15.05.2012

Fræðsluráð - 247

 
 
 
Fræðsluráð - 247. fundur
 
haldinn í fundarsal Ráðhúss,
þriðjudaginn 15. maí 2012 og hófst hann kl. 16:30
 
 
Fundinn sátu:
Hildur Sólveig Sigurðardóttir, Páll Scheving Ingvarsson, Elsa Valgeirsdóttir, Díanna Þyri Einarsdóttir, Trausti Hjaltason, Jón Pétursson, Erna Jóhannesdóttir, Fanney Ásgeirsdóttir, Helga Tryggvadóttir.
 
Fundargerð ritaði: Erna Jóhannesdóttir, fræðslufulltrúi
 
S. Siljá Magnúsdóttir sat fundinn sem áheyrnarfulltrúi foreldra GRV.
 
Dagskrá:
 
1. 201204067 - Erindi frá kennurum GRV lagt fram.
Framhald á 1. máli 246. fundar. Erindi frá kennurum GRV frá 12. apríl 2012.
 
Stýrihópurinn sem skipaður var á síðasta fundi fræðsluráðs og samanstendur af Hildi Sólveigu Sigurðardóttur formanni, Páli Scheving Ingvarssyni varaformanni og Trausta Hjaltasyni ráðsmanni, telur ekki þörf á að auka við stjórnendahlutfall GRV enda liggur ákvörðun bæjarráðs varðandi málið fyrir. Í dag er stjórnunarhlutfall GRV sambærilegt við það sem er hjá sambærilegum skólastofnunum. Stýrihópurinn hefur þó skilning á því að ákveðinn óstöðugleiki sem upp kom í vetur í stjórnendahópnum, veldur tímabundnum vanda. Þeim vanda var mætt m.a. með afleysingarstarfsmönnum, með því að heimila stjórnendum tímabundið að taka út kennsluskyldu sína á móti auknu hlutfalli stjórnunar auk þess sem fræðsluskrifstofan bauð aðstoð sína við stjórnun skólans. Stýrihópurinn leggur fram eftirfarandi tillögur sem miða að því að draga úr álagi af stjórnendum skólans og veita kennurum það bakland sem þeir þurfa innanhúss:
 
a) Aukið verði við núverandi samþykkta kennslustundaúthlutun. Við það skapast tækifæri til að létta á fjölmennum bekkjum sem ætti að létta álagi af nemendum, kennurum og stjórnendum.
b) Skólastjórnendur skýri verkferla hvað varði inngrip í agavandamál og leitað verði allra leiða til að starfsmenn geti afgreitt sem mest sjálfir þau mál sem upp koma. Aðkoma stjórnenda í agamálum ætti helst að vera þegar mál eru komin á alvarleg stig.
c) Starfsfólk verði vel upplýst um stuðningskerfi skólans og þau úrræði sem þeim standa til boða. Má þar nefna námsver, námsráðgjafa, deildarstjóra, sálfræðing, þroskaþjálfa og kennsluráðgjafa.
d) Mikilvægt er að skólastjóri geri starfsfólki sínu ávallt ljóst hver staðgengill hans er þegar skólastjóri er fjarri sinni starfsstöð. Einnig er nauðsynlegt staðgengillinn hafi umboð skólastjóra til að leysa vandamál sem upp koma.
e) Mikilvægt er að gott, náið og árangursríkt samstarf sé á milli fræðsluskrifstofu og GRV.
f) Skýrari verkferlar og árangursríkari valddreifing þarf að vera innan stjórnunarteymis GRV.
 
Óski skólastjóri eftir aðstoð við frekari útfærslu fyrirlagðra tillagna getur hann leitað til fræðsluskrifstofu.
 
Stýrihópurinn telur að framangreind úrræði verði til þess að ná fram sameiginlegum markmiðum sveitarfélagsins og skólaumhverfisins í heild. Þau eru að skapa sem bestar aðstæður fyrir grunnskólanemendur til náms og þroska þar sem hagsmunir þeirra og velferð eru hafðir að leiðarljósi.
 
Ráðið samþykkir niðurstöður stýrihópsins og þakkar þeirra störf og þakkar um leið kennurum fyrir að koma faglegum sjónarmiðum sínum á framfæri.
 
 
2. 200805104 - Grunnskóli. Úthlutun kennslustunda v skólastarfs í GRV
Framhald á 2. máli 246. fundar.
Framhald á 2. máli 246. fundar.
 
Fræðsluskrifstofa leggur til að aukið verið við núverandi samþykkta úthlutun á kennslumagni sem er 1224 kennslustundir fyrir skólaárið 2012-2013 og úthlutun verði 1250 kennslustundir. Tillagan er annars vegar byggð á þeirri ánægjulegu staðreynd að dregið hefur úr áætlaðri fækkun nemenda GRV og hins vegar hafa skapast aðstæður innan ákveðinna fjölmennra bekkjardeilda sem krefjast úrræða.
 
Ráðið samþykkir fyrirlagðar tillögur fræðsluskrifstofu að breyttri úthlutun á kennslumagni fyrir skólaárið 2012-2013 og samþykkir að skólinn fái 1250 kennslustundir til ráðstöfunar með þeim skilyrðum að viðbótarúthlutun verði nýtt til að létta á fjölmennustu bekkjardeildum GRV. Með þessari samþykkt er ráðið að fjölga kennslustundum frá síðasta skólaári þrátt fyrir fækkun nemenda. Ráðið felur fræðsluskrifstofu að fara yfir verkferla við ákvörðun úthlutunar kennslumagns við fjárhagsáætlunargerð hvers árs til að koma í veg fyrir framúrkeyrslur sem þessa. Ráðið felur framkvæmdastjóra fræðslusviðs að finna leiðir til að aukinn kostnaður vegna þessa máls falli innan þess fjármagns sem áætlað er til fræðslumála fyrir árið 2012.
 
 
 
 
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 16.43
 
 
 
 
Vestmannaeyjabær | Ráðhúsinu | Bárustíg 15 | 900 Vestmannaeyjum | Sími: 488 2000 | postur@vestmannaeyjar.is | Kt.: 690269-0159