01.02.2012

Fræðslu- og menningarráð - 242

 
Fræðslu- og menningarráð - 242. fundur
 
haldinn í fundarsal Ráðhúss,
þriðjudaginn 31. janúar 2012 og hófst hann kl. 16.30
 
 
Fundinn sátu:
Hildur Sólveig Sigurðardóttir, Páll Scheving Ingvarsson, Elsa Valgeirsdóttir, Díanna Þyri Einarsdóttir, Gígja Óskarsdóttir, Jón Pétursson, Erna Jóhannesdóttir, Kristín Jóhannsdóttir, Stefán Sigurjónsson, Fanney Ásgeirsdóttir, Alda Gunnarsdóttir, Júlía Ólafsdóttir, Bryndís Guðjónsdóttir og Helga Tryggvadóttir.
 
Fundargerð ritaði:  Erna Jóhannesdóttir, fræðslufulltrúi
 
Alda Gunnarsdóttir, Júlía Ólafsdóttir, Marta Jónsdóttir, og Betsý Ágústsdóttir áheyrnarfulltrúar leikskólans sátu fundinn í 6. máli. Diljá Magnúsdóttir og Fanney Ásgeirsdóttir áheyrnarfulltrúar grunnskólans, Erna Jóhannesdóttir og Jón Pétursson komu inn á fund eftir 5. mál og Kristín Jóhannsdóttir yfirgaf fundinn eftir 5. mál. Elsa Valgeirsdóttir og Helga Tryggvadóttir komu inn á fundinn í 6. máli. Áheyrnarfulltrúar leikskóla yfirgáfu fundinn eftir 6. mál.
 
Dagskrá:
 
1.
201201121 - Æfingahúsnæði - drög að samningi um aðkomu Vestmannaeyjabæjar
Menningarfulltrúi lagði fram samning á milli fulltrúa ungra tónlistarmanna og Vestmannaeyjabæjar.  Fræðslu- og menningarráð samþykkir fyrirlagðan samning milli ungra tónlistarmanna í Vestmannaeyjum og Vestmannaeyjabæjar um afnot af húsnæði við Skildingarveg með því skilyrði að Vestmannaeyjabæjar geti nýtt krafta tónlistarmannanna við menningartengda viðburði bæjarfélagsins og að reynt verði eftir megni að gefa ungmennahljómsveitum kost á plássi til æfinga.
 
2.
201201122 - Tónlistarhópurinn "Blítt og létt" óskar eftir þjónustusamningi vegna söngferðar hópsins til Færeyja
Ráðið fagnar mikilvægu framlagi til menningarsamstarfs á milli Vestmannaeyjabæjar og vinabæjarins Götu í Færeyjum.  Ráðið felur menningarfulltrúa að ræða við bréfritara  og gera þjónustusamning varðandi  aðkomu bæjarins að málinu.
 
3.
201201124 - Íslenskur tónlistararfur úr Vestmannaeyjum. Erindi frá Kára Bjarnasyni forstöðumanni bókasafns og Stefáni Sigurjónssyni um verkefni sem felur í sér að rita upp nótur úr íslenskum handritum er tengjast Vestmannaeyjum og gera þau aðgengileg tónlistarfólki, sem og áhugafólki um tónlistararf Eyjanna.
Fræðslu- og menningarráð tekur vel í hugmyndina svo framarlega sem fjármögnun verkefnisins verði eins og lagt er upp með. Ráðið felur Rut Haraldsdóttur framkvæmdarstjóra stjórnsýslusviðs framgang málsins.
 
4.
201107004 - Útboð á rekstri leikskóla.
Ályktun stýrihóps vegna útboðs á rekstri leikskólans Sóla lögð fram.
Framkvæmdastjóri fjölskyldu- og fræðslusviðs fór yfir þau tilboð sem bárust út af rekstri Sóla. Stýrihópur, sem ráðið fól að yfirfara tilboðin hefur farið ítarlega yfir og metið tilboðsgögn og sent frá sér eftirfarandi  ályktun:
"Eftir að hafa metið tilboðin sem bárust hefur stýrihópur komist að eftirfarandi niðurstöðu: Af þeim þremur tilboðum sem bárust vegna útboðs rekstrar leikskólans Sóla voru tvö sem uppfylltu öll skilyrði sem sett voru í útboðsforsendum. Stýrihópurinn mælir með að gengið verði til samninga við lægstbjóðanda sem er Hjallastefnan ehf.
Drífa Þöll Arnardóttir (sign), Helga Björk Ólafsdóttir (sign) og Díanna Þ. Einarsdóttir (sign)."
Ráðið þakkar stýrihópnum góð og fagleg störf í þágu leikskólamála Vestmannaeyjabæjar. Ráðið tekur undir og samþykkir ályktun stýrihópsins og vísar málinu til bæjarráðs.
Ráðið felur framkvæmdastjóra að halda foreldrum og starfsmönnum Sóla eins vel upplýstum og kostur er um mál leikskólans Sóla.
 
5.
201111051 - Reglugerð nr 1040 um ábyrgð og skyldur aðila skólasamfélagsins í grunnskóilum. 21. október 2011
Reglugerð nr 1040 um ábyrgð og skyldur aðila skólasamfélagsins í grunnskóla lögð fram til kynningar.
Ráðið þakkar kynninguna.
 
6.
201111055 - Samræmd próf 2011
Framhald af 4. máli 239. fundar frá 21. nóvember 2011. Greinargerð skólastjóra vegna niðurstaðna samræmdra prófa.
Fanney Ásbjörnsdóttir skólastjóri GRV kynnti greinargerð og aðgerðaráætlun vegna samræmdra prófa 2011. Ráðið þakkar greinargóða kynningu  og fagnar því að unnið er  föstum tökum við að greina  mögulegar leiðir til að draga úr veikleikum og auka styrkleika skólastarfsins. Metnaður er lykilorðið í skólastarfi því hann skilar árangri, á því liggur enginn vafi,  hvort sem um er að ræða metnað nemenda,  kennara, foreldra eða skólastjórnenda.  Góð samvinna allra uppeldisstofnana og jákvætt starfsumhverfi er nauðsynlegt fyrir börn, foreldra og kennara. Ráðið bindur miklar vonir við að þessi aðgerðaráætlun og einbeittur vilji hlutaðeigandi aðila stuðli að betri árangri í samræmdum prófum á komandi árum.
 
7.
201109101 - Úttekt á Grunnskóla Vestmannaeyja haustið 2011
Niðurstöður úttektar á starfsemi Grunnskóla Vestmannaeyja.
Fræðslufulltrúi kynnti helstu niðurstöður úttektar á Grunnskóla Vestmannaeyja. Úttektin var gerð á grundvelli laga um grunnskóla og samkvæmt þriggja ára áætlun mennta- og menningarmálaráðuneytis um úttektir á grunnskólastigi. Markmið úttektar er að leggja mat á starfsemi GRV með hliðsjón af gildandi lögum, reglugerðum og aðalnámskrá og veita almennt upplýsingar um starfsemi skólans. Það er mat úttektaraðila að í GRV fari fram faglegt og gott skólastarf, stjórnun skólans er skilvirk, starfsfólk skólans reynslumikið og vel menntað. Samruni skólanna tveggja frá árinu 2006 hefur tekist vel og almenn ánægja með breytinguna meðal allara helstu hagsmunaaðila. Starfsmönnum virðist almennt líða vel og starfsandi góður. Nemendur eru ánægðir með skólann sinn og líðan þeirra góð skv. könnunum. Mikil áhersla hefur verið á faglegt innra starf. Helst er fundið að því að tími stjórnenda til frágangs faglegs innra starfs sé ekki nægur. Styrkja má umgjörð félagslífs á unglingastigi. Nokkuð ber á umræðu um neikvæð samskipti meðal nemenda á unglingastigi. Almenn skoðun var að auka þyrfti metnað og forgangsröðun í garð skólans, einkum meðal eldri nemenda og í raun samfélagsins alls. Í skýrslunni koma fram tillögur til úrbóta. Fræðslu- og menningarráð þakkar kynninguna og felur skólaskrifstofu að koma með tillögur um aðgerðaráætlun til að mæta niðurstöðum skýrslunnar. Umræddar tillögur verða sendar ráðuneytinu.
 
8.
201201123 - Skólahreysti 2012 - umsókn um styrk
Fræðsluráð getur ekki orðið við erindinu.
 
 
 
 
 
 
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18.06
Vestmannaeyjabær | Ráðhúsinu | Bárustíg 15 | 900 Vestmannaeyjum | Sími: 488 2000 | postur@vestmannaeyjar.is | Kt.: 690269-0159