18.04.2012

Fræðslu- og menningarráð - 245

 
Fræðslu- og menningarráð
 
Menningarráð - 245. fundur
 
haldinn í fundarsal Ráðhúss,
miðvikudaginn 18. apríl 2012 og hófst hann kl. 11.30
 
 
Fundinn sátu:
Hildur Sigurðardóttir, Páll Scheving Ingvarsson, Elsa Valgeirsdóttir, Díanna Þyri Einarsdóttir, Trausti Hjaltason og Kristín Jóhannsdóttir.
 
Fundargerð ritaði:  Kristín Jóhannsdóttir, menningarfulltrúi
 
 
 
Dagskrá:
 
1.
200703016 - Bæjarlistamaður Vestmannaeyja.
Val á bæjarlistamanni 2012
Ráðið hefur komist að niðurstöðu.  Tilkynnt verður um valið við hátíðlega athöfn á sumardaginn fyrsta.
 
2.
201203094 - Goslokahátíð 2012
Skipun starfshóps til að vinna að dagskrá goslokahátíðar 2012.
 
 Fræðslu- og menningarráð samþykkir að Birgir Nielsen, Margrét Rós Ingólfsdóttir og Kristín Jóhannsdóttir muni leiða vinnu við skipulag og framkvæmd goslokahátíðarinnar 2012. Ráðið hvetur starfshópinn til að þróa áfram þá fjölbreyttu og góðu dagskrá sem einkennt hefur goslokahátíðina og að lögð verði áhersla á vandaða barnadagskrá og þannig höfðað jafnt til allra aldurshópa.
 
 
 
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 12.30
 
 
 
 
 
 
Vestmannaeyjabær | Ráðhúsinu | Bárustíg 15 | 900 Vestmannaeyjum | Sími: 488 2000 | postur@vestmannaeyjar.is | Kt.: 690269-0159