20.10.2010

Fræðslu- og menningarráð -

 
Fræðslu- og menningarráð - 226. fundur
 
haldinn í fundarsal Ráðhúss,
miðvikudaginn 20. október 2010 og hófst hann kl. 12.00
 
 
Fundinn sátu:
Hildur Sólveig Sigurðardóttir, Páll Scheving Ingvarsson, Elsa Valgeirsdóttir, Díanna Þyri Einarsdóttir, Elliði Vignisson, Jón Pétursson, Erna Jóhannesdóttir og Fanney Ásgeirsdóttir.
 
Fundargerð ritaði:  Erna Jóhannesdóttir, fræðslufulltrúi
 
 
 
Dagskrá:
 
1.
201010064 - Bréf til forsvarsmanna fræðslu- og forvarnarmála vegna grunnskólaheimsókna í tilefni forvarnardagsins 3. nóvember 2010
Lagt fram til kynningar.
 
 
2.
200805104 - Úthlutun kennslustunda og stuðnings v skólastarfs í GRV
Beiðni um viðbótarúthlutun kennslustunda haustið 2010. Framhald af 9. máli frá 225. fundi.
Fyrir liggur erindi frá skólastjóra GV þar sem óskað er eftir viðbótarúthlutun upp á 20 kennslustundir á viku haustið 2010. Ráðið óskaði á seinasta fundi eftir nánari skýringum á þörf fyrir aukningu vegna barna með sérþarfir. 
 
Í samræmi við afgreiðslu ráðsins á 9. máli 225. fundar liggur einnig fyrir erindi og minnisblað frá skólaskrifstofu Vestmannaeyjabæjar. 
 
Með tilliti til fyrirliggjandi gagna samþykkir ráðið beiðni skólastjóra um viðbótarúthlutun og að skólinn fái þar með heimild til að nýta umræddar viðbótarkennslustundir á þann hátt sem óskað er eftir þannig að skólinn geti betur komið til móts við þarfir nemenda sem eru ólíkar og margvíslegar.
 
Samþykkt þessi er ma. gerð á eftirfarandi grunni:
 
  • Mælst er til að  skólinn ígrundi og endurskoði hvernig unnið er að skipulagi sérkennslu og stuðnings við upphaf skólaárs hverju sinni. Með því verði tryggt að  ekki komi til  erfiðleika vegna þess að  tíminn sem skólinn hefur til úthlutunar hefur verið  festur í stundatöflur áður en búið er að forgangsraða og setja niður heildarskipulag sérkennslu og stuðnings í skólanum.   Eingöngu þannig getur  tíminn sem skólinn fær til úthlutunar  v stuðnings  og sérkennslu nýst til fulls.
 
  • Ráðið telur áhyggjuefni hversu mörgum nemendum er vísað til sálfræðings. Fjöldi tilvísana  til sálfræðings vekur upp spurningar um  hvort  fagmennska og sérfræðiþekking hinna öflugu og vel menntuðu starfsmanna skólans nýtur sín ekki nógu vel þegar taka þarf á  frávikum nemenda.  Mikilvægt er að  skoða hvernig auka megi fjölbreytni kennsluhátta og hvernig þeir nýtast  til að koma til móts við námshópa með ólíkar námsþarfir og nemendur með frávik.  Jafnframt er hvatt til þess að skólinn nýti þá fagaðila sem starfa í skólanum og skólaumhverfinu til ráðgjafar  með það að markmiði að efla hæfni innan skólans til að taka á frávikum og vinna með fjölbreytta námshópa.
  • Í vetur var sérstöku viðbótarfjármagni bætt í úthlutun til skólans m.a. með það að markmiði að styrkja innviði skólans og auka hæfni og fagmennsku til að taka á frávikum og efla kennsluhætti.  Ráðið gerir ráð fyrir að áfram verði unnið að slíkri nýtingu fjármagnsins.
 
 
 
 
 
 
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 12.35
 
 
 
Vestmannaeyjabær | Ráðhúsinu | Bárustíg 15 | 900 Vestmannaeyjum | Sími: 488 2000 | postur@vestmannaeyjar.is | Kt.: 690269-0159