24.03.2011

Fræðslu- og menningarráð -

 
Fræðslu- og menningarráð - 230. fundur
 
haldinn í fundarsal Ráðhúss,
fimmtudaginn 24. mars 2011 og hófst hann kl. 15:30
 
 
Fundinn sátu:
Hildur Sólveig Sigurðardóttir, Díanna Þyri Einarsdóttir, Elsa Valgeirsdóttir, Trausti Hjaltason, Sigurlaug Björk Böðvarsdóttir, Rut Haraldsdóttir og Kristín Jóhannsdóttir.
 
Fundargerð ritaði:  Kristín Jóhannsdóttir, menningarfulltrúi
 
 
 
Dagskrá:
 
1.
201102096 - Skráning og mat á listaverkasafni Vestmannaeyjabæjar.
Erindi frá Kára Bjarnasyni forstöðumanni bókasafns Vestmannaeyja þar sem hann leggur til að fengnir verði sérfræðingar til að meta listaverkasafn Vestmannaeyjabæjar.
 
Ráðið þakkar ábendinguna, en yfir 500 listaverk - mörg menningarlega mikilvæg og sum ómetanleg eru í eigu bæjarins og því mikilvægt að standa vörð um þau. Ráðið felur framkvæmdastjóra stjórnsýslu og fjármálasviðs að útfæra þetta nánar í samráði við Kára Bjarnason.  Áætlaður kostnaður við mat safnsins er allt að kr. 100.000.- Í framhaldinu er Kára falið að endurskoða útlánareglur safnsins með tilliti til vermæta.
 
2.
201102097 - Árið 2012 eru 150 ár frá stofnun bókasafns Vestmannaeyja og 80 ár frá stofnun Byggðasafns Vestmannaeyja
Erindi frá Kára Bjarnasyni forstöðumanni bókasafns Vestmannaeyja þar sem hann leggur til að stofnaður verði starfshópur til að minnast þessara tímamóta hjá Bóka- og Byggðasafni Vestmannaeyja á næsta ári.
Ráðið beinir því til stjórnenda bókasafns og byggðasafns að hefja þegar í stað undirbúning að afmælisárinu og felur Kára Bjarnasyni forstöðumanni bókasafns að leiða slíka vinnu fyrir hönd Vestmannaeyjabæjar.  Ráðið óskar eftir því að svo fljótt sem verða má liggi fyrir drög að því hvernig best verði að afmælinu staðið.
 
 
3.
201102076 - Skansinn. Skiltagerð.
Helga Hallbergsdóttir og Ívar Atlason kynna hugmyndir um uppsetningu skilta á Skanssvæðinu á vegum Hitaveitu Suðurnesja.
Ráðið þakkar kynningarnar og fagnar framtaki Hitaveitu Suðurnesja í að halda hátt á lofti merkri sögu og menningararfi Hitaveitunnar í Vestmannaeyjum og þeiri merku sögu sem Skansinn segir.
Ráðið samþykkir þau drög sem kynnt hafa verið og lýsir sig reiðubúið til að mæta kostnaði við prentun og uppsetningu á skiltum í tengslum við þessa vinnu.  Áætluð kostnaðar þátttaka Vestmannaeyjabæjar vegna þessa verkhluta er um 400.000.  Ráðið óskar erftir að loka hönnun skilta verði lögð fyrir ráðið áður en þau fara í prentun.  Stefn er að því skiltin fari upp fyrir sumarið.
 
 
4.
201103059 - Beiðni um styrk til nemendaráðs FíV v söngvakeppni á Akureyri.
Beiðni um styrk til nemendaráðs FíV v söngvakeppni.
Ráðið getur ekki orðið við erindinu.  Hinsvegar hefur ráðið áhuga á að nýta krafta tónlistarfólksins í tengslum við einhverja af þeim fjölmörgu menningarviðburðum sem framundan eru á árinu og felur því menningarfulltrúa að bjóða viðkomandi tónlistarfólki það.
 
 
5.
201103058 - Goslokahátíð 2011
Umræða um framkvæmd goslokahátíðar 2011
Ráðið ræddi undirbúning og framkvæmd komandi goslokahátíðar. Ráðið leggur ríka áherslu á að á goslokahátíð verði lagt mikil áhersla á fjölbreytni og að höfðað verði jafnt til allra aldurshópa. Menningarfulltrúa Vestmannaeyjabæjar er falið að ræða við aðila til að koma að hugmyndavinnu við undirbúning á goslokahátíðinni.  
 
6.
200707263 - Samstarfssamningur milli Leikfélags Vestmannaeyja og Vestmannaeyjabæjar.
Samningur til kynningar.
Fyrir lá samningur milli LV og Vestmannaeyjabæjar.  Í samningnum er kveðið á um réttindi og skyldur LV sem leigutaka í húsnæði Vestmannaeyjabæjar. 
Ráðið þakkar kynninguna og telur samninginn líklegan til að skýra umgengnisreglur og styðja við bak þess mikla og góða starfs sem fram fer í húsinu.
 
7.
201103082 - Stýrihópur um 100 ára fæðingarafmæli Oddgeirs Kristjánssonar
Í ár eru hundrað ár frá fæðingu Oddgeirs Kristjánssonar.  Af því tilefni telur Vestmannaeyjabær afar brýnt að gera minningu þessa merka tónlistarmanns sem er orðinn órjúfanlegur hluti af tónlistarsögu Vestmannaeyja og landsins alls hátt undir höfði.  Ráðið leggur til að stofnaður verði stýrihópur til að fara fyrir aðkomu Vestmannaeyjabæjar.  Ráðið beinir því til stýrihópsins að skoða sérstaklega möguleika þess að setja upp sérstakt vefsvæði á heimaslod.is um Oddgeir, hafa sérstakan bás í Sagnheimum undir farandsýningu tengdri Oddgeiri, útsetja 2-3 af lögum hans fyrri lúðrasveit, tileinka nótt safnanna sérstaklega hans minningu og ýmislegt fleira.
Ráðið skipar Kristínu Jóhannsdóttir menningarmálafulltrúa, Trausta Hjaltason og Margrét Rós Ingólfsdóttir í stýrihópinn.
 
 
8.
201103083 - Skipan fulltrúa Vestmannaeyjabæjar í nefnd um minningarsjóð Oddgeirs Kristjánssonar
Skipan fulltrúa Vestmannaeyjabæjar í nefnd um minnigarsjóð Oddgeirs Kristjánssonar
Fyrir lá erindi frá fjölskyldu Oddgeirs Krisjánssonar þar sem gerð var grein fyrir stofnun minningarsjóðs um tónskáldið.  Stofnframlag sjóðsins,  kemur frá vini Oddgeirs, Kjartani Bjarnasyni frá Djúpadal í Vestmannaeyjum, sem með erfðaskrá sinni ákvað að hluti eigna hans skyldu renna í minningarsjóð um Oddgeir.
Ennfremur lágu fyrir reglur um starfsemi sjóðsins en þar er kveðið á um tilgang sjóðsins, skipan í stjórn, hvernig staðið skuli að styrkumsóknum og annað það sem viðkemur starfi slíks sjóðs.
Þá er þess farið á leit við Bæjarstjórn Vestmannaeyja að hún skipi fulltrúa í stjórn Minningarsjóðs Oddgeirs Kristjánssonar.
Ráðið þakkar fjölskyldu Oddgeirs Krisjánssonar hjartanlega fyrir tryggð við Vestmannaeyjar og lýsir yfir ríkum vilja til samstarfs.  Þá skipar ráðið Ólaf Jónsson tónlistamann frá Laufási í Minningasjóðinn
 
 
 
 
 
 
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 16.53
 
 
Vestmannaeyjabær | Ráðhúsinu | Bárustíg 15 | 900 Vestmannaeyjum | Sími: 488 2000 | postur@vestmannaeyjar.is | Kt.: 690269-0159