11.01.2012

Fræðslu- og menningarráð - 241

 
Fræðslu- og menningarráð - 241. fundur
 
haldinn í fundarsal Ráðhúss,
miðvikudaginn 11. janúar 2012 og hófst hann kl. 17.00
 
 
Fundinn sátu:
Hildur Sólveig Sigurðardóttir, Páll Scheving Ingvarsson, Elsa Valgeirsdóttir, Díanna Þyri Einarsdóttir, Trausti Hjaltason, Erna Jóhannesdóttir, Kristín Jóhannsdóttir, Fanney Ásgeirsdóttir, Alda Gunnarsdóttir og Júlía Ólafsdóttir.
 
Fundargerð ritaði:  Erna Jóhannesdóttir, fræðslufulltrúi
 
Diljá Magnúsdóttir sat fundinn sem áheyrnarfulltrúi foreldra GRV í málum 1. - 5.máli. Alda Gunnarsdóttir, Júlía Ólafsdóttir og Marta Jónsdóttir áheyrnarfulltrúar leikskóla yfirgáfu fundinn eftir annað mál og Fanney Ásgeirsdóttir fór af fundi eftir 6. mál. Helga Hallbergsdóttir sat fundinn í 7. máli.
 
Dagskrá:
 
1.
201103090 - Innritunar- og innheimtureglur leikskóla Vestmannaeyjabæjar
Innritunar- og innheimtureglur ásamt umsóknareyðublöðum um niðurgreiðslur leikskólagjalda lögð fram.
Kynnt var þörf á breytingum á innritunar- og innheimtureglum.   Fræðslufulltrúa er falið að fara yfir reglurnar og  skýra  orðalag nánar.
 
2.
201105032 - Daggæsla, dagvistun í heimahúsum
Daggæsla í heimahúsum. Fjöldi dagforeldra við störf.
Ingunn B. Sigurðardóttir Bjartmars hefur tekið aftur til starfa  eftir hálfs árs hlé sem dagforeldri.  Hún er með reksturinn að Brimhólabraut 32 hér í bæ og er með gilt leyfi til ársins 2014. Aðrir dagforeldrar eru Arndís Lára Jónsdóttir, Bröttugötu 15, Berglind Ósk Sigvarðsdóttir, Skólavegi 21 og  Hulda Sif Þórisdóttir, Skólavegi 21.  Jafnframt er Hansína Metta Jóhannsdóttir væntanleg til starfa innan tíðar.
 
3.
200703025 - Mat á skólastarfi
Kynning á innra mati skólastarfs GRV skólaárið 2011-2012.
Ráðið þakkar fróðlega kynningu.
 
4.
200805104 - Úthlutun kennslustunda v skólastarfs í GRV
Úthlutun stunda til kennslu og skólastarfs í GRV skólaárið 2012-2013.
Fræðslufulltrúi lagði fram tillögu að úhlutun kennslustunda til skólastarfs í Grunnskóla Vestmannaeyja fyrir skólaárið 2012-2013. Fjöldi nemenda verður um u.þ.b. 565 á næsta skólaári en er núna 589 . Lagt er til að heildarfjöldi kennslustunda verði 1222 stundir á viku og auk þess 2,5 kennslustundir á viku vegna sértækra verkefna.
Til viðbótar er úthlutun til bókasafnsstarfa samtals  51,5 dagvinnustund á viku og 26 yfirvinnustundir vegna gæslu í frímínútum og hádegishléi.
Fræðslu- og menningarráð samþykkir ofangreinda tillögu.
 
 
5.
201111056 - Stofnun íþróttaakademíu við GRV.
Formaður fræðslu- og menningarráðs kynnti vinnu stýrihóps um íþróttaakademíu GRV og ÍBV-íþróttafélags og fór yfir lokaskjal hópsins.
  Stýrihópurinn leggur til að farið verði í þróunarverkefni á vorönn 2012 þar sem sett verður á fót íþróttaakademía við GRV.
  Það sem stýrihópurinn vill ná fram með stofnun íþróttaakademíu:
· Efla áhuga, metnað og árangur ungra íþróttamanna í námi og íþróttum
· Draga úr brottfalli úr íþróttum á viðkvæmum aldri.
· Draga úr vímuefnaneyslu unglinga.
· Fylgja skóla-, æskulýðs-, og íþróttastefnu sveitarfélagsins.
· Koma á formlegra samstarfi milli GRV og íþróttahreyfingarinnar.
· Auka þjónustu við afreksfólk og hvetja nemendur til að tileinka sér hugmyndafræði íþrótta í námi og hugmyndafræði náms í íþróttum.
Allir nemendur 9. og 10. bekkjar sem hafa íþróttir í vali munu eiga möguleika á að velja íþróttaakademíuna sem valgrein. Þeir nemendur sem innritast í íþróttaakademíuna þurfa að skrifa undir lífsstílssamning þar sem þeim verður m.a. óheimilt að neyta vímuefna og krafa verður gerð um námsárangur og fyrirmyndarhegðun. Þeim mun standa til boða alhliða þjálfun innan stundaskrár þar sem lögð verður áhersla á styrk, snerpu, teygjur o.þ.h. Fræðslufyrirlestrar verða haldnir reglulega. Nemendum í fótbolta og handbolta mun standa til boða tækniæfingar 1x í viku, en þeir nemendur eru flestir allra nemenda sem eru með íþróttir í vali.  
Ráðið samþykkir framlagðar hugmyndir stýrihópsins sem hefur  unnið  gott og faglegt starf. Jafnframt þakkar ráðið meðlimum stýrihópsins störf þeirra í þágu uppbyggingar skóla- og íþróttastarfs í Vestmannaeyjum. Ráðið felur framkvæmdastjóra fræðslusviðs að ganga frá samningi við ÍBV-íþróttafélag vegna reksturs íþróttaakademíu GRV og ÍBV-íþróttafélags.
Það er fullvissa ráðsins að þetta þróunarverkefni muni koma til með að styrkja samstarfsvettvang GRV og ÍBV-íþróttafélags, vera mikilvæg forvarnarvinna og efla íþróttastarf Vestmannaeyja. 
 
6.
200706213 - Fundargerð trúnaðarmála lögð fyrir fræðslu- og menningarráð
Trúnaðarmál.
Fundargerð trúnaðarmála færð í sérstaka trúnaðarmálabók.
 
7.
201002009 - Sagnheimar
Nýráðinn safnstjóri Sagnheima, Helga Hallbergsdóttir kynnir safnastefnu safnsins.
Ráðið þakkar kynninguna og býður Helgu Hallbergsdóttur velkomna til starfa.
 
8.
201201037 - Beiðni um styrk.
Beiðni um styrk vegna útgáfu á geisladiskinum "Also nú meikar þú það Gústi" sem kom út fyrir jólin.
Ráðið samþykkir að koma að útgáfunni á geisladisknum "Also nú meikaru það Gústi" og felur menningarfulltrúa afgreiðslu málsins. Það er einlæg von ráðsins að minning Gústa muni lifa um ókomin ár.
 
9.
201201050 - Beiðni um styrk.
Beiðni um aðkomu Vestmannaeyjabæjar að fjármögnun á æfingahúsnæði fyrir unga tónlistarmenn.
Ráðið tekur jákvætt í erindið og felur menningarfulltrúa að hafa samband við bréfritara og vinna að nánari útfærslu málsins og leggja fyrir næsta fund.
 
10.
201201020 - Beiðni um styrk.
Sigurdís Harpa Arnarsdóttir sækir um styrk vegna sýningar á verkum sínum á þrettándanum í anddyri Safnahúss.
Ráðið samþykkir að kaupa verk af listamanninum og felur menningarfullrúa afgreiðslu málsins.
 
11.
201201009 - Tímabundið lán á fiðlu í eigu Byggðasafns Vestmannaeyja.
Beiðni um tímabundið lán á Neuner & Hornsteiner fiðlu (1864) Byggðasafns til Balazs Stankowsky fiðluleikara
Ráðið samþykkir tímabundið lán á fiðlu í eigu Byggðasafns Vestmannaeyja. Það er von ráðsins að með þessari ákvörðun öðlist hljóðfærið framhaldslíf. Ráðið felur Helgu Hallbergsdóttur safnstjóra að ganga frá skilyrðum og samningi vegna láns á fiðlunni.
 
 
 
 
 
 
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18.59
 
 
Vestmannaeyjabær | Ráðhúsinu | Bárustíg 15 | 900 Vestmannaeyjum | Sími: 488 2000 | postur@vestmannaeyjar.is | Kt.: 690269-0159