22.02.2012

Nefnd um byggingu menningarhúss - 1458

 
Bæjarstjórn Vestmannaeyja - 1458. fundur
 
haldinn Akógeshúsinu við Hilmisgötu,
miðvikudaginn 22. febrúar 2012 og hófst kl. 18.00
 
 
Fundinn sátu:
Gunnlaugur Grettisson, Elliði Vignisson, Páley Borgþórsdóttir, Páll Marvin Jónsson, Páll Scheving Ingvarsson, Guðlaugur Friðþórsson og
 Jórunn Einarsdóttir.
 
Fundargerð ritaði:  Rut Haraldsdóttir, framkvæmdastjóri stjórnsýslu- og
fjármálasviðs.
 
Páll Scheving Ingvarsson og Guðlaugur Friðþórsson véku af fundi við afgreiðslu á máli 2 í fundargerð umhverfis- og skipulagsráðs Vestmannaeyja nr. 155 frá 17. febrúar s.l.
 
Dagskrá:
 
1.
201202087 - Þriggja ára áætlun Vestmannaeyjabæjar 2013-2015
FYRRI UMRÆÐA.
Elliði Vignisson bæjarstjóri lagði fram greinargerð og hafði framsögu um þriggja ára áætlun Vestmannaeyjabæjar og stofnana hans fyrir árin 2013-2015.
 
Samþykkt var með sjö samhljóða atkvæðum að vísa þriggja ára áætlun Vestmannaeyjabæjar og stofnana hans fyrir árin 2013-2015 til síðari umræðu.
 
2.
201202090 - Fyrirhugað bann við veiðum á svartfugli.
Ályktun bæjarstjórnar:
Bæjarstjórn Vestmannaeyja mótmælir harðlega fyrirhuguðu frumvarpi umhverfisráðherra sem færir yfirráð nytjaréttar frá rétthöfum og tillögu um algjört bann á svartfuglaveiðum. Í því felst mikið en algjörlega innistæðulaust vantraust á þá sem nytja þessi hlunnindi. Bæjarstjórn Vestmannaeyja hefur frá því viðkomubrestur hjá lundastofninum í Vestmannaeyjum hófst, brugðist við í samstarfi við Félag bjargveiðimanna með takmörkun á veiðitímabili úr 45 dögum í 5 og að lokum veiðibanni. Viðkomubrestur stafar af fæðuskorti enekki ofveiði. Bann við veiðum á lunda mun ekki auka fæðuna í hafinu við Vestmannaeyjar. Það eru engin rök sem styðja jafn harkalega aðgerð og algjört veiðibann, enda ástand stofna mjög mismunandi eftir landsvæðum. Bæjarstjórn Vestmannaeyja er mjög umhugað um að ganga vel um hlunnindi sín og hefur alla tíð gert.
Gunnlaugur Grettisson
Elliði Vignisson
Páley Borgþórsdóttir
Páll Marvin Jónsson
Guðlaugur Friðþórsson
Páll Scheving Ingvarsson
Jórunn Einarsdóttir
Ályktunin var samþykkt með sjö samhljóða atkvæðum.
 
 
3.
201201014F - Framkvæmda- og hafnarráð Vestmannaeyja nr. 119 frá 18. janúar s.l.
Liðir 1-6 liggja fyrir til staðfestingar.
Liðir 1-6 voru samþykktir með sjö samhljóða atkvæðum.
 
4.
201201015F - Umhverfis- og skipulagsráð Vestmannaeyja nr. 153 frá 20. janúar s.l.
Liðir 1-5 liggja fyrir til staðfestingar.
Liðir 1-5 voru samþykktir með sjö samhljóða atkvæðum.
 
 
5.
201201016F - Fræðslu- og menningarráð nr. 242 frá 31. janúar s.l.
Liðir 4 og 6 liggja fyrir til umræðu og staðfestingar.
Liðir 1-3,5,7 og 8 liggja fyrir til staðfestingar.
Liður 4 var samþykktur með sex atkvæðum Jórunn Einarsdóttir greiddi atkvæði á móti og gerði grein fyrir atkvæði sínu. Elliði Vignisson og Páley Borgþórsdóttir gerðu einnig grein fyrir atkvæðum sínum.
Liðir 1-3,5,6,7 og 8 voru samþykktir með sjö samhljóða atkvæðum.
 
6.
201201017F - Umhverfis- og skipulagsráð Vestmannaeyja nr. 154 frá 1. febrúar s.l.
Liðir 1-10 liggja fyrir til staðfestingar.
Liðir 1-10 voru samþykktir með sjö samhljóða atkvæðum.
 
7.
201202002F - Bæjarráð Vestmannaeyja nr. 2927 frá 7. febrúar s.l.
Liður 1 liggur fyrir til umræðu og staðfestingar.
Liður 1 var samþykktur með sex atkvæðum. Jórunn Einarsdóttir greiddi atkvæði á móti. 
 
8.
201202001F - Fjölskyldu- og tómstundaráð nr. 103 frá 8. febrúar s.l.
Liðir 1-7 liggja fyrir til staðfestingar.
Liðir 1-7 voru samþykktir með sjö samhljóða atkvæðum.
 
9.
201202005F - Framkvæmda- og hafnarráð Vestmannaeyja nr. 120 frá 10. febrúar s.l.
Liðir 1-3, 5 og 7 liggja fyrir til staðfestingar.
Liðir 4 og 6 liggja fyrir til kynningar.
Liðir 1-3, 5 og 7 voru samþykktir með sjö samhljóða atkvæðum.
 
10.
201202007F - Bæjarráð Vestmannaeyja nr. 2928 frá 13. febrúar s.l.
Liður 1 liggur fyrir til umræðu og staðfestingar.
Liðir 2 og 3 liggja fyrir til staðfestingar.
Liður 1 var samþykktur með sjö samhljóða atkvæðum.
Liðir 2 og 3 voru samþykktir með sjö samhljóða atkvæðum.
 
11.
201202006F - Umhverfis- og skipulagsráð Vestmannaeyja nr. 155 frá 17. febrúar s.l.
Liður 2 liggur fyrir til umræðu og staðfestingar. Liðir 1-3, 5 og 7 liggja fyrir til staðfestingar.
Liður 12 liggur fyrir til kynningar.
Liður 2 var samþykktur með fimm atkvæðum. Páll Scheving Ingvarsson og Guðlaugur Friðþórsson véku af fundi.
Liðir 1-3, 5 og 7 voru samþykktir  með sjö samhljóða atkvæðum.
 
12.
201202011F - Framkvæmda- og hafnarráð Vestmannaeyja nr. 121 frá 21. febrúar s.l.
Liðir 1 - 3 liggja fyrir til staðfestingar.
Liðir 1 - 3 voru samþykktir með sjö samhljóða atkvæðum.
 
 
 
 
 
 
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 19.15
 
 
 
Vestmannaeyjabær | Ráðhúsinu | Bárustíg 15 | 900 Vestmannaeyjum | Sími: 488 2000 | postur@vestmannaeyjar.is | Kt.: 690269-0159