25.09.2012

Fræðslu- og menningarráð - 251

 

Fræðslu- og menningarráð - 251. fundur

 

haldinn í fundarsal Ráðhúss,

25. september 2012 og hófst hann kl. 12.00

 

 

Fundinn sátu: Hildur Sólveig Sigurðardóttir, Páll Scheving Ingvarsson, Elsa Valgeirsdóttir, Díanna Þyri Einarsdóttir og Trausti Hjaltason.

Dagskrá:

 

 

 

Fundargerð ritaði:  Kristín Jóhannsdóttir, menningarfulltrúi

 

 

 

1.

201203094 - Goslokahátíð 2013

 

Undirbúningur stóra Vestmanneyjagossársins 2013.

 

Ráðið ræddi undirbúning og framkvæmd komandi 40 ára goslokaafmælis. Ráðið leggur ríka áherslu á að vandað verði til við skipulagningu hátíðarinnar og henni verði gert sérstaklega hátt undir höfði á þessu stórafmæli. Þá verður áfram lögð mikil áhersla á fjölbreytni og að höfðað verði jafnt til allra aldurshópa. Ráðið samþykkir að skipa stýrihóp sem leiðir þessa vinnu, Hann er skipaður af Hildur Sólveig Sigurðardóttir, sem jafnframt er formaður hópsins, Pálli Scheving Ingvarssyni varaformanni ráðsins, Birgi Þór Nilsen og starfsmönnum hópsins Kristínu Jóhannsdóttur og Margréti Rós Ingólfsdóttur

 

   

2.

201201122 - Vinabæjarsamskipti Gata - Vestmannaeyjar 2012

 

Umræður um móttöku Vestmannaeyjabæjar vegna heimsóknar frá færeyska vinabænum Götu

 

Ráðið fagnar fyrirhugaðri heimsókn hátt í hundrað færeyinga frá Götu til Vestmannaeyja síðustu helgina í september. Ráðið felur Kristínu Jóhannsdóttur menningarfulltrúa að ræða við þá aðila sem sjá um móttöku hópsins og samþykkir ráðið aðkomu Vestmannaeyjabæjar að henni svo fremi sem hún rúmast innan fjárhagsáætlinar.

 

   

 

 

 

 

 

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 12.38

 

 

Vestmannaeyjabær | Ráðhúsinu | Bárustíg 15 | 900 Vestmannaeyjum | Sími: 488 2000 | postur@vestmannaeyjar.is | Kt.: 690269-0159