07.05.2012

Stjórn Náttúrustofu Suðurlands -

 
Náttúrustofa Suðurlands. Fundargerð 7.maí 2012
Fundur í stjórn Náttúrustofu Suðurlands, 7.maí 2012 kl. 16.00.
 
 
Mættir: Halla Svavarsdóttir, Jóhanna Njálsdóttir, Rut Haraldsdóttir og Ingvar A. Sigurðsson.
 
1. mál: Ársreikningur Náttúrustofu Suðurlands kynntir og ræddir. Staðan mjög slæm. Skuld
stofunnar við Vestmannaeyjabæ er tæpar 4 milljónir. Fjárframlög duga engan veginn til
rekstrar, hvað þá til að greiða niður skuldir. Stjórnarformanni falið að ræða við bæinn um
reksturinn og að bærinn taki yfir eignarhluta stofunnar í Strandvegi 50.
 
2. mál: Ársskýrsla lögð fram og kynnt. Margt skemmtilegt og merkilegt gert.
 
3. mál: Verkefni sumarsins. Haldið áfram með rannsóknir á lundastofninum, styrkur fékkst úr
veiðikortasjóði fyrir hluta rannsóknanna. Áfram unnið að rannsóknum á farháttum skrofunnar.
Stefnt að því að ljúka útivinnu vegna jarðfræðikortlagningar á Heimaey. Einnig verður fuglalíf
í Dyrhólaey skoðað fyrir Umhverfisstofnun.
 
4. mál. Húsnæðismál rædd, kynnt drög að samningi vegna nýja húsnæðisins. Miðað við
stöðuna í dag ræður Náttúrustofan ekki við húsaleiguna eins og hún er sett fram í drögunum.
 
5. mál. Rut og Ingvar ræddu við Pál Marvin (sjá 5. mál 10/10 2011). Tekið verður tillit þeirrar
stöðu sem stofan er í.
 
Fundi slitið kl. 17.00
 
Rut Haraldsdóttir
Halla Svavarsdóttir
Jóhanna Njálsdóttir
Ingvar A. Sigurðsson
Vestmannaeyjabær | Ráðhúsinu | Bárustíg 15 | 900 Vestmannaeyjum | Sími: 488 2000 | postur@vestmannaeyjar.is | Kt.: 690269-0159