13.09.2012

Fræðslu- og menningarráð - 250

 
 
Fræðslu- og menningarráð - 250. fundur
 
haldinn í fundarsal Ráðhúss,
13. september 2012 og hófst hann kl. 16:30
 
 
Fundinn sátu:
Hildur Sólveig Sigurðardóttir, Páll Scheving Ingvarsson, Elsa Valgeirsdóttir, Díanna Þyri Einarsdóttir, Trausti Hjaltason, Erna Jóhannesdóttir, Helga Tryggvadóttir.
 
Fundargerð ritaði:  Erna Jóhannesdóttir, fræðslufulltrúi
 
Sigurlás Þorleifsson sat fundinn sem áheyrnarfulltrúi stjórnenda grunnskólans og Emma Sigurgeirsdóttir fyrir leikskóla. Betsý Ágústsdóttir og S. Diljá Magnúsdóttir sátu fundinn sem áheyrnarfulltrúi foreldra. Áheyrnarfulltrúar leikskóla yfirgáfu fundinn eftir 6. mál. Áheyrnarfulltrúar grunnskóla yfirgáfu fundinn eftir 8. mál.
 
Dagskrá:
 
1.
201209057 - Ályktun kirkjuþings 2012.
Lögð fram til kynningar.
Kirkjuþing 2011 hvetur til að sveigjanleika sé gætt í samskiptum skóla og trúar- og lífsskoðunarhópa í anda óbreyttrar trúfrelsishefðar á Íslandi. Hún felur í sér víðtækt frelsi til tjáningar og iðkunar trúar en virðir jafnframt ólíkar lífsskoðanir. Foreldraréttur skal virtur. Trúarleg og siðferðileg mótun ungmenna sé í samræmi við trú eða lífsskoðanir foreldra.
 
Ráðið tekur undir þessi hvatningarorð kirkjuþingsins og vísar í 6. mál 227. fundar ráðsins þar sem hvatt er til umburðarlyndis í málefnum trúfélaga innan skólasamfélagsins en tekið er fram í lögum um grunnskóla að starfshættir grunnskóla skuli mótast af umburðarlyndi, kærleika og kristinni arfleið íslenskrar menningar.
 
2.
201209056 - Stofnun stýrihóps um daggæslumál.
Vaxandi eftirspurn eftir daggæsluúrræðum á síðustu árum og aukin útgjöld því samfara kalla á endurskoðun á málaflokknum. Ráðið leggur til að stofnaður verði stýrihópur sem yfirfer stöðu daggæslumála hjá sveitarfélaginu. Skoðað verður hver núverandi daggæsluþörf er, kostnaður, fyrirkomulag þjónustunnar, mögulegar leiðir til hagræðingar og jafnframt aukinnar þjónustu.

Stýrihópinn skipa Hildur Sólveig Sigurðardóttir og Díanna Þ. Einarsdóttir ásamt starfsmönnum fræðsluskrifstofu, Jóni Péturssyni og Ernu Jóhannesdóttur.
 
3.
201207038 - Foreldrakönnun barna. Kirkjugerði. Leikskóli.
Niðurstöður foreldrakönnunar sumarið 2012 lagðar fram til kynningar.
Meðal helstu niðurstaðna voru að flestir foreldrar barna á leikskólanum töldu ásættanlegt að leikskólinn loki í 3-4 daga á starfsárinu vegna samstarfs og skipulagsvinnu. Flestir vildu tengja slíkar lokanir við önnur frí á borð við jól, páska eða sumarfrí. Einnig kom greinilega fram mikil ánægja með leikskólann, starfsfólkið og starfið sem þar fer fram. Ráðið þakkar kynningu á niðurstöðum könnunarinnar og þakkar jafnframt þeim foreldrum sem tóku þátt, en svarhlufall var um 41%.
 
4.
201105068 - Sameiginlegt skóladagatal fyrir leikskóla og grunnskóla.
Tillögur um leikskóladagatöl skólaársins 2012-2013 lagðar fram.
Tillögur um leikskóladagatöl lagðar fram. Ráðið lýsir ánægju sinni með að virkir dagar milli jóla og nýárs og þriðji í páskum nýtast í starfsmannadaga. Ráðið samþykkir að 14. september 2012 verði skipulagsdagur í Sóla og 7. júní 2013 skipulagsdagur í Kirkjugerði.

Ráðið samþykkir að Kirkjugerði fái heimild til að loka kl. 14.30 þrisvar á skólaárinu, dagana 5. október., 2. nóvember og 27. mars. til að nýta fyrir starfsmannafundi. Mælt er með að sumarlokun leikskólans sumarið 2013 verði frá 15. júlí til og með 14. ágúst. Þessar samþykktir munu hafa í för með sér bætta þjónustu við barnafjölskyldur enda er áherslan sú að koma til móts við niðurstöður foreldrakönnunar sem lögð var fyrir s.l. sumar.
 
5.
200708045 - Námsvist utan lögheimilissveitarfélags
Viðmiðunarreglur vegna leikskóladvalar utan lögheimilissveitarfélags lagðar fram til kynningar.
Samband íslenskra sveitarfélaga hefur sett fram viðmiðunarreglur og nýja aldursskipta gjaldskrá vegna leikskóladvalar utan lögheimilissveitarfélags. Kostnaður vegna 2ja ára barns í 8 tíma er samkvæmt nýju viðmiðunargjaldskránni 155.973 kr. á mánuði. Kostnaður lögheimilissveitarfélags vegna námsvistar í öðru sveitarfélagi getur því numið 1.5 milljón á ársgrundvelli. Leikskólabörn skulu að jafnaði sækja leikskóla í því sveitarfélagi þar sem þau eiga lögheimili. Ef foreldri barns óskar eftir tímabundinni leikskóladvöl fyrir barn sitt í öðru sveitarfélagi skal það senda rökstudda umsókn til fræðsluráðs sem getur samþykkt beiðnina ef erindið rúmast innan fjárhagsramma fræðslusviðs.
 
Ráðið leggur til að starfsmenn fræðslu- og fjölskyldusviðs móti formlegar reglur innan sveitarfélagsins vegna slíkra afgreiðslna.
 
6.
201208006 - Samningur um skólamáltíðir 2012-2013
Samningur við Einsa kalda um skólamáltíðir fyrir skólaárið 2012-2013 lagður fram til kynningar.
Samningur við Einsa kalda um skólamáltíðir fyrir skólaárið 2012-2013 lagður fram til kynningar.
Vestmannaeyjabær heldur áfram niðurgreiðslum á nemendamáltíðunum, enda almenn ánægja með þjónustuna.
Ráðið samþykkir samninginn fyrir fyrir sitt leyti.
 
7.
201209046 - Íþróttaakademía ÍBV og FíV
Ósk um styrk Vestmannaeyjabæjar við íþróttaakademíu ÍBV og FÍV
Ráðið felur framkvæmdastjóra fjölskyldu- og fræðslusviðs að afla frekari upplýsinga um málið.
 
8.
201209050 - Sameiginleg könnun Sambands íslenskra sveitarfélaga og Félags grunnskólakennara
Sameiginleg könnun Sambands íslenskra sveitarfélaga og Félags grunnskólakennara. 2012.
Lögð fram til kynningar.
 
9.
200706213 - Fundargerð trúnaðarmála lögð fyrir fræðslu- og menningarráð
Fundargerðfærð í sérstaka trúnaðarmálabók.
Tvö mál tekin fyrir.
 
 
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17.25
Vestmannaeyjabær | Ráðhúsinu | Bárustíg 15 | 900 Vestmannaeyjum | Sími: 488 2000 | postur@vestmannaeyjar.is | Kt.: 690269-0159