16.06.2011

Fræðslu- og menningarráð - 234

 
 
 
Fræðslu- og menningarráð - 234. fundur
 
haldinn í fundarsal Ráðhúss,
fimmtudaginn 16. júní 2011 og hófst hann kl. 16:00
 
 
Fundinn sátu:
Hildur Sólveig Sigurðardóttir, Páll Scheving Ingvarsson, Trausti Hjaltason, Jón Pétursson, Erna Jóhannesdóttir, Fanney Ásgeirsdóttir, Helga Tryggvadóttir.
 
Fundargerð ritaði: Erna Jóhannesdóttir, fræðslufulltrúi
 
Einnig sátu fundinn Marta Jónsdóttir fulltrúi starfsmanna leikskólans og Júlía Ólafsdóttir skólastjóri Sóla.
 
Dagskrá:
 
1. 201105032 - Daggæsla í heimahúsum
Kynning á stöðu daggæslumála í Vestmannaeyjum.
Fræðslufulltrúi gerði grein fyrir stöðu daggæslu í heimahúsum. Allt bendir til þess að alls 5 dagforeldrar verði starfandi í haust. Tveir af þeim hafa leyfi fyrir fimm börn hvor en þrír dagforeldrar hefja störf á næstunni og hefur hver af þeim leyfi fyrir 4 börnum. Samtals verða þá leyfi fyrir 22 börn ef allt gengur eftir. Ef talin er þörf á fleiri dagforeldrum mun Vestmannaeyjabær auglýsa eftir einstaklingum sem áhuga hafa á að starfa sem dagforeldrar. Fræðslu- og menningarráð samþykkir að veita hverju starfandi dagforeldri 20.000 kr í styrk til leikfangakaupa á þessu ári.
 
 
2. 201104071 - Leikskólamál.
Kynning á stöðu biðlista í leikskóla.
Öll börn sem voru á biðlista 14.6. 2011 og verða orðin 18 mánaða 1. september n.k. hafa fengið pláss í leikskóla næta vetur. Verið er að senda út bréf til foreldra og munu börnin væntanlega geta hafið leikskólanám í ágúst eða september. Biðlistinn hefur verið að taka breytingum í vor og sumar þar sem íbúum með börn á leikskólaaldri fjölgar jafnt og þétt í Eyjum. Framkvæmdastjóri fjölskyldu- og fræðslusviðs leggur til að biðlistinn verði "frystur" 1. maí á hverju ári og unnið sé að því að þau börn sem verða 18 mánaða og eldri í lok ágúst og eru á biðlistanum "við frystingu" gangi fyrir um leikskólapláss að hausti. Ráðið leggur til að samt sem áður verði tekið tillit til eldri leikskólabarna sem bætast á biðlistann. Með þessari reglu er auðveldara að gefa foreldrum skýrari svör um inntöku barna þeirra á leikskólann.
 
 
3. 201105068 - Sameiginlegt skóladagatal fyrir leikskóla og grunnskóla.
Framhald af 4. máli 233.fundar um skóladagatal 2011-2012.
Lagðar voru fram tillögur að sameiginlegu dagatali fyrir leikskólana, grunnskólann og frístundaverið fyrir skólaáarið 2011-2012.
Ráðið samþykkir dagatalið og jafnframt að sumarlokanir leikskóla 2012 verði frá 16. júlí til og með 16. ágúst.
 
 
4. 200706210 - Starfsmannamál GRV
Upplýsingar um stöðu starfsmannamála í GRV skólaárið 2011-2012.
Fanney Ásgeirsdóttir gerði grein fyrir breytingum á starfsmannamálum í Grunnskóla Vestmannaeyjum.
Við kennslu, stjórnun og námsráðgjöf í skólanum unnu í vetur 69 manns í 58,3 stöðugildum. Þroskaþjálfi er í 70% stöðu. Stuðningsfulltrúar voru 14 í 8,7 stöðugildum, skólaliðar eru 18 og tveir matráðar samtals í 14,8 stöðugildum. Ritarar eru 3 í rúmlega 2 stöðugildum og húsverðir eru 2. Samtals voru starfandi 109 manns á vegum skólans, auk afleysingafólks til styttri tíma.
Ein deildarstjórastaða var lögð niður og ráðinn hefur verið deildarstjóri til afleysinga í eitt ár. Þrír kennarar hætta störfum og tveir koma inn aftur úr framlengdu fæðingarorlofi. Þrír skólaliðar hætta störfum og þrír koma nýir til starfa. Ráðið þakkar starfsfólki sem hverfur af vettvangi fyrir góð störf og óskar þeim velfarnaðar á nýjum vettvangi.
 
 
5. 200905038 - GRV. Úthlutun v stuðningsfulltrúa
Áætluð þörf fyrir stuðingsfulltrúa skólaárið 2011-2012
 
Skólastjóri greindi frá þörf fyrir stuðningsfulltrúa til að sinna fylgd og stuðningi við fatlaða nemendur skólans skólaárið 2011-2012. Óskað er eftir heimild fyrir 8,2 stöðugildum stuðningsfulltrúa.
 
 
 
6. 200708045 - Námsvist utan lögheimilissveitarfélags
Fræðslufulltrúi gerir grein fyrir stöðu námsvistunar utan lögheimilissveitarfélags
Í vetur stunduðu 5 börn sem hafa lögheimilisvist í Vestmannaeyjum nám í öðrum sveitarfélögum skólaárið 2010-2011. Kostnaður vegna námsvistar þeirra er 2.047.867.
 
Tvö börn með lögheimilisvist í öðrum sveitarfélögum stunduðu nám í Vestmannaeyjum. Lögheimilissveitarfélög þeirra greiddu samtals 906.300 krónur til Vestmannaeyjabæjar vegna náms þeirra.
 
Reykjavíkurborg hefur gefið út þau skilaboð að framvegis verði gjöld vegna leikskólabarna innheimt í samræmi við raunkostnað en ekki skv. viðmiðunargjöldum sem Samband íslenskra sveitarfélaga gefur út. Viðmiðunargjöld Sambandsins vegna leikskólabarna var rétt tæpar 80.000 krónur á mánuði fyrir fulla vist, en þau gjöld verða um 130 til 140.000 krónur frá júní 2011. Ekki er gert ráð fyrir að sami háttur verði hafður á vegna grunnskólabarna. Ráðið felur fræðslufulltrúa að kanna þetta frekar og þá hvernig önnur sveitarfélög taka þessari hækkun.
 
 
7. 201106069 - Skólastjórastaða Tónlistarskóla Vestmannaeyjabæjar
Umræður um stöðu skólastjóra Tónlistarskóla Vestmannaeyja.
Fræðslu- og menningarráð fjallaði um stöðu skólastjóra Tónlistarskóla Vestmannaeyja en fyrir liggur að Guðmundur H. Guðjónsson skólastjóri mun láta af störfum í júlí vegna aldurs. Í samræmi við verkferla beinir fræðslu- og menningarráð því til bæjarráðs að kanna tafarlaust hvort ástæða sé til að gera breytingu á starfslýsingu eða fyrirkomulagi starfsins og gera þá ráð fyrir slíku við auglýsingu starfsins.
 
  
 
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17.33
 
 
 
 
Vestmannaeyjabær | Ráðhúsinu | Bárustíg 15 | 900 Vestmannaeyjum | Sími: 488 2000 | postur@vestmannaeyjar.is | Kt.: 690269-0159