13.10.2011

Fræðslu- og menningarráð - 237

 
Fræðslu- og menningarráð - 237. fundur
 
haldinn í fundarsal Ráðhúss,
fimmtudaginn 13. október 2011 og hófst hann kl. 16:30
 
 
Fundinn sátu:
Hildur Sólveig Sigurðardóttir, Páll Scheving Ingvarsson, Elsa Valgeirsdóttir, Díanna Þyri Einarsdóttir, Jón Pétursson, Erna Jóhannesdóttir, Alda Gunnarsdóttir, Júlía Ólafsdóttir.
 
Fundargerð ritaði: Erna Jóhannesdóttir, fræðslufulltrúi
 
Einnig sátu Betsý Ágústsdóttir og Marta Jónsdóttir, Drífa Þöll Arnardóttir og Helga Björk Ólafsdóttir fundinn.
 
Dagskrá:
 
1. 201109081 - Beiðni um leyfi til að færa lokun leikskóla á milli daga
Kynning á erindi frá starfsmönnum leikskólanna vegna tilfærslu á lokun leikskólanna milli daga.
Óskað var eftir leyfi til að breyta skóladagatali með því að loka leikskólunum kl. 14 fimmtudaginn 6. október á móti því að hætt yrði við lokun föstudaginn 25. nóvember. Framkvæmdastjóri samþykkti erindið fyrir sitt leyti að því tilskyldu að haft yrði samráð við foreldrafélög og samþykki fengið af þeirra hálfu fyrir þessum breytingum á skóladagatalinu.
Ráðið þakkar kynninguna.
 
 
2. 201107004 - Útboð á rekstri leikskóla.
Kynning á niðurstöðum stýrihóps vegna útboðs á rekstri.
Stýrihópur vegna útboðs á starfsemi Sóla kynntu niðurstöður sínar. Ráðið þakkar góða vinnu hópsins. Afgreiðslu frestað til næsta fundar.
 
 
 
 
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17.13
Vestmannaeyjabær | Ráðhúsinu | Bárustíg 15 | 900 Vestmannaeyjum | Sími: 488 2000 | postur@vestmannaeyjar.is | Kt.: 690269-0159