16.09.2012

Almannavarnanefnd - 1203

 
Almannavarnanefnd - 1203. fundur
 
 
haldinn í stjórnstöð almannavarnarnefndar við Faxastíg,
16. september 2012 og hófst hann kl. 15.00
 
 
Fundinn sátu:
Karl Gauti Hjaltason formaður, Ragnar Þór Baldvinsson, Karl Björnsson, Adolf Hafsteinn Þórsson, Sigurður Þórir Jónsson, Jóhannes Ólafsson, Ingi Tómas Björnsson.
 
Fundargerð ritaði: Karl Gauti Hjaltason, sýslumaður
 
 
 
Dagskrá:
 
1. 201209090 - Samkomulag almannavarnanefndar og lögreglustjóra við hjálparlið í umdæminu
Rætt um samkomulag sem á að undirrita fyrir 19.okt.nk. Aðilar samningsins eru Almannavarnanefnd, Lögreglustjóri, bæjarstjóri, Björgunarfélag Vestmannaeyja og Rauði Krossinn. Farið var yfir drögin
 
2. 201203095 - Flugslysaæfing 2012
Rætt um undirbúning æfingarinnar. Fram kom að boðið verður upp á námskeið dagana fyrir æfinguna. Ákveðið að aðgerðarstjórn verði í stjórnstöð, þar þarf að manna ritara og fjarskiptamann. Þeir sem ekki komist kalli inn varamann í tíma. Rætt um aðstoð frá Áhaldahúsi við lokun gatna. Ýmislegt annað rætt t.d. vettvangsstjórnstöð, hugsanlega í færanlegu gámahýsi
 
 
 
 
 
 
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 16:10
 
 
Vestmannaeyjabær | Ráðhúsinu | Bárustíg 15 | 900 Vestmannaeyjum | Sími: 488 2000 | postur@vestmannaeyjar.is | Kt.: 690269-0159