25.10.2010

Almannavarnanefnd - 1007. fundur haldinn

 
Almannavarnanefnd - 1007. fundur
 
 
haldinn í stjórnstöð Almannavarnaneefndar við Faxastíg,
mánudaginn 25. október 2010 og hófst hann kl. 13:30
 
 
Fundinn sátu:
Karl Gauti Hjaltason formaður, Elliði Vignisson, Ólafur Þór Snorrason, Ragnar Þór Baldvinsson, Karl Björnsson, Sigurður Þórir Jónsson, Jóhannes Ólafsson.
 
Fundargerð ritaði: Ólafur Þór Snorrason, framkvæmdastjóri Umhverfis- og framkvæmdasviðs
 
 
 
Dagskrá:
 
1. 201010087 - Ástand heilbrigðismála í Vestmannaeyjum
Rætt um ástand heilbrigðismála í ljósi boðaðs niðurskurðar á Heilbrigðisstofnuninni í Vestmannaeyjum.
Samþykkt að óska eftir upplýsingum frá Heilbrigðisstofnuninni í Vestmannaeyjum um getu stofnunarinnar til að framfylgja núverandi viðbragðsáætlunum Almannavarna, ef til boðaðs niðurskurðar kemur. Einnig óskar Almannavarnanefnd eftir upplýsingum um áhrif boðaðs niðurskurðar á almennt öryggi bæjarbúa og gesta.
 
2. 201010050 - Björgunarbúnaður Herjólfs
Fyrir lá bréf dags. 4.okt sl. frá Sigmund Jóhannssyni og Friðrik Ásmundssyni vegna ástands á björgunarbúnaði Herjólfs
Nefndin er þegar búin að senda bréf til Siglingastofnunar varðandi þetta málefni og bíður svars.
 
 
 
 
 
 
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 14:15
 
 
Vestmannaeyjabær | Ráðhúsinu | Bárustíg 15 | 900 Vestmannaeyjum | Sími: 488 2000 | postur@vestmannaeyjar.is | Kt.: 690269-0159