17.10.2011

Fræðslu- og menningarráð - 238

 
Fræðslu- og menningarráð - 238. fundur
 
haldinn í fundarsal Ráðhúss,
mánudaginn 17. október 2011 og hófst hann kl. 16.30
 
 
Fundinn sátu:
Hildur Sólveig Sigurðardóttir, Elsa Valgeirsdóttir, Díanna Þyri Einarsdóttir, Trausti Hjaltason, Elliði Vignisson, Jón Pétursson, Erna Jóhannesdóttir, Kristín Jóhannsdóttir, Alda Gunnarsdóttir og Júlía Ólafsdóttir.
 
Fundargerð ritaði:  Erna Jóhannesdóttir, fræðslufulltrúi
 
Einnig sátu Betsý Ágústsdóttir og Marta Jónsdóttir áheyrnarfulltrúar leikskóla fundinn í fyrsta máli.
 
Dagskrá:
 
1.
201107004 - Útboð á rekstri leikskóla.
Framhald af 2. máli 237. fundar fræðslu- og menningarráðs um útboð á rekstri leikskóla.
Ráðið hefur farið yfir drög útboðsgagna stýrihóps varðandi útboð á leikskólanum Sóla og samþykkir þau fyrir sitt leyti. Ráðið felur framkvæmdastjóra og stýrihópnum að auglýsa og annast útboð á leikskólanum Sóla. Að útboðsfresti liðnum  óskar ráðið þess að stýrihópurinn skili til ráðsins mati á umsækjendum og hans áliti hvað varðar ákjósanlegasta tilboðið. Að því loknu mun fræðslu- og menningarráð  fara yfir sömu gögn og skila sínu áliti til bæjarráðs sem mun taka endanlega ákvörðun. Áætlað er að þeirri vinnu ljúki eigi síðar en í lok janúar 2012.
 
2.
201110066 - Ósk um styrk vegna Frostrósatónleika
Erindi frá á Védísi Guðmundsdóttur. Beiðni um styrk fyrir vinnu með stúlknakór sem syngur á tónleikum Frostrósa.
Ráðið getur ekki ekki orðið við erindinu, en felur menningarfulltrúa að ræða við umsækjanda um aðkomu að öðrum verkefnum kórsins.
 
3.
201110065 - Ósk um styrk vegna tónleikahalds
Íslenskt tónlistarfólk óskar eftir styrk vegna tónleikahalds í Salzburg.
Ráðið getur ekkki orðið við erindinu, en bendir á  að sækja um styrk til Menningarráðs Suðurlands.
 
4.
201110046 - Beiðni um styrk vegna útgáfu bókar með ritverka- og ljóðasafni Árna Árnasonar
Marinó Sigursteinsson ásamt ritnefnd sækir um styrk til útgáfu bókar með ljóðasafni Árna Árnasonar.
Fræðslu- og menningarráð fagnar því frumkvæði og þeim metnaði sem birtist í verkefninu.  Ráðið samþykkir kaup á 10 eintökum af bókinni að útgáfu lokinni. Fræðslu- og menningarráð hvetur útgefanda til að sækja um styrk til Menningarráðs Suðurlands.
 
5.
201011075 - Umræða um Eldheima.
Eldheimar. Staða verkefnis og næstu skref.
Elliði Vignisson bæjarstjóri kom og gerði grein fyrir stöðu Eldheima. Ráðið þakkar kynninguna og samþykkir fyrir sitt leyti framgang verkefnisins á þeim forsendum sem gefnar eru.
 
6.
201110123 - Landsbyggðartónleikar á vegum FÍH og F.Í.T.- Flytjendur ársins 2012
Fyrir liggur tilboð frá Félagi íslenskra tónlistarmanna um tónleikahald ýmissa listamanna.
Ráðið felur menningarfulltrúa bæjarins að skoða viðburðardagatal ársins 2012 með möguleika á því að nýta sér krafta þess tónlistafólks sem í boði er. Menningarfulltrúi mun kynna sínar hugmyndir á næsta fundi en frestur til að leggja inn pantanir er til 20. nóvember.
 
7.
201110132 - Starfslaun bæjarlistamanns
Umræður um breytingar á reglum um starfslaun bæjarlistamanns
Ráðið samþykkir breytingar á reglum um starfslaun bæjarlistamanns Vestmannaeyja en helstu breytingarnar felast í því að starfslaunin verða veitt annað hvert ár og því hlýtur Bæjarlistamaður Vestmannaeyja þann titil í 2 ár frá útnefningu. Önnur breyting sem gerð verður er að auk umsókna verði sóst eftir tilnefningum um starfslaun bæjarlistamanns Vestmannaeyja. 
Þessar breyting eru fyrst og fremst gerðar til að auka veg og virðingu þeirra listamanna sem þennan heiður hljóta.
Í sama vettvangi vill ráðið koma á fót sjóð til að styðja við unga listamenn sem veitt verður úr það ár er ekki er valinn bæjarlistamaður Vestmannaeyja. Formanni ráðsins og menningarfulltrúa er falið að vinna að stofnun sjóðsins.
 
 
 
 
 
 
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17.47
Vestmannaeyjabær | Ráðhúsinu | Bárustíg 15 | 900 Vestmannaeyjum | Sími: 488 2000 | postur@vestmannaeyjar.is | Kt.: 690269-0159