04.08.2011

Fræðslu- og menningarráð - 235

 
Fræðslu- og menningarráð - 235. fundur
 
haldinn í fundarsal Ráðhúss,
fimmtudaginn 4. ágúst 2011 og hófst hann kl. 16:00
 
 
Fundinn sátu:
Hildur Sólveig Sigurðardóttir, Páll Scheving Ingvarsson, Elsa Valgeirsdóttir, Trausti Hjaltason, Jón Pétursson, Erna Jóhannesdóttir, Alda Gunnarsdóttir, Júlía Ólafsdóttir og Marta Jónsdóttir.
 
Fundargerð ritaði: Erna Jóhannesdóttir, fræðslufulltrúi
 
 
Dagskrá:
 
1. 201107004 - Útboð á rekstri leikskóla.
Stofnun stýrihóps um útboð á rekstri leikskóla skv. 1451.fundi bæjarstjórnar 21. júlí 2011
Fræðslu- og menningarráð ræddi ákvörðun bæjarstjórnar frá 21. júlí sl. um útboð á rekstri leikskólans Sóla. Ráðið telur mikilvægt að vanda vel til verka við slíka skipulagsbreytingu og skipar skv. beiðni bæjarstjórnar, stýrihóp til að gæta sérstaklega að faglegum forsendum við gerð útboðs. Eftirfarandi aðilar eru tilnefndir í umræddan stýrihóp; Helga Björk Ólafsdóttir, fulltrúi meirihluta, Díanna Einarsdóttir, fulltrúi minnihluta og Drífa Þöll Arnardóttir, fulltrúi foreldra. Ráðið felur stýrihópnum að annast gerð útboðsgagna í samvinnu við ráðgefandi aðila. Fræðslu- og menningarráð telur æskilegt að leitað verði eftir samstarfi við ráðgjafafyrirtæki sem hefur reynslu af slíku útboði. Framkvæmdastjóri fjölskyldu- og fræðslusviðs og fræðslufulltrúi munu vera stýrihópnum til aðstoðar.
Stýrihópnum er gert að skila niðurstöðum fyrir 1. október 2011.
 
 
Júlía Ólafsdóttir leikskólastjóri óskar eftir að bóka athugasemd um að hún vilji sjá starfandi leikskólakennara inni í stýrihópi sem eigi að gæta faglegra hagsmuna í útboðsferli .
 
Hildur Sólveig óskar að bóka: "Það var sérstaklega ákveðið að skipa Helgu Björk Ólafsdóttur m.a. vegna leikskóla- og grunnskólakennaramennntunar hennar. Leikskólakennarar og stjórnendur verða boðaðir á fund stýrihópsins og geta þar komið faglegum sjónarmíðum sínum á framfæri.
 
 
 
 
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 16.32
 
Vestmannaeyjabær | Ráðhúsinu | Bárustíg 15 | 900 Vestmannaeyjum | Sími: 488 2000 | postur@vestmannaeyjar.is | Kt.: 690269-0159