02.02.2011

Fræðslu- og menningarráð -

 
 
 
Fræðslu- og menningarráð - 228. fundur
 
haldinn í fundarsal Ráðhúss,
miðvikudaginn 2. febrúar 2011 og hófst hann kl. 16.00
 
 
Fundinn sátu:
Hildur Sólveig Sigurðardóttir, Páll Scheving Ingvarsson, Elsa Valgeirsdóttir, Díanna Þyri Einarsdóttir, Trausti Hjaltason, Elliði Vignisson, Jón Pétursson, Rut Haraldsdóttir, Erna Jóhannesdóttir, Kristín Jóhannsdóttir, Fanney Ásgeirsdóttir, Alda Gunnarsdóttir.
 
Fundargerð ritaði: Erna Jóhannesdóttir, fræðslufulltrúi
 
Rut Haraldsóttir og Kristín Jóhannsdóttir yfirgáfu fund kl 17 eftir 5. mál. Erna Jóhannesdóttir, Jón Pétursson, Alda Gunnarsdóttir, Júlía Ólafsdóttir og Marta Jónsdóttir komu inn á fund í 6. mál. Alda Gunnarsdóttir, Júlía Ólafsdóttir og Marta Jónsdóttir yfirgáfu fund eftir umræðu um 8. mál. Fanney Ásgeirsdóttir, Helga Tryggvadóttir komu inn á fund í 8. mál og yfirgáfu fundinn eftir 10. mál
 
Dagskrá:
 
1. 201009088 - Framkvæmd við klæðningu á Safnahúsi
Á fundinn kom Sigurður Smári Benónýsson og gerði grein fyrir væntanlegu útboði á klæðningu safnahúss.
Ráðið fagnar því að nú skuli ráðist í löngu tímabæra framkvæmd við safnahúsið. Ráðið telur að útlit klæðningar og efnisval falli vel að starfsemi hússins .
 
 
2. 201101086 - Bókaútlán Bókasafns Vestmannaeyja 2010
Erindi frá Kára Bjarnasyni forstöðumanni Bókasafns Vestmannaeyja.
Fram kom hjá Kára Bjarnasyni forstöðumanni safnsins að árið 2010 voru útlán á bókasafninu 39.993 eða 9,7 bækur á íbúa. Um er að ræða 10,6% aukningu frá fyrra ári.
 
Ráðið fagnar auknum útlánum og færir starfsmönnum safnsins þakkir fyrir það uppbyggingastarf sem hefur verið unnið á undanförnum misserum. Sýnileiki safnsins hefur aukist með vefsíðugerð og skrifum á opinberum vettvangi auk þess sem mikil áhersla hefur verð lögð á samstarf við aðrar stofanir, sjómenn og fleiri. Allt slíkt eflir án efa starf safnsins og hvetur ráðið starsmenn áfram til slíks.
 
 
 
 
3. 201009089 - Framkvæmdir við anddyri safnahúss
Á fundinn kom Kári Bjarnason og gerði grein fyrir hugmyndum og vinnu við endurgerð á anddyri safnahúss. Vígsla á anddyrinu fer fram 8. febrúar n.k.
 
Ráðið lýsir yfir ánægju með þær breytingar sem verið er að gera á andyri safnahússins. Þá lýsir ráðið yfir miklu þakklæti til fjölskyldu Einars Sigurðssonar og Svövu Ágústsdóttur fyrir þann höfðingsskap sem fram kemur í aðkomu þeirra að breytingum á andyrinu og minnast þannig þeirra djúpu spora sem Einar og Svava settu á sögu og byggðaþróun Vestmannaeyja.
 
 
4. 201102004 - Bátar í vörslu menningarmálanefndar.
Ráðið fjallaði um vörslu þeirra báta sem á ábyrgð þess eru. Um er að ræða tvo árabáta (skjögt bát og björgunarbát) og mb. Blátind. Í máli nefndarmanna komu fram áhyggjur af ástandi bátanna og vilji til að veita þeim tilhlýðilega forvörslu. Ráið telur þó að margt mæli með því að aðkoma Vestmannaeyjabæjar að vörslu þessara merku báta sé betur komð hjá framkvæmda- og hafnarráði og felur formanni að falast eftir slíku samstarfi við það ráð.
 
 
5. 201101368 - Erindi frá hljómsveitunum Foreign Monkeys, Hippabandinu og Leikhússbandinu.
Meðlimir hljómsveitanna Foreign Monkeys, Hippabandsins og Leikhússbandsins óska eftir stuðningi við að leysa húsnæðisvanda sinn
Ráðið vill byrja á að nota tækifærið til að þakka þeim hljómsveitum sem að erindu standa sem og öðrum hljómsveitum í Vestmannaeyjum fyrir mikið og óeigingjarnt starf á sviði menningar. Ráðið getur ekki orðið við erindinu og felur menningarfulltrúa að svara því.
 
 
6. 200802069 - Sumarlokanir leikskóla.
Tillaga um sumarlokanir 2011.
Ráðið samþykkir að sumarlokanir leikskólanna verði frá 11. júlí til og með 10. ágúst. Afleysingu vegna sumarleyfa verði haldið í lágmarki og taki mið af áætlun vegna aðlögunar nýrra barna
 
 
7. 201012022 - Staðfesting leyfa til nýrra dagforeldra
Ráðið samþykkir að Hansína Metta Jóhannsdóttir kt 231079-5649 Brimhólabraut 38 og Oddný Sigurrós Gunnarsdóttir kt 090285-3279, Búastaðabraut 9 fái starfsleyfi sem dagforeldrar. Umsóknir hafa verið afgreiddar og uppfylla skilyrði skv reglugerð 907/2005 IV kafla, 13. gr.
 
 
8. 201101426 - Hagræðing í rekstri fræðslukerfis Vestmannaeyja. Framhald af 3. máli frá 227. fundi
Í framhaldi af 3. máli frá 227. fundi lögðu formaður og varaformaður fram minnisblað um mögulegar leiðir til hagræðingar í rekstri fræðslukerfis Vestmannaeyjabæjar.
 
Fyrir liggur að kostnaður vegna reksturs leikskóla í Vestmannaeyjum hefur aukist um 47% á síðustu fjórum árum. Rekstarkostnaður Grunnskóla Vestmannaeyja (GRV) hefur aukist um 29% á síðustu 5 árum. Það er því mat fræðslu- og menningarráðs að nauðsynlegt sé að hagræða í rekstri fræðslukerfisins í Vestmannaeyjum. Í minnisblaðinu eru lagðar til mögulegar leiðir.
 
Meðal þessara leiða eru:
*að sameina rekstur leikskóla
*hækkun leikskólagjalda um 5%
*hætta niðurgreiðslu vegna þjónustu dagmæðra
*að leggja niður stöðu leikskólafulltrúa
*að færa inntöku barna alfarið upp í 24 mánaða og fækka þar með leikskólaplássum
*að víkka út viðmið barngilda á leikskólum
*að skerpa á "pottorminum# vegna útdeilingu kennslustunda
*fækkun millistjórnenda í GRV
 
Allar þessar leiðir eru kostnaðarmetnar og greindar miðað við kosti og galla í minnisblaðinu.
 
Í lok minnisblaðsins leggja höfundar það til að mikilvægt sé að tillögur þær sem þar koma fram fari í rýnivinnu meðal þeirra sem fara með faglega ábyrgð á málaflokkun, þ.e.a.s. fræðslu- og menningarráðs.
 
Höfundar minnisblaðsins leggja það því til að ráðið haldi sem fyrst vinnufundi þar sem til verða kallaðir eftirtaldir aðilar til skrafs og ráðagerðar:
 
i. Framkvæmdastjóri fræðslusviðs
ii. Fræðslufulltrúi
iii. Leikskólafulltrúi
iv. Leikskólastjórar
v. Skólastjóri GRV
vi. Trúnaðarmaður kennara
vii. Trúnaðarmaður leikskólakennara
 
Þá er það einnig mat höfunda að leggja ætti upp með að ná að lágmarki 12 til 16 milljóna hagræðingu út úr þeirri vinnu sem nú er hafin.
 
Fræðslu- og menningaráð samþykkir að hefja þegar í stað þá rýnivinnu sem lögð er til í minnisblaðinu og skipar til þess starfshóp sem í eiga sæti framkvæmdastjóri sviðsins og tveir fulltrúar ráðsins þau Hildur Sólveig Sigurðardóttir og Díana Þyri Einarsdóttir
 
 
9. 200702012 - Skólamáltíðir í Grunnskóla Vestmannaeyja
Samningur um skólamáltíðir 2011-2012.
Ráðið samþykkir að framlengja núgildandi samningi um eitt ár enda mikil ánægja meðal nemenda og foreldra þeirra með mötuneyti GRV.
 
 
10. 201004011 - Samræmd könnunarpróf.
Skólastjóri GRV greinir frá helstu niðurstöðum 2010.
Ráðið lýsir yfir þungum áhyggjum með niðurstöðu samræmdra mælinga. Benda má á að rekstrar aukning um 29% á síðustu 5 árum hefur ekki skila sér í betri niðurstöðum en raun ber vitni. Ráðið vill þó áfram trúa því að það gæða starf sem nú er sérstaklega unnið að skili auknum árangri þegar til lengri tíma er litið.
 
Ráðið felur skólastjóra að vinna minnisblað um niðurstöðu samræmdra mælinga seinustu 5 árin með greiningu á því hvað veldur niðurstöðu. Þá skal þar einnig koma fram ítarleg greining á því til hvaða úrræða er hægt að grípa á næstu árum til að bæta niðurstöðu samræmdra mælinga. Vinnu þessa þarf að vinna í nánu samstarfi við kennara, fulltrúa foreldra, skólaskrifstofu og eftir atvikum aðra sem málinu tengjast. Minnisblaðinu skal skila eigi síðar en í lok mars.
 
 
Niðurstöður er að finna í skýrslu um samræmd könnunarpróf hjá Námsmatsstofnun. http://www.namsmat.is/vefur/skyrslur/samramd_prof/skyrsl_samramd_2010/samr_konnu_2010.pdf
 
 
11. 201101222 - Ósk um námsstyrk
Beiðni um námsstyrk frá Þorvaldi Ásgeirssyni nemanda í orku- og umhverfisfræði.
Ráðið sér sér ekki fært að verða við erindinu.
 
 
12. 200706213 - Fundargerð trúnaðarmála lögð fyrir fræðslu- og menningarráð
Trúnaðarmál. Fært inn í sérstaka trúnaðarmálabók.
 
 
 
 
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18.15
 
 
 
 
Vestmannaeyjabær | Ráðhúsinu | Bárustíg 15 | 900 Vestmannaeyjum | Sími: 488 2000 | postur@vestmannaeyjar.is | Kt.: 690269-0159