03.04.2012

Fræðslu- og menningarráð - 244

 
Fræðslu- og menningarráð – 244. fundur
 
haldinn í fundarsal Ráðhúss,
þriðjudaginn 3. apríl 2012 og hófst kl. 16.30
 
 
Fundinn sátu:
Hildur Sólveig Sigurðardóttir, Páll Scheving Ingvarsson, Elsa Valgeirsdóttir, Díanna Þyri Einarsdóttir, Trausti Hjaltason og Kristín Jóhannsdóttir.
 
Fundargerð ritaði:  Kristín Jóhannsdóttir menningarfulltrúi
 
 
 
Dagskrá:
 
1.
201203094 - Goslokahátíð 2012
Undirbúningur goslokahátíðar 2012
Ráðið ræddi undirbúning og framkvæmd komandi goslokahátíðar. Ráðið leggur ríka áherslu á fjölbreytni viðburða og að í dagskrárgerð hátíðarinnar verði höfðað jafnt til allra aldurshópa. Menningarfulltrúa Vestmannaeyjabæjar er falið að ræða við aðila til að koma að hugmyndavinnu við undirbúning á goslokahátíðinni
 
2.
201202016 - Leikur að menningu - Leikjanámskeið LV
Umsókn um aðkomu Vestmannaeyjabæjar að leikjanámskeiði fyrir börn næsta sumar.
Ráðið fagnar því frumkvæði sem birtist í umsókninni og tekur jákvætt í erindið. Verkefnið fellur vel að æskulýðsstefnu Vestmannaeyjabæjar ásamt því að það mun koma á framfæri, á nýstárlegan máta, mikilvægri menningarsögu Vestmannaeyja til heimamanna jafnt og ferðamanna sem sækja Vestmannaeyjar heim. Því leggur ráðið það til að Vestmannaeyjabær útdeili tveimur flokkstjórum vinnuskólans í sumar til Leikfélags Vestmannaeyja í umrætt verkefni. Ráðið felur menningarfulltrúa frekari framgöngu málsins.
 
3.
201102076 - Skansinn. Skiltagerð.
Beiðni um samþykki ráðsins á efni og uppsetningu upplýsingaskilta á Skansinum.
Ráðið þakkar kynninguna og samþykkir fyrir sitt leyti efni og uppsetningu upplýsingaskiltanna. 
 
 
 
 
 
 
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17.10
Vestmannaeyjabær | Ráðhúsinu | Bárustíg 15 | 900 Vestmannaeyjum | Sími: 488 2000 | postur@vestmannaeyjar.is | Kt.: 690269-0159