25.06.2012

Stjórn Náttúrustofu Suðurlands -

 

Náttúrustofa Suðurlands. Fundargerð 21.júní 2012

Fundur í stjórn Náttúrustofu Suðurlands, 21. júní 2012 kl. 16.00.

 

Mættir: Halla Svavarsdóttir, Jóhanna Njálsdóttir, Rut Haraldsdóttir og Ingvar A. Sigurðsson.

1. mál: Rætt um greinargerð starfshóps vegna NS. Eftirfarandi bókun var lögð fram:

Greinargerð starfshóps vegna rekstrarstöðu Náttúrustofu Suðurlands.

Í greinargerð stýrihópsins koma fram nokkrar tillögur um framtíðarfyrirkomulag NS. Bæjarráð

Vestmannaeyja fjallaði um skýrsluna á fundi sínum þann 5. júní s.l. og fól stýrihópnum að

vinna málið áfram í samræmi við tillögur greinargerðarinnar og umræðu á fundinum.

Stjórn NS vonast til að þeirri vinnu ljúki sem fyrst svo hægt verði að meta stöðu og framtíð

NS en ljóst er að til verulegs niðurskurðar kemur ef ekki fæst aukið framlag frá ríkinu eða

auknar tekjur til rekstrarins.

Eins og fram kemur í 10. grein laga nr. 60 frá 1992 um Náttúrufræðistofnun og náttúrustofur

þá er framlag ríkissjóðs til náttúrustofu ákveðið í fjárlögum hverju sinni og miðast við fjárhæð

sem nemur launum forstöðumanns í fullu starfi að viðbættri fjárhæð sem er allt að jafnhá

þeirri fjárhæð og rennur hún til reksturs náttúrustofu. Nú hefur þessi ákvæði laganna ekki

verið framfylgt og er rekstur stofunnar þess vegna í uppnámi.

Skv. e-lið 11. gr. sömu laga, sjá að ofan, verður ekki annað séð en að Umhverfisstofnun beri

lögbundin skylda til þess að gera samning við Náttúrustofu Suðurlands um að annast

almennt eftirlit með náttúru landsins. Ekki er til þess vitað að slíkur samningur sé í gildi við

NS, en þar leynast eflaust tekjumöguleikar fyrir NS.

Enginn vöktunarsamningur er í gildi um stöðu svartfuglastofnsins við Vestmannaeyjar þrátt

fyrir grafalvarlega stöðu hans.

 

2. mál: Erindi frá Þekkingarsetri Vestmannaeyja (ÞV) dags. 13.06 varðandi þátttöku NS í

uppbyggingu á nýrri aðstöðu fyrir ÞV og stofnanir þess.

Stjórn NS lýsir áhuga á áframhaldandi samstarfi innan ÞV og þá í hinu nýja húsnæði að

Strandvegi 30. Er það þó háð því að samkomulag náist um leigðan fermetrafjölda og sölu á

eignarhluta NS í Strandvegi 50.

 

3. mál: NS verður að gera sig sýnilegri með kynningarefni sem sent verður á sveitarfélög og

stærri fyrirtæki.

 

4. mál. Stjórn NS lýsir yfir verulegum áhyggjum á stjórn beitarmála hrossa og sauðfjár á

viðkvæmum og opnum svæðum á Heimaey. Stjórnin hvetur Umhverfis – og framkvæmdasvið

til að taka á þessum málum og banna beit á viðkvæmum svæðum.

 

Fundi slitið kl. 17:15

 

Rut Haraldsdóttir

Halla Svavarsdóttir

Jóhanna Njálsdóttir

Ingvar A. Sigurðsson

Vestmannaeyjabær | Ráðhúsinu | Bárustíg 15 | 900 Vestmannaeyjum | Sími: 488 2000 | postur@vestmannaeyjar.is | Kt.: 690269-0159