13.06.2012

Fræðsluráð - 248

 
 
 
Fræðsluráð - 248. fundur
 
haldinn í fundarsal Ráðhúss,
miðvikudaginn 13. júní 2012 og hófst hann kl. 12:00
 
 
Fundinn sátu:
Hildur Sólveig Sigurðardóttir, Elsa Valgeirsdóttir, Díanna Þyri Einarsdóttir, Trausti Hjaltason, Jón Pétursson, Erna Jóhannesdóttir, Fanney Ásgeirsdóttir, Alda Gunnarsdóttir, Júlía Ólafsdóttir, Helga Tryggvadóttir.
 
Fundargerð ritaði: Erna Jóhannesdóttir, fræðslufulltrúi
 
S. Diljá Magnúsdóttir áheyrnarfulltrúi foreldra GRV sat fundinn í 1.til 3. máli. Áheyrnarfulltrúar grunnskólans yfirgáfu fundinn eftir þriðja mál. Áheyrnarfulltrúar leikskóla sátu fundinn í 4. og 5. máli
 
Dagskrá:
 
1. 200905038 - GRV. Úthlutun v stuðningsfulltrúa
Úthlutun stöðugilda vegna stuðningsfulltrúa skólaárið 2012-2013.
Skólastjóri greindi frá þörf fyrir stuðningsfulltrúa til að sinna fylgd og stuðningi við fatlaða nemendur skólans skólaárið 2012-2013. Óskað er eftir heimild fyrir 8,5 stöðugildum stuðningsfulltrúa. Ráðið samþykkir úthlutunina fyrir sitt leyti.
 
 
2. 200706210 - Starfsmannamál GRV
Breyting á starfsmannahaldi. Kynning.
Fanney Ásgeirsdóttir gerði grein fyrir breytingum á starfsmannahaldi GRV. Fram kom að sex kennarar og deildarstjóri elsta stigs munu koma til starfa í ágúst eftir fæðingarorlof. Þrír kennarar verða í leyfi næsta skólaár. Einn kennari verður í leyfi fram í febrúar og einn kennari í íþróttahúsi hættir störfum í haust. Ráðið þakkar honum góð störf. Ráðið þakkar kynninguna.
 
 
3. 201206035 - Aðalnámskrár grunn- og leikskóla 2011.
Aðalnámskrár grunn- og leikskóla lagðar fram til kynningar.
Aðalnámskrár grunn- og leikskóla lagðar fram til kynningar. Aðalnámskrár hafa ígildi reglugerðar og í þeim er kveðið nánar á um útfærslu laga og reglugerða. Þær kveða m.a. á um markmið og fyrirkomulag skólastarfs, kennsluskipan og viðmið um námskröfur og námsframvindu. Ráðið þakkar kynninguna og hvetur starfsmenn leik- og grunnskóla ásamt bæjarbúum öllum að kynna sér efni nýrrar aðalnámskrár en hún er aðgengileg á www.menntamalaraduneyti.is/utgefid-efni/namskrar/. Ljóst er að ný aðalnámskrá mun hafa mikil áhrif á skólastarf framtíðarinnar en stefnt er að því að hún verði að fullu innleidd árið 2015.
 
 
4. 201109056 - Skólamáltíðir í leikskólanum Kirkjugerði.
Framkvæmdastjóri fjölskyldu- og fræðslusviðs óskar eftir heimild til að ganga til samninga við Einar Björn Árnason um skólamáltíðir fyrir leikskólann Kirkjugerði.
Ráðið samþykkir að veita umrædda heimild.
 
 
5. 201104071 - Leikskólamál.
Fræðslufulltrúi kynnir stöðu í leikskólamálum Vestmannaeyjabæjar.
Fræðslufulltrúi kynnir stöðu í leikskólamálum Vestmannaeyjabæjar. Öll börn af biðlistum sem verða 18 mánaða 1. september 2012 fá inni í leikskóla í haust. Í haust verða amk. 86 börn á Sóla, 80 börn á Kirkjugerði og 48 börn á 5 ára deildinni í Víkinni sem gerir samtals 214 börn. Hjallastefnan hefur tekið við stjórn leikskólans Sóla og mun alfarið taka við rekstri þann 15. ágúst n.k. Ráðið þakkar kynninguna. Töluverð þörf er á stuðningi í leikskólanum fyrir börn með sérþarfir og ljóst er að endurskoða þarf fjármagn til þessa þáttar við gerð fjárhagsáætlunar 2013.
Úthlutun leikskólaplássa verður áfram á vegum Vestmannaeyjabæjar og reglur um inntöku barna á leikskóla eru þær sömu og verið hefur.
Ráðið þakkar kynninguna.
 
 
 
6. 200703065 - Gæsluvöllurinn Strönd við Miðstræti
Rekstur gæsluvallarins Strandar sumarið 2012.
Ráðið samþykkir tillögu fræðslufulltrúa um að starfstími gæsluvallarins Strandar verði dagana 16. júlí til og með 15. ágúst 2012 kl. 13 - 16. Sigurleif Kristmannsdóttir hefur verið ráðin umsjónarmaður gæsluvallarins. Ráðið samþykkir tillöguna.
 
 
7. 200706207 - Frístundaverið.
Skýrsla starfsársins 2011-2012 og dagatal frístundavers skólaárið 2012-2013 lagt fram til kynningar.
Ráðið þakkar kynninguna og greinargóða samantekt um starf frístundaversins á liðnu skólaári. Ráðið þakkar yfirumsjónarmanni góð störf og óskar honum velfarnaðar á nýjum starfsvettvangi.
 
 
8. 200706213 - Fundargerð trúnaðarmála lögð fyrir fræðslu- og menningarráð
Undir þennan lið falla trúnaðarmál fræðsluráðs.
Fundargerð trúnaðarmála færð í sérstaka trúnaðarmálabók.
 
 
 
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 13
 
 
 
 
Vestmannaeyjabær | Ráðhúsinu | Bárustíg 15 | 900 Vestmannaeyjum | Sími: 488 2000 | postur@vestmannaeyjar.is | Kt.: 690269-0159