29.04.2011

Fræðslu- og menningarráð - 233

 
 
 
Fræðslu- og menningarráð - 233. fundur
 
haldinn í fundarsal Ráðhúss,
föstudaginn 29. apríl 2011 og hófst hann kl. 12:30
 
 
Fundinn sátu:
Hildur Sólveig Sigurðardóttir, Páll Scheving Ingvarsson, Elsa Valgeirsdóttir, Díanna Þyri Einarsdóttir, Trausti Hjaltason, Jón Pétursson, Erna Jóhannesdóttir, Alda Gunnarsdóttir, Valgerður Guðjónsdóttir, Þórdís Jóelsdóttir.
 
Fundargerð ritaði: Erna Jóhannesdóttir, fræðslufulltrúi
 
Júlía Ólafsdóttir skólastjóri leikskólans Sóla, Marta Jónsdóttir fulltrúi starfsmanna leikskóla og Elísa Kristmannsdóttir aðstoðarskólastjóri GRV sátu fundinn. Páll Scheving vék af fundi í 7. máli
 
Dagskrá:
 
1. 201104070 - Ályktun frá leikskólakennurum
Bréf frá 9. deild félags leikskólakennara í Vestmannaeyjum lagt fram.
Ráðið þakkar bréfið en bendir bréfriturum á að ákvörðun ráðsins að fella starf leikskólafulltrúa niður er tekið að vel ígrunduðu máli. Ráðið skilur vel áhyggjur leikskólakennara vegna þessara breytinga en telur að faglegt starf á leikskóla sé áfram tryggt með hæfu og vel menntuðu starfsfólki.
 
 
2. 201104071 - Leikskólamál.
Úthlutun á leikskólarýmum og biðlistar. Staða mála kynnt.
Framkvæmdastjóri fjölskyldu- og fræðslusviðs gerði grein fyrir stöðu biðlista á leikskóla. Fram kemur að á þessu ári hefur 42 börnum nú þegar verið úthlutað leikskólaplássi. Á biðlista eru enn 16 börn sem verða orðin 18 mánaða og eldri fyrir 1. september 2011. Stefnt er að því að skoða næstu úthlutun í maí/júní. Ráðið telur mikilvægt að finna öllum börnum sem ná 18 mánaða aldursmörkunum fyrir 1. september nk. pláss á leikskóla og felur framkvæmdastjóra og fræðslufulltrúa ásamt leikskólastjórum að taka saman hugsanlegar leiðir í þeim efnum.
 
 
3. 201005042 - Daggæsla í heimahúsum.
Kynning á stöðu daggæslumála í heimahúsum.
Framkvæmdastjóri fjölskyldu- og fræðslusviðs gerði grein fyrir stöðu daggæslu í heimahúsum. Í dag eru sjö dagforeldrar starfandi með samanlagt 31 barn. Sú óvenjulega staða skapast í vor eða haust að fjórir af þeim hætta störfum og eftir standa pláss fyrir einungis 15 börn. Mikilvægt er að fjölga dagforeldrum til að mæta þeirri þörf sem skapast og hefur Vestmannaeyjabær nú þegar auglýst eftir einstaklingum sem hafa áhuga á að starfa sem dagforeldrar.
 
 
4. 201104072 - Skóladagatal 2011-2012.
Skóladagatöl leik- og grunnskóla lögð fram.
Skóladagatal Sóla, Kirkjugerðis og GRV lögð fram. Ráðið felur framkvæmdastjóra fjölskyldu- og fræðslusviðs og fræðslufulltrúa að yfirfara þau og skoða hvort þau falli að tilmælum ráðsins varðandi samræmingu. Mikilvægt er að skapa eins mikila samfellu og möguleg er meðal annars til að draga úr röskun og vinnutapi forráðamanna.
 
 
5. 201104073 - Niðurskurður skólabókasafna. Bréf frá Röddum, samtökum um vandaðan upplestur og framsögn.
Erindi frá Röddum. Lagt fram til kynningar.
 
Fram kemur í bréfi frá Röddum, samtökum um vandaðan upplestur og framsögn, að áhyggjur eru af niðurskurði á skólasöfnum landsins. Ráðið vill benda á að slíkur niðurskurður á ekki við um rekstur skólabókasafna í Vestmannaeyjum.
 
 
6. 200805104 - Úthlutun kennslustunda til skólastarfs í GRV
Úthlutun kennslustunda til skólastarfs í GRV skólaárið 2011-2012.
Framkvæmdastjóri fjölskyldu- og fræðslusviðs leggur fram tillögu að úhlutun kennslustunda til skólastarfs í Grunnskóla Vestmannaeyja fyrir skólaárið 2011-2012. Fjöldi nemenda er um 581 sem er nánast sami fjöldi og á núverandi skólaári. Lagt er til að heildarfjöldi kennslustunda verði 1241 stund sem er sami kennslustundafjöldi og á núverandi skólaári að frádregnum 20 kennslustundum sem var úthlutað tímabundið í ár vegna gæðastarfs í skóla. Til viðbótar er úthlutun til bókasafnsstarfa samtals 52,3 dagvinnustundir á viku og 26 yfirvinnustundir vegna gæslu í frímínútum og hádegishléi. Tillagan hefur verið lögð fyrir skólastjóra GRV sem er samþykkur henni. Fræðslu- og menningarráð samþykkir ofangreinda tillögu.
 
 
7. 201104054 - Þjónustuhúsið á tjaldsvæðinu í Herjólfsdal
Flutningur á lausri skólastofu. Óskað er eftir athugasemdum ráðsins vegna samþykktar bæjarráðs.
Flutningur á annarri af tveimur lausum skólastofum við Barnaskólann mun ekki hafa stórfelld áhrif á skólastarf GRV og gerir fræðslu- og menningarráð því ekki athugasemdir við samþykkt bæjarráðs.
 
 
 
 
 
 
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 13:35
 
 
 
 
Vestmannaeyjabær | Ráðhúsinu | Bárustíg 15 | 900 Vestmannaeyjum | Sími: 488 2000 | postur@vestmannaeyjar.is | Kt.: 690269-0159