11.2012

Stjórn Náttúrustofu Suðurlands -

 
 Náttúrustofa Suðurlands. Fundargerð 8.nóvember 2012
 
Fundur í stjórn Náttúrustofu Suðurlands, 8.nóvember 2012 kl. 16:15.
Mættir: Rut Haraldsdóttir og Ingvar A. Sigurðsson.
 
1. mál: Fjárhagsstaða Náttúrustofu Suðurlands.
Stjórn NS lýsir yfir áhyggjum vegna fjárhagsstöðu stofunnar. Ljóst er að tekjur/styrkir koma ekki til
með að dekka rekstur og útgjöld stofunnar, þannig að enn eykst skuld NS við Vestmannaeyjabæ sem
stóð í 3.264.441 kr um síðustu áramót.
 
2. mál: Rekstraráætlun 2013.
Farið yfir fyrirliggjandi rekstraráætlun NS vegna ársins 2013. Fram kemur að tekjur stofunnar á næsta
ári verða kr 19.910.000, launakostnaður er áætlaður kr 18.755.000 svo ljóst er að lítið fjármagn er
eftir til reksturs stofunnar ef ekki koma til meiri tekjur. Stjórnin hvetur starfsmenn til að skoða alla
möguleika á styrkjum og aukin verkefni sem greitt er sérstaklega fyrir til að bæta rekstrarstöðuna
fyrir árið 2013, að öðrum kosti liggur fyrir að endurskipuleggja þarf rekstur stofunnar í heild sinni.
 
3. mál: Annað.
Stjórn samþykkir að senda bréf til Umhverfis‐ og auðlindaráðuneytis og óska eftir fundi með
fulltrúum þess til að ræða möguleika til fjármögnunar á fastri rannsóknastöðu við NS til vöktunar á
sjófuglastofnum.
 
Fundi slitið kl. 16:45
Rut Haraldsdóttir
Ingvar A. Sigurðsson
Vestmannaeyjabær | Ráðhúsinu | Bárustíg 15 | 900 Vestmannaeyjum | Sími: 488 2000 | postur@vestmannaeyjar.is | Kt.: 690269-0159